Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Qupperneq 11
FÓKUS 1125. október 2019 frið fyrir nokkrum árum. Ég fékk metnað fyrir öðru. Ég er búinn að lifa lífinu nóg. Í staðinn fyrir að eyða orkunni minni í allar þessar hringekjur sem ég hef verið í síð- ustu ár, þá ákvað ég að vernda orkuna og nýta hana í tónlist og ræktun á sjálfum mér.“ Ausinn lofi Gísli Pálmi segist aldrei hafa not- ið fjárhagslega góðs af því að fæð- ast inn í Hagkaupsfjölskylduna og hefur staðið sjálfur í því að koma sér á framfæri, þar á meðal með því að standa sjálfur í mynd- bandagerð við lögin sín. Hann naut strax mikilliar hylli landans, sem og landsþekktra tónlistar- manna sem jusu hann lofi. Sölvi Blöndal í Quarashi lét til dæmis hafa eftir sér að Gísli Pálmi væri framtíðin í íslensku hipphoppi og það besta sem hann hefði heyrt í langan tíma. Gísli Pálmi tróð upp víða en það var frammi- staða hans á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2011 sem vakti hvað mesta eftirtekt og kom honum endanlega á kortið sem ein skærasta stjarna íslensks rappheims. Þá fór fjölmiðlamað- urinn Kjartan Atli Kjartansson fögrum orðum um rapparann í skoðanapistli í Fréttablaðinu árið 2013. „Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svo- leiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minn- ingunni.“ Eftir Secret Solstice-hátíð- ina 2015 skrifaði David Roach Gunnarsson eftirfarandi á vefsíð- unni Straumi: „Gísli Pálmi er fenamón. Ég veit aldrei hvað mér finnst raun- verulega um hann og hvað mér á að finnast um hann eða hvort að aðrir fíli hann af einlægni eða kaldhæðni. Fyrir mér er það hluti af aðdráttaraflinu. En akkúrat þarna þegar djúpsjávarbassinn nuddaði á mér innyflin og GP spígsporaði um sviðið eins og hani á kódeini með sjálfsálitið skrúfað í botn gat ég ekki annað en tekið minn táknræna hatt ofan í lotningu. Myndskreytingar á bak við hann eiga síðan skilið ein- hvers konar hönnunarverðlaun glæpamanna.“ Beðið eftir plötunni Gísli Pálmi var búinn að fagna mikilli velgengni í tónlistinni þegar hann loksins gaf út sína fyrstu plötu árið 2015 sem hét einfaldlega Gísli Pálmi. Loksins er vægt til orða tekið því beðið var eftir plötunni með svo mik- illi eftirvæntingu að þegar að verslun Smekkleysu var opnuð á útgáfudeginum biðu tíu manns eftir því að nálgast ein- tak af gripnum, sem af mörgum var talin plata ársins 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekk- leysu. Sama ár hitaði Gísli Pálmi upp fyrir Rae Sremmurd í Laugar- dalshöll og sló í gegn. Í Rokklandi í apríl árið 2015 opnaði hann sig enn og aftur um sína innri djöfla. „Þetta er bara alvöru tón- list. Þeir sem fíla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæð- an fyrir því að tekið er svona vel í þetta. Ég er ekkert að bulla, það þekkja margir söguna mína og vita að það sem ég er að gera er bara ekta. Ég hef ekkert að fela og hef aldrei falið neitt,“ sagði hann og bætti við að honum blöskr- aði magn fíkniefna í umferð á Ís- landi. „Það er mjög mikið af eit- urlyfjum í samfélaginu okkar. Ég hef aldrei séð jafn mikið. Venju- lega voru það háskóla- og fram- haldsskólakrakkarnir sem voru á móti því en ekki í dag […] En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur,“ sagði hann og óbeint ját- aði að hafa eitt sinn selt fíkniefni. Árásin á Bam Margera Gísli Pálmi vakti svo heimsathygli árið 2015 þegar myndband sem sýndi hann og tvo aðra karlmenn ráðast á Jackass-meðliminn Bam Margera fór í gríðarmikla um- ferð. Auk íslensku miðlanna fjöll- uðu erlendir miðlar á borð við Vice og New York Daily News um árásina. Forsvarsmenn Secret Solstice sökuðu Bam Margera um að hafa áreitt konur sem sinntu öryggisgæslu á hátíðinni. Eftir að Margera hafði farið af landi brott birti hann mynd af Gísla Pálma á Instagram-síðu sinni og sagði hann bera ábyrgð á áverkunum. Sagðist hann jafnframt hafa ver- ið að tala við einhvern og snúið undan og því verið algjörlegra óviðbúinn barsmíðum. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bam Margera, staðfesti í samtali við DV á sínum tíma að Jackass- stjarnan hefði lagt fram kæru á hendur Gísla Pálma og tveimur öðrum. Gísli Pálmi opnaði sig um atvikið í þættinum Rapp í Reykja- vík sem sýndur var árið 2016 á Stöð 2. „Það eru fimm milljón manns sem horfðu á þetta vídeó, sem ég gat séð skilurðu bara á nokkrum síðum, bara á einni viku,“ sagði hann. „Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi. Ég er ekki ofbeldismaður.“ Í sama þætti sagðist Gísli Pálmi hafa byrjað í neyslu aðeins ellefu ára gamall. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill, maður er búinn að brjótast inn úti um allt. Maður var að fjármagna neysluna sína með alls konar hætti og var með innbrotsþýfi og stolið dót,“ sagði hann og bætti við að hann hefði tekið eldri stráka sér til fyr- irmyndar. „Þegar ég var 15 til 16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Faðir vill svör Árið 2016 fjallaði Fréttablaðið um að Gísli Pálmi hefði beitt skyndi- hjálp á vin sinn sem missti með- vitund í portinu við spilastofuna Fredda. Var málið tengt við ann- an mann sem lét lífið heima hjá sér sama kvöld en grunur lék á að fentanýl hefði komið við sögu í báðum málum. „Að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins þekkti Gísli Pálmi báða mennina en hann var með tónleika umrætt kvöld. Sá sem missti meðvitund var á sviði með Gísla Pálma á tónleikunum en hann hefur lengi verið partur af teyminu hans,“ stóð meðal annars í fréttinni. Sama ár steig Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu, fram í viðtali við Vísi. Þá voru liðin tvö og hálft ár síðan Eva María lést í partíi í Vesturbæ Reykja- víkur en banamein hennar var margfaldur dauðaskammtur af efninu MDMA, einnig þekkt sem Mollý. Eva fannst látin á heimili Gísla Pálma og biðl- aði Þorvarður til rapparans að gefa sér frekari upplýsingar um dauðsfall dóttur sinnar. Áður hafði Þorvarður tvisvar vakið máls á þessu, fyrst í október árið 2014 og aftur ári síðar. Í viðtali við Vísi sagðist Þorvarður trúa því að um slys væri að ræða en vildi vita meira um þetta hörmulega atvik. „Þó að það breyti engu í dag þá er maður einhvern veginn þannig gerður að maður vill vita ástæður fyrir hlutum,“ sagði hann. „Sérstaklega þegar hlutir verða með þeim hætti sem núna var. Við hefðum gjarnan viljað vita eitthvað meira en við vitum.“ Bætti Þorvarður við að hann teldi að Gísli Pálmi væri sá sem hefði hringt í Neyðarlínuna vegna and- láts Evu Maríu. Ekki í ástandi Það var svo fyrr á árinu að það komst í fréttir að Gísli Pálmi hefði ekki troðið upp á bæjarhátíðinni Dýrafjarðardögum eins og stóð til. Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, sagði í samtali við Vísi að rapp- arinn hefði ekki verið í ástandi til að spila, því hefði honum verið meinaður aðgangur að sviðinu. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“ Má maður bara ekkert lengur Varðandi fyrrnefndar ásaknir um innbrot í Vallarási hefur DV ekki náð í rapparann til að fá viðbrögð hans um þessar þungu sakir. Eina sem hefur heyrst frá honum er á Facebook-síðu hans, þar sem hann virðist hæðast að ásökun- um Þórdísar Árnadóttur: „BÍDDU VÁÁ! má maður bara ekkert lengur.. hahaha hva er að frétta,“ skrifar hann við innleg Þórdísar þar sem hún nafngrein- ir Gísla Pálma og kærustu hans, birtir myndir af þeim og sakar þau um þjófnað. Því innleggi hefur verið eytt en önnur inn- legg Þórdísar um fundarlaun og þjófnaðinn standa enn. n „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fík- ill, maður er bú- inn að brjótast inn úti um allt. Fermdist ekki í jakkafötum úr Hag- kaupum Viðtal við ungan Gísla Pálma fermingarstrák sem birtist í DV. Range Rover og sólgleraugu Skjáskot úr myndbandi við lagið Set mig í gang. Löng bið Gísli Pálmi gaf út sína fyrstu plötu árið 2015. Árásin Skjáskot úr myndbandi af árásinni á Bam Margera. Vandaði Gísla Pálma ekki kveðjurnar Þessa mynd birti Bam Margera á Instagram - -síðu sinni eftir árásina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.