Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 96

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 96
Áramótablað 27. desember 2019 52. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 999 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ætli þetta verði lokaorðin? Gleðilega hátíð! Jól og áramót eru tími til að njóta í faðmi ölskyldu og vina. En ekki síður tími umhugsunar og nýs upphafs. Við sérhæfum okkur í námskeiðum fyrir vinnustaði og einstaklinga. Sýnum gæludýrunum tillitssemi um áramótin G amlárskvöld gengur senn í garð, með til- heyrandi sprenging- um og látum, en ekki eru allir jafn hrifnir af slíku, og allra síst gæludýrin okkar. Í tilkynningu frá Matvælastofnun er gæludýraeigendur minntir á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur um áramótin. Meðal annars er bent á að halda köttum alveg inni dagana í kringum áramót og hafa hunda alltaf í taumi þegar þeim er hleypt út, þótt það sé bara út í garð. Dýr sem sýna mikla hræðslu ber ekki að skilja eftir ein, en fram kemur að misjafnt sé hvort hrædd gæludýr vilji félagsskap eigandans eða hvort þau vilji skríða í felur. Ef þeim líður betur í felum skal maður leyfa þeim það. Allra mikilvægast er að dýrin sleppi ekki út. Þá er gott er að tala rólega en glaðlega við dýrin og jafnvel er hægt að gefa þeim smá dýranammi og þá er bent á að strokur og snerting eiganda rói einnig flest dýr og veiti þeim styrk. Ef framangreint er ekki talið nægjanlegt, þá er gæludýraeigendum ráðlagt að tala við dýralækni tímanlega fyrir áramót og fá ráðleggingar. Hægt er að fá lyfseðil fyrir kvíðadempandi lyf . Ungum dýrum, sem eru að upplifa sín fyrstu áramót, þarf að sýna sérstaka aðgát. Dagarnir fyrir áramót geta gefið vísbendingu um hvers megi vænta. „Allra mikilvægast er alltaf að dýrin séu í öruggu umhverfi og njóti stuðnings eiganda sinna,“ segir jafnframt í tilkynningu MAST. Hollywood-stjörnur sem eyddu áramótum á Íslandi Í sland hefur fest sig rækilega í sessi sem áfangastaður um áramótin, enda hafa ófáar Hollywood-stjörnur fagnað nýja árinu hér á landi. Hollywood-leikstjórinn Quentin Tarantino heillaðist af áramótunum á Íslandi árið 2006 og kallaði þau „stærstu flugeldasýningu í heimi.“ Hann eyddi næstu áramótum einnig hér á landi. „Ég get næst um ekki ímyndað mér ára mót in ann- ars staðar héðan af. Því Íslend- ing ar drekka eins og brjálæðing- ar öllu jafna en á gaml árs kvöld missa þeir gjör sam lega vitið – sér stak lega kon urn ar og þær drekka ákaft,“ sagði Tarantino í spjallþætti Davids Letterman á sínum tíma. Þá var rokkarinn Sting staddur á Íslandi þegar árið 2013 gekk í garð, ásamt eiginkonu sinni Trudie Styler, börnunum þeirra fjórum og tveimur börnum Sting úr fyrra hjónabandi. Fjölskyldan dvaldi í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum og fengu þjón og kokk til að reiða fram hátíðarmatinn. Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex og fyrrverandi leikkona, var stödd á Íslandi ásamt vinum sínum þegar árið 2016 gekk í garð. Þetta voru seinustu áramótin hennar sem einhleyp kona en aðeins nokkrum mánuðum síðar hófst ástarsamband hennar og Harrys Bretaprins. Skoski stórleikarinn Gerard Butler dvaldi á Íslandi um síðustu áramót og sást meðal annars til hans í karókípartíi á Tapasbarnum þar sem hann lék á als oddi. Annar þekktur leikari, hinn bandaríski Danny McBride, var einnig staddur hér á landi um síðustu áramót en á sama tíma hélt hann upp á 42 ára afmæli sitt, þann 29. desember. Leikarinn birti meðal annars áramótakveðju á Instagram þar sem hann var staddur í Bláa lóninu en hann mun hafa dvalið ásamt fjölskyldu sinni í glæsivillu í Grímsnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.