Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 80
80 FÓKUS 27. desember 2019 Ár ástarinnar Ástin kviknaði hjá fjölmörgum á árinu – Baltasar fann ástina og Sunneva var tekin inn í Engeyjarættina Þær fréttir bárust á vormánuðum að leikstjórinn Baltasar Kormákur væri byrjaður að slá sér upp með listakonunni Sunnevu Ásu Weisshappel. Talsverður aldursmunur er á turtildúfunum eða 23 ár. Þau geisla saman og mættu til að mynda saman á Evrópsku kvik- myndaverðlaunin í Berlín fyrir stuttu. Baltasar þarf vart að kynna, en hann hefur gert garðinn frægan síðustu ár sem leikstjóri, bæði hér heima og erlend- is. Síðustu verkefni hans eru önnur sería af Ófærð, Hollywood-myndin Adrift og íslenska kvikmyndin Eiðurinn. Listakonan, búningahönnuðurinn og ævintýrastelpan Sunneva Ása Weiss- happel hlaut til að mynda Grímuverðlaun- in árið 2015 fyrir búninga í sýningunni Njálu og hefur starfað mikið erlendis við búningahönnun með leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarssyni, en jafn- framt sinnt myndbandagerð og kóreógrafíu fyrir leikhúsverk. Þegar byrjaði að hausta all hressilega var samband áhrifavaldsins vinsæla, Sunnevu Einarsdóttur, og ráð- herrasonarins Benedikts Bjarnasonar opinberað. Benedikt er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráð- herra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráð- gjafa. Sunneva er með tugi þúsundi fylgjenda á samfé- lagsmiðlum og er í námi. Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir frumsýndi nýjan kærasta í lok sumars. Sá heppni heitir Streat Hoerner og er einnig mikill afreksmaður í crossfit. Eitt hraustasta par heims. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leik- og fjölmiðla- kona, fann ástina í örmum rithöfundarins Bergsveins Birgissonar. Bergsveinn hefur verið búsettur í Noregi um nokkurt skeið og skrifað nokkrar skáldsögur og ljóðabækur. Steinunn Ólína er ein ástsælasta leik- kona landsins og hefur skrifað beitta pistla í Frétta- blaðið. Hún var gift leikaranum Stefáni Karli Stefáns- syni sem lést 21. ágúst 2018 eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Þau eiga saman fjögur börn. Miðbaugs-Maddaman Catalina Ncogo, sem hefur verið með ann- an fótinn ytra, nánar tiltekið í Amsterdam, fann ástina á árinu og deildi því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. DV hefur ekki komist að nafni hins heppna en þau íhuga nú barneignir. Þær fréttir bárust í byrjun árs að söngkonan og skemmtikrafturinn Bryndís Ásmundsdóttir væri gengin út, en hún er lands- þekkt sem holdgervingur Tinu Turner í mörgum sýningum í gegn- um árin. Sá lukku- legi er Karl Magnús Gústafsson. Borgarfulltrúinn Vig- dís Hauksdóttir fann ástina í örmum Garðars Kjartanssonar, fyrrver- andi veitingamanns og sölufulltrúa hjá Trausti, þegar aðeins var farið að líða á árið. „Við kynntu- mst í sólinni á Kanarí fyr- ir nokkrum mánuðum,“ sagði Vigdís í samtali við DV um mitt sumar. Síð- an þá hafa turtildúfurnar brallað margt saman og fóru nú síðast á tónleika með Rod Stewart. Sumarástin blossar víða og náðu ástarörvar Amors að hitta þúsundþjalasmiðinn Vilhelm Anton Jónsson, eða Villa Naglbít, og ljósmyndarann Sögu Sig. List- rænt og fallegt par. Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Magnús Orri Schram, fyrrverandi alþingismaður, stað- festu samband sitt í vetur. Þau hafa bæði verið áber- andi í íslensku samfélagi síðastliðin ár. Þórey var að- stoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún var dómsmálaráðherra. Magnús Orri er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Fjölmiðlakonan geðþekka Frið rik a Hjör dís Geirs dótt- ir, betur þekkt sem Rikka, fann ástina í örmum Kára Hallgrímssonar, stjórnanda hjá erlenda bankanum J.P. Morgan. Í kjölfar ástarblossans flutti Rikka út til London til að búa með sínum heittelskaða og hafa þau brallað ýmislegt skemmtilegt saman síðustu mánuði. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnu- sálfræði og fyrrverandi fegurðardrottning, og Reynir Grétarsson, stofnandi og eigandi Creditinfo Group, op- inberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum í nóvember en hafa verið saman um nokkurt skeið. „Heppin ég,“ skrifaði Ragnheiður við mynd af parinu þegar að sam- bandið var staðfest. 23 ára aldursmunura Engeyjarættin kallaði Catalina í klóm ástarinnar Grallarar „Heppin ég“ Rikka ástfangin Amor heilsaði Ást og pólitík Bryndís og Karl Hraust og hamingjusöm Fjarást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.