Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Side 37
Gæði08. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið! Barnaloppan er heldur betur kærkomin bylting á íslenskum markaði en hjónin Guðríði Gunnlaugsdóttur og Andra Jónsson dreymdi um að fara í rekstur sem hjálpaði umhverfinu. „Það er ótrúlegt hvað fólk hefur tekið vel á móti okkur. Að opna Barnaloppuna er örugglega ein besta og skemmtilegasta ákvörðun sem við höfum tekið,“ segir Andri. Endurnýtt jól fyrir móður jörð! Íslendingar verða sífellt meðvitaðri um umhverfið og sýna það í verki með því að flokka flöskur, plast, málm og pappa, vera með moltu og jafnvel kjúklinga í garðinum. „Við verðum líka sífellt betri í því að endurnýta. Desember í fyrra kom okkur til dæmis skemmtilega á óvart en þá kom fólk hingað inn í stórum stíl til að kaupa jólafatnað á börnin sín og jólagjafir handa börnunum í kringum sig. Í ár vonumst við til þess að það verði enn meira um að fólk gefi hvert öðru endurnýttar jólagjafir og ætlum við að bjóða upp á innpökkunarborð í verslun Barnaloppunnar þar sem má pakka gjöfum í umhverfisvænar gjafaumbúðir. Til þess að gera lífið einfaldara munum við einnig bjóða fólki að kaupa gjafir hjá okkur til þess að setja undir jólatréð í Smáralind. Þá kaupir fólk gjafir hjá okkur og við förum með þær upp í Smáralind og setjum þær undir tréð. Það er svo falleg hugmynd að gefa þeim börnum, sem minna mega sín, jólagjafir og enn fallegra er að gjafirnar séu umhverfisvænar. Börnin elska Barnaloppuna. Með þessu vonumst við til þess að ýta enn frekar undir að fólk kaupi notaðar jólagjafir. Ef við, foreldrarnir, gefum notaðar gjafir þá munu börnin okkar alast upp við að þetta sé hinn eðlilegasti hlutur. Það eitt og sér er þróun í rétta átt. Gott fyrir budduna og enn betra fyrir umhverfið og móður jörð.“ Hugmyndin kviknaði í DK Fjölskyldan bjó um tíma í Danmörku og nýtti sér mjög mikið flóamarkaði þar. Það var síðan mánuði áður en þau fluttu aftur heim til Íslands að hugmyndin að Barnaloppunni kviknaði. „Við prófuðum sjálf að selja fatnað og fleira af stelpunum okkar á sams konar loppumarkaði í Danmörku. Þessi tegund af markaði er að finnskri fyrirmynd og því ekki á hverju strái á Norðurlöndunum og okkur fannst þetta algerlega vanta á Íslandi. En snilldin við Loppuna er að við sjáum alfarið um söluna og sinnum viðskiptavinum verslunarinnar eftir að leigjendur hafa sett básana sína upp. Svo má fylgjast með sölunni í rauntíma í gegnum símann eða tölvuna. Okkur varð strax ljóst að það var mikil þörf á svona verslun og við erum afar þakklát fyrir frábærar móttökur. Það er líka virkilega gaman að sjá hvað Íslendingar eru orðnir meðvitaðir um umhverfisþáttinn og finnst gaman að taka þátt með því að hugsa vel um litlu „búðina sína“ hjá okkur. Við viljum líka trúa því að við höfum átt smá þátt í að breyta kúltúr og kauphegðun Íslendinga, bæði með því að bjóða upp á auðveldari leið til að endurnýta og losa sig við varning, sem og kaupa „second hand“ vörur á frábæru verði.“ Spöruðu 140.000 kr. Það er ótrúlegt hversu miklar fjárhæðir má spara með því að kaupa notað í stað þess að fjárfesta í öllu nýju. Þegar um nýbakaða foreldra er að ræða þá getur listinn yfir allt sem þarf farið upp úr öllu valdi. Það vantar samfellur, barnavagn, bílstól, föt, leikföng, vöggu og svo margt fleira. „Það er gaman að að segja frá því að það kom til okkar par fyrir stuttu sem átti von á sínu fyrsta barni. Þau höfðu útbúið langan lista af hlutum sem átti að kaupa fyrir barnið á meðan faðirinn, sem var flugmaður væri í í 200.000 krónur miðað við verðlagið úti. Þau kíktu í Barnaloppuna af rælni til að athuga hvort þau fyndu eitthvað af listanum. Eftir að hafa verið hér í tvo tíma komu þau að kassanum og sögðu okkur að þau hefðu náð að strika allt út af listanum fyrir 60.000 krónur! Þau spöruðu sér þarna 140.000 krónur, og það miðað við verðið í Bandaríkjunum. Algjörlega frábært.“ Nánari upplýsingar á www.barnaloppan.is Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram: Barnaloppan – Barnaloppan Barnaloppan, Skeifan 11d, 108 Reykjavík Sími: 620-2080 Vefpóstur: info@barnaloppan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.