Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Page 4
4 25. október 2019FRÉTTIR
Smánun hitt og smánun þetta
S
varthöfði liggur yfirleitt
ekki á skoðunum sínum
en undanfarið hefur hann
verulega íhugað að loka
algjörlega á sér trantinum og
segja bara pass. Það virðist vera
algjörlega sama hvaða skoðan
ir Svarthöfði viðrar, allar eru þær
hjólaðar niður í svað. Svarthöfði
þorir ekki fyrir sitt litla líf lengur
að spyrja fólk hvað það fékk sér
í morgunmat. Það gæti hæglega
verið kallað „matarsmánun“.
Hvað þá að tala um andúð sína
á líkamsrækt. „Líkamsræktar
smánun,“ kallar þá einhver.
Smánun hitt og smánun þetta.
Það er allir smættaðir virð
ist vera. Vinsælasta smánunin
er „fitusmánun“, „netsmánun“,
„flugsmánun“ og „opinber
smánun“. Þessu viðskeyti er
kastað fram eins og ekkert sé
eðlilegra, svo mikið að það hef
ur nánast misst merkingu sína.
Að smána einhvern er nefnilega
grafalvarlegt.
Opinber smánun á sér
langa og hræðilega sögu. Á
öldum áður tíðkaðist það
að smána fólk opinberlega
og var það hluti af rétt
arkerfinu víðs vegar
um heim. Þá var
fólk brennimerkt,
sett í gapastokk,
því velt upp úr
tjöru og fiðri eða
látið ganga alls
bert um stræti og
torg þar sem aðr
ir ósmánaðir þegnar kepptu
st um að smána það. Virkilega
brútal stöff, meira að segja að
mati Svarthöfða sem kallar ekki
allt ömmu sína. Að endingu þótti
þessi smánun of hræðileg til að
viðgangast og smátt og smátt var
henni útrýmt úr nútímasam
félagi.
Nú hefur smánun
gengið í endurnýj
un lífdaga og all
ir og amma þeirra
eru smánaðir.
Þetta er svo sem
gott og gilt orð
og ákaflega
lýsandi –
að smætta
einhvern
niður í
ekki neitt.
Hins vegar er hætta á að þegar
„allir“ geta fundið smánun í dag
legu lífi að orðið missi merkingu
sína, líkt og hefur gerst með ansi
mörg orð í íslenskri tungu síðustu
misseri. Því mælir Svarthöfði
með því að allir auðnuleysingj
arnir þarna úti sem hafa ekk
ert betra að gera en að setja út
á holdafar, skoðanir, útlit og
persónu fólks sem það þekkir
ekki nokkurn skapaðan hlut að
bara hætta því. Þið vitleysingarn
ir komið illu orði á orðið smánun
og satt best að segja væri ráð að
leiða ykkur í ólum niður í mið
bæ Reykjavíkur, velta ykkur upp
úr fiðri og tjöru og hía allrækilega
á ykkur. Nokkur svipuhögg og þið
leyfið kannski okkur vitiborna
fólkinu að grípa til smánunar
þegar það á við. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Meðalmanneskja leysir vind að meðal-
tali 14 sinnum á dag.
Fyrir hverja „venjulega“ netsíðu eru til
fimm klámsíður á Netinu.
Á Grænlandi búa tæplega 56
þúsund manns.
Talið er að Leonardo Da Vinci hafi
fundið upp skærin.
Verslunarkeðjan Wal-Mart
tapar milljörðum á ári vegna
búðarhnupls.
Hver er
hann
n Hann er alinn upp
í Árbænum og Kópa-
voginum.
n Hann er Bliki í húð og
hár og mikill aðdáandi
rapptónlistar.
n Hann er einnig mikill unnandi
tölvuleiksins Counter-Strike.
n Hann á tvær Mercedes Benz-bif-
reiðar og hund sem heitir Nino.
n Hann er landsliðsmaður í
knattspyrnu og hefur slegið í gegn
í enska boltanum.
SVAR: JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON
ÓLGA MEÐAL
STARFSMANNA
ISAVIA
n Launalækkun tekur gildi um mánaðamótin
n Verður rætt í kjarasamningsviðræðum
„Það breyt-
ir því ekki
að af þessu höf-
um við áhyggj-
ur og við gerð
kjarasamninga
verður þetta rætt
þar sem þetta er
veruleg lækkun
N
okkurrar ólgu gætir
meðal starfsmanna
ISAVIA um þessar mundir
vegna fyrirhugaðrar
launalækkunar sem þeim hefur
verið gert að sæta. Samkvæmt
heimildum DV mun launalækkun
starfsmanna í öryggisleit
nema um það bil heilum
mánaðarlaunum á ársgrundvelli.
Samkvæmt heimildum DV skildist
einhverjum starfsmönnum að
styttri vaktir væru liður í að stytta
vinnuvikuna og þeir því óánægðir
með launalækkunina, sem var
upprunalega tilkynnt í sumar.
Samkvæmt upplýsingum frá
ISAVIA munu þessar breytingar
vera liður í aðgerðum ISAVIA
til að bregðast við fækkun
ferðamanna á Keflavíkurflugvelli
og miða að því að ekki þurfi að
fækka stöðugildum umfram það
allra nauðsynlegasta.
„Til þess að bregðast
við fækkun farþega um
Keflavíkurflugvöll, bæði vegna
falls WOW Air fyrr á árinu og
vegna minnkandi umsvifa
flugfélaga á vetrarmánuðum þá
hafa verið gerðar breytingar sem
miða að því að draga úr kostnaði.
Breytingarnar lúta meðal annars
að breyttum starfshlutföllum,
styttingu vakta þar sem dregið
er úr yfirvinnu ásamt frestun
ráðninga í laus störf og hefur því
starfsmannafjöldi dregist nokkuð
saman á árinu vegna þessa. Vaktir
hjá starfsmönnum í öryggisleit
í 100% starfi hafa almennt verið
styttar úr 12 tímum í 11,5 tíma.
Þá hafa starfsmenn sem þess hafa
óskað getað fært sig í hlutastörf og
hefur einhver fjöldi nýtt sér það. Í
nýlegum aðgerðum er ekki ráðist
í uppsagnir heldur farið í aðrar
breytingar á vinnufyrirkomulagi
sem miða að því að draga úr
kostnaði.“
Að sögn Þórarins Eyfjörð
hjá Sameyki stéttarfélagi er
félagið meðvitað um óánægju
starfsmanna en félagið muni
berjast fyrir því að komið verði til
móts við félagsmenn í komandi
kjarasamningum.
„Þetta eru starfsmenn sem
starfa að öryggismálum hjá
flugstöðinni. Þetta er eitthvað
sem við munum taka til umræðu
í kjarasamningsviðræðunum
við ISAVIA.“ Þórarinn segir það
skiljanlegt að atvinnurekendur
hafi þurft að bregðast við
breyttum rekstrargrundvelli, sem
ISAVIA er að gera vegna fækkunar
farþega. „Það breytir því ekki að af
þessu höfum við áhyggjur og við
gerð kjarasamninga verður þetta
rætt þar sem þetta er veruleg
lækkun.“
Breytingarnar taka gildi núna
um mánaðamótin og munu hafa
áhrif á hundruð starfsmanna.
Samkvæmt ISAVIA var reynt
að gæta fyllstu aðgátar við
aðgerðirnar.
„Þessar breytingar voru gerðar
í samráði við stéttarfélög, fulltrúa
starfsmanna og trúnaðarmenn.
Var markmiðið að finna eins
milda lendingu og mögulegt var
fyrir starfsmenn flugvallarins.
Auðvitað finna allir fyrir svona
breytingum, en eins og áður
segir er óhjákvæmilegt að laga
starfsemi flugvallarins að minni
umsvifum flugfélaganna og
minnkandi tekjum.“ n
Þórarinn Eyfjörð
Erla Dóra
erladora@dv.is