Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Qupperneq 22
Ferðafélag Íslands Hann er ljós yfirlitum, hárprúður og brosmildur og einstaklega gjöfull á gríðarlega smitandi hlátur. Hann er grannvaxinn og hár yfir meðallag og segist heita John, sem er nú alls ekki algengt nafn á gegnheilum Íslendingi. Þeir heita nú flestir bara Jón. Til viðbótar segist hann reyndar heita Snorri, eins og goðinn og rithöfundurinn Sturluson sem margir telja að hafi klifið á hæsta tind allra rithöfunda í heiminum á sinni tíð. Þessi Snorri okkar er líka svakalegur þegar kemur að því að kljást við tinda. Hann hefur nefnilega klifið fjóra af hæstu tindum heims. Hann vann það þrekvirki árið 2017 að klífa næsthæsta fjallið á jarðarkringlunni, K2 sem er 8.611 metrar yfir sjávarmáli. Á undan hafði hann klifið fjallið Lhotse og til að kóróna klifurhringinn í einni og eiginlega sömu ferðinni „skaust“ hann snöggvast á Broad Peak. Á þessu ári kleif hann svo Manaslu sem er það áttunda í röðinni yfir hæstu fjöll heims og einungis fimm fjöll eru talin vera erfiðari viðureignar. Allir þessir tindar eru yfir átta þúsund metrar á hæð. Til að átta sig á hæðinni þá er hver um sig langtum hærri en flugvélar fljúga í innanlandsflugi en lítið eitt lægri en þoturnar fljúga almennt þegar þær fara með himinskautum milli landa. Það fer vel á því að þessi mikli háfjallamaður leiði Ferðafélag unga fólksins enda hefur hann með kappsemi komið þessum nýja anga af meiði Ferðafélagsins í góðan vöxt. „Markmiðið er að hvetja ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára til að ferðast um landið sitt, kynnast landinu og vera úti í náttúrunni í góðum félagsskap og fá jafnvel fróðleik í kaupbæti,“ segir fjallagarpurinn spurður út í þennan nýlega félagsskap. Fullyrða má að öryggið sé uppmálað í öllum ferðum því reynsla Johns Snorra er gríðarleg enda hefur hann gengið víða, verið í skátum og björgunarsveitum og oft komist í hann krappann. Þannig verður það samt ekki í þessum ferðum enda áherslan á þægilegar göngur þótt stundum geti aðeins reynt á. „Mitt markmið er að allir sem vilja eigi að komast með og taki með sér góða skapið – ef ekki þá verður bara séð fyrir því,“ segir John Snorri og hlær. „Það er mikilvægt að njóta og fræðast og vera klæddur eftir veðri. Svo þarf maður auðvitað að taka með sér nesti og það er allt í lagi að gera það líka í styttri ferðunum.“ Gott fyrir byrjendur Ferðafélag unga fólksins er mjög hentugt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallamennsku og er líka frábær vettvangur til að hitta aðra á svipuðum aldri með svipuð áhugamál. FÍUng býður upp á fjölbreytta dagskrá af stuttum dagsferðum á vorin og haustin en á sumrin er farið í nokkrar lengri ferðir. John Snorri er að teikna upp veturinn núna og árið allt og er að raða ferðunum niður í dagbókina. Hann hefur fengið til liðs við sig haug af ungu fólki sem stýrir því með honum hvert verður farið. Í vetur og vor var farið m.a. á Helgafell, Akrafjall og Glym og í sumar var farið á Hvannadalshnjúk, Sveinstind, Fimmvörðuháls og í Þórsmörk. Núna í október var svo farið á Móskarðshnúka. Örugglega verður gengið um svipaðar slóðir að einhverju marki en svo farið eitthvað allt annað. Dagsferðir eru allar ókeypis fyrir félagsmenn en árgjald í FÍUng er 3.800 krónur. Fékk fjallabakteríuna í smalamennsku John Snorri fékk fjallabakteríuna kornungur og hefur ekki læknast þrátt fyrir að hafa gengið á þessu firnaháu tinda og þolað gríðarlegan kulda og nánast allar hugsanlegar raunir þess manns sem þarf að ná settu marki í návígi við himintunglin. „Ég var sendur í leitir upp á fjöll að hausti til þegar ég var bara sjö ára. Fjallkóngurinn sármóðgaði mig með því að færa mig í bókina sem hálfan mann því ég var ekki orðinn fullorðinn. Þannig hófst mín fjallamennska og ég veit ekkert skemmtilegra en að vera á fjöllum. Þótt furðulegt sé frá því að segja þá er fjallganga afslöppun í öllum sínum líkamlegu átökum og hún veitir mikla vellíðan, þetta er í raun hugleiðsla og næring fyrir líkama og sál.“ 24 tindar á 24 dögum Eins og ráða má af uppþotum Johns Snorra á háskaleg háfjöll hefur hann einstaka ánægju af áskorunum. Síðasta vetur leiddi hann hóp örfárra afar vaskra göngumanna í mesta skammdeginu á 24 fjöll í nágrenni höfuðborgarinnar, á einungis 24 dögum í jólamánuðinum sjálfum. Með honum í öllum göngum var Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins sem er ýmsu vanur, og honum þótti það vænt um átökin að núna verður þetta að öllum líkindum opið verkefni þegar nær dregur jólum. Í fyrra var þetta nokkurskonar niðurtalning til jóla, einn tindur á dag – sama hvernig viðraði. „Þetta er kannski ekki fyrir hvern sem er, en hugmyndin er samt að endurtaka þetta núna í vetur og bjóða fleirum með í fjörið,“ segir fjallahöfðingi unga fólksins. Háskóli Íslands miðlar fróðleik í ferðum Háskóli Íslands hefur unnið með FÍUng og mun gera áfram í vetur. Háskólinn hefur starfað með Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011 að fræðandi gönguferðum í borgarlandinu undir heitinu með Fróðleik í fararnesti og hafa þúsundir nýtt sér þær göngur. Í göngum FÍUng, sem Háskólinn veitir liðveislu, kemur vísindamiðlari eða fræðimaður með í förina og veitir magnaðan fróðleik um ótrúlegustu þætti sem tengjast ferðinni sjálfri og svæðinu sem gengið er um. John Snorri Sigurjónsson segir að þetta dýpki ferðina mikið og geri hana gagnlegri og skemmtilegri. Sjálfur leiðir hann allar göngur unga fólksins. Það er ekki amalegt að fá leiðsögn frá John Snorra, manni sem hefur m.a. gengið á tindana Manaslu, Lhotse, K2 og Broad Peak sem allir eru firnaháir og eftirsóttir á meðal fremsta fjallafólks veraldar. John Snorri ætlar meira að segja aftur á hættulegasta fjalla jarðar, K2 í vetur – á árstíma þegar ekkert lifandi hefur komist á þennan fræga fjallstind. „Af hverju ég ætla mér þetta,“ segir John Snorri og skellihlær og er eiginlega bara undrandi á spurningunni. „Ég ætla að sigra sjálfan mig. Þegar líkaminn öskrar á mig: hættu þessu, gefstu upp maður!!!! Þá reynir fyrst vel á mann, og þá kemur þetta aukaátak sem maður veit kannski ekki að maður eigi til. Þegar maður nær að yfirstíga þetta ákall frá sjálfum sér um að hætta… og kemst á toppinn, þá hefur maður sigrað tindinn og líka sjálfan sig.“ MAÐURINN SEM SIGRAR SJÁLFAN SIG LEIÐIR FÍUNG  JOHN SNORRI SIGURJÓNSSON HEFUR GENGIÐ Á FJÓRA AF HÆSTU OG ERFIÐUSTU TINDUM HEIMS Ferðafél g Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.