Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Side 52
52 FÓKUS 8. nóvember
E
yþór Bjarni Sigurðsson
er einn þriggja meðlima
hljómsveitarinnar Above
The Lights, en sveitin sendi
nýlega frá sér sína fyrstu plötu.
Lögin er afar persónuleg enda er
platan persónulegt uppgjör Ey-
þórs við fortíðina. Above The
Lights samanstendur af Eyþóri,
eiginkonu hans, Kolbrúnu Þor-
steinsdóttur, og Kristófer Nökkva
Sigurðssyni.
Eyþór ólst upp á Egilsstöð-
um fram að 11 ára aldri en þá
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
„Ég man hvað það voru rosalega
mikil viðbrigði. Í mörg ár kom ég
ekki nálægt tónlist, það var ekki
fyrr en ég var orðinn 18 ára að ég
byrjaði að fikta við að spila á gít-
arinn og semja lög. Frá því að ég
var lítill hef ég alltaf haft löngun
til að skapa tónlist, pabbi minn
er trommuleikari og hef ég alltaf
litið mikið upp til hans. Ég man
eftir mér sem krakki á hljóm-
sveitaræfingum hjá honum og
þar var minn stærsti draumur að
geta spilað á hljóðfæri og sungið.
Ég hef alltaf haft þessa löngun til
að tjá mig í listrænu formi hvort
sem það er í gegnum myndlist,
texta, ljóð eða lagasmíði.“
Hann var einungis 10 ára gam-
all þegar hann stofnaði sína fyrstu
hljómsveit. „Það er svolítið fyndið
að segja frá því. Ég eiginlega
þvingaði nokkra nágrannastráka
til að vera með mér í hljómsveit,
þeir voru ekkert neitt rosalega
spenntir fyrir því. Þar sem við
kunnum nákvæmlega ekkert á
hljóðfæri ákváðum við að þetta
skyldi vera pönkhljómsveit. Þeir
voru látnir lemja á tómar Machin-
tosh-dollur og potta á meðan ég
barði á gítarinn og öskraði gjör-
samlega úr mér lungun í kjallar-
anum hjá vini mínum, sem svo
óheppilega vildi til bjó á móti
öldrunarheimilinu á Egilsstöð-
um. Mamma vinar míns sem
starfaði á öldrunarheimilinu kom
hlaupandi yfir til að stöðva þessi
óhljóð. Hún skammaði okkur fyr-
ir að hræða gamla fólkið á heim-
ilinu,“ rifjar hann upp. „Þetta var
okkar eina og síðasta æfing.“
Eyþór var snemma greind-
ur með mikinn athyglisbrest og
ofvirkni. „Ég átti rosalega erfitt
með að einbeita mér við nám og
átti mjög erfitt með sjálfan mig.
Ég var að glíma við mikinn kvíða
og vanlíðan á þessum aldri. Það
er ekkert grín að vera barn með
ADHD og einhver ætlast til þess
að maður sitji kyrr í 80 mínútur
við að læra, en verður svo reiður
ef það mistekst. Þetta er fáránleg
nálgun.“
Eyþór telur að í skólakerfinu
megi bæta ýmislegt þegar kemur
að þjónustu við nemendur með
ADHD. „Það er svo margt hægt
að gera fyrir börn með ADHD.
Í fyrsta lagi þarf að finna hvar
þeirra strykleikar liggja og vinna
með það.“
Niðurlægjandi reynsla í Folda-
skóla
Árið 2017 ritaði Eyþór opið bréf til
stjórnar Foldaskóla, og birtust þau
skrif í Stundinni. Í bréfinu gagn-
rýndi hann harðlega sinn gamla
grunnskóla og sagðist hafa ver-
ið beitur andlegu ofbeldi af hálfu
kennara skólans.
Nokkrum árum áður hafði Ey-
þór beðist afsökunar á slæmri
hegðun sinni í skólanum en í
bréfinu dró hann þá afsökunar-
beiðni til baka þar sem hann taldi
að ábyrgðin lægi ekki hjá honum
sjálfum.
„Í Foldaskóla var ég beittur
andlegu ofbeldi af hálfu kennara.
Hann ítrekað sendi mig út í sjoppu
til að athuga hvað klukkan væri
einungis til að losna við mig og
hlaut mikinn hlátur nemenda við
það, hann lét mig sitja heilu skóla-
stundirnar við hliðina á sér við
kennaraborðið þar sem ég þurfti
að horfa framan í samnemend-
ur mína sem glottu, einnig lamdi
hann í borðið reglulega með priki
og var mjög ógnandi. Hann gerði
lítið úr mér ítrekað og fékk bekk-
inn til að hlæja að mér,“ ritaði Ey-
þór meðal annars.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Samdi lag í
yfirgefnu húsi
Beittur ofbeldi og niðurlægður í Foldaskóla - Leiddist út í óreglu og
svaf í yfirgefnu húsi- Andleg iðkun og hugleiðsla gerðu kraftaverk
M
Y
N
D
IR
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N
„Ég fékk frið fyrir hausnum
á mér og gat einbeitt mér í
fyrsta skiptið á ævinni.“