Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Side 38
38 8. nóvember SAKAMÁL FRANSKT ELDHÚS MEÐ SNÚNINGI n Rosso og félagar hans voru iðnir við bankarán n Koddahjal kærustunnar hafði morð í för með sér n Sektarkenndin náði yfirhöndinni að lokum„Ég hefði þó kosið að hann hefði verið drep- inn með kúlu í höfuðið F rakkarnir Michel Renard og Philippe Rosso voru góð- ir vinir. Svo góðir að haft var á orði að ekki kæmist hnífurinn á milli þeirra. Þeir voru krúnurakaðir, hávaxnir og hvor- ugur þeirra var maður margra orða. Þónokkur ár skildu þessa nánu vini; Renard var 42 ára en Rosso 29 þegar þessi saga átti sér stað árið 1998. Pólitík og bankarán Þannig var mál með vexti að kumpánarnir voru meðlimir í Front Nationale-stjórnmála- flokknum franska og báðir af heil- um hug og gott betur. Renard var heimavanari í flokknum, vann í höfuðstöðvum hans, það er þegar hann var ekki önnum kafinn við bankarán eða viðlíka iðju. Rosso var nýliði, ný- lega laus úr hernum, og hafði gengið í flokkinn í einhverju bríaríi eftir að kærastan hafði sagt skilið við hann. Þriðji félaginn Leiðir þeirra félaga höfðu legið saman og svo vel vildi til að Renard var þá á höttunum eft- ir félaga í glæpina. Skömmu síð- ar kynnti Rosso gamlan vin sinn, Luc Onfray, fyrir Renard. Onfray var af öðru sauðahúsi en hinir tveir. Hann var vel gef- inn, kunni að meta klassíska tón- list og var lögfræðimenntaður. Onfray var reyndar einnig álíka vel að sér í meðferð skotvopna og innviða lögfræðinnar og því gekk þremenningunum ákaflega vel í þeirri iðju að ræna banka í suður- hluta Frakklands, að stærstum hluta í grennd við Marseille. Rosso og Alexandra Hvað sem vinskap Renard og Rosso leið, þá var ljóst að stund- um var grunnt á því góða hjá þeim. Nú verður kynnt til sögunnar Alexandra Martyn, ung, falleg kona með ljósa hárið bundið í tagl. Rosso hitti Martyn í fyrsta skipti í höfuðstöðvum Front Nationale. Með þeim tókust ást- ir, en það flækti málin þónokkuð að Alexandra Martyn var stjúp- dóttir Renard, því í stað þess að verja kvöldum í höfuðstöðvum flokksins voru Rosso og Martyn í rekkjubrögðum á heimili Rosso í Nice. Koddahjal veldur vinslitum Kvöld eitt þegar Rosso og Martyn köstuðu mæðinni eftir ástaleik breyttist koddahjalið hjá Mar- tyn. Hún hafði ýmislegt að segja Rosso um stjúpföður sinn og af orðum hennar mátti skilja að ekki væri allt með felldu í þeirra sam- skiptum. „Hann hefur beitt mig kyn- ferðislegu ofbeldi svo árum skipt- ir. Ég get ekki sagt þér allt sem hann hefur gert mér,“ sagði Mar- tyn við Rosso. Eftir smá koddahjal í viðbót upplýsti Martyn þó Rosso um ýmislegt og þegar upp var staðið sauð á Rosso í garð þessa félaga síns. Daginn eftir spurði Rosso Mar- tyn hreint út: „Viltu að ég sjái um hann?“ og svar Martyn var skýrt og skorinort: „Já.“ Rosso leitar til Onfray Rosso beið ekki boðanna og setti saman áætlun. Hann sá þó í hendi sér að hann þyrfti aðstoð og hafði því samband við gamla vin sinn, Onfray. Onfray var meira en til í tusk- ið þegar Rosso sagðist vilja kenna Renard, stjúpföður kærustu sinn- ar, lexíu. Eftir á að hyggja var þetta kannski misráðið af Rosso því Onfray var ekki þekktur fyrir neitt hálfkák og hafði nýlega gumað sig af því að hafa myrt sinn eigin föður, vott Jehova sem hafði neytt hann til að lesa Biblíuna og bann- að honum að eignast vini. Dularfullt hvarf föður Onfray sagðist hafa skorið höf- uðið af föður sínum: „Síðan los- aði ég mig við líkið með því að skera það í bita og hakka allt saman í matvinnsluvélinni.“ Hvort þetta var satt og rétt gat Rosso ekki giskað á en fyrir lá að faðir Onfray hafði horfið á dular- fullan hátt árið 1995. Rosso ákvað sem sagt að leita liðsinnis Onfray til að tukta Renard örlítið til – eða þannig. Hamar í höfuðið Þann 14. nóvember, 1998, var Renard boðaður á fund heim til Rosso, undir því yfirskini að ræða þyrfti næsta rán þeirra félaga. Þar laumaði Onfray svefn- lyfjum í drykk Renard og þegar það fór að hafa áhrif barði hann Renard í höfuðið með hamri. Þar sem Renard lá meðvitundarlaus á gólfinu sagði Rosso að hann ætl- aði út í búð að kaupa bakkelsi. Þegar Rosso kom til baka að vörmu spori var Renard liðið lík í stofunni heima hjá honum. „Þú áttir bara að kenna honum lexíu, ekki drepa hann,“ sagði Rosso við Onfray. „Hvað eigum við nú að taka til bragðs?“ Blóðbað í baðkari Onfray sagði Rosso að slaka á; hann myndi sjá um þetta allt saman. Síðan bar Onfray lík Renard inn á baðherbergi, af- klæddi það og setti í baðkarið. Að því loknu hófst hann handa við að búta líkið niður á afar kerfis- bundinn hátt og setti bitana í matvinnsluvélina í eldhúsinu sem breytti öllu saman í bleika kássu. Það reyndist Rosso ofviða að fylgjast með handbragði vinar síns og því sagði hann: „Ég læt þig um þetta. Ég ætla út að kaupa jónur.“ Á heimleið úr þeirri för kom hann við heima hjá Alexöndru og sagði henni að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af stjúpföður sín- um þaðan í frá. Alexandra dreif sig á næstu lögreglustöð og sagði að stjúpfaðir hennar væri týndur. Í framhjáhlaupi hafði hún á orði að hann hefði níðst á henni kyn- ferðislega – lengi og mikið. Kærastan Alexandra bar stjúpföður sínum ekki góða söguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.