Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 26
Ferðafélag Íslands Ferðafélag Íslands hefur í sumar sett upp vegvísa á gönguleiðinni um Kjalveg hinn forna. Settir voru upp 9 vegvísar sem vísa leið á næstu áfangastaði til beggja átta og segja til um kílómetrafjölda í áfangastað. Árni Tryggvason hönnuður hefur haft umsjón með verkefninu og tók þessar myndir. Ferðafélag Íslands gaf í sumar út gönguleiðaritið Fjallabyggð og Fljóta þar sem gönguleiðum í Fljótum á ysta hluta Tröllaskagans er líst. Það er fátt sem jafnast á við mikilfengleika ysta hluta Tröllaskagans. Fjölbreytni þar er mikil, há tignaleg fjöll, hamraborgir, fjallaskörð, grösugir dalir, dalverpi og skálar sem sjaldgæfum gróðri. Dýra- og fuglalíf er mikið þar sem margar leiðir liggja nálægt sjó. Víða eru erfiðar gönguleiðir enda ekki hjá því komist á utanverðum Tröllaskaga en fjölbreytni í vali gönguleiða er mikil. Þar er að sjálfsögðu að finna léttari og styttri leiðir sem einnig er lýst í þessu riti. Svæðið er snjóþungt og eru snjóskaflar oft fram eftir sumri í hæstu fjallaskörðum, ýmist göngumönnum til trafala eða léttir þeim gönguna allt eftir aðstæðum. Í ritinu er lýst 25 spennandi gönguleiðum ásamt kortum og gagnlegum upplýsingum með hverri leið. Björn Z. Ásgrímsson er verkfræðingur og hefur hlotið menntun sem leiðsögumaður. Hann hefur stundað leiðsögn á utanverðum Tröllaskaga um árabil, þekkir svæðið vel frá unga aldri í gönguferðum, við smalamennsku og á skíðum. Ritið fæst á skrifstofu FÍ. Fjallabyggð og Fljót F æðslurit FÍ Ritið er til sölu hjá; Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík, s: 568 2533, fi@fi.is, www.fi.is á Siglufirði í Tunnunni og Sólgörðum í Fljótum FERÐAFÉLAG ÍSLANDS www.fi.is 25 gönguleiðir milli Fjallabyggðar og Fljóta Haust og vetrarferðir Ferðafélags Íslands njóta mikilla vinsælda Sex þátta röð af Fjallaskálum Íslands í umsjá Sigmundar Ernis Rúnarssonar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, hann ferðast að þessu sinni bæði um vestan- og austanvert landið og yfir það þvert og endilangt. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Ferðafélag Íslands og Fjallakofann. Skálarnir sem eru sóttir heim að þessu sinni eru í Norðurfirði og Látravík á Ströndum, á Víknaslóðum fyrir austan og uppi í Laugafelli, Hrafntinnuskeri og Hvítárnesi í óbyggðum Íslands. Þættirnir eru fjölbreyttir að innihaldi og ólíkir hver öðrum, en eiga það þó sameiginleegt að sýna jafnt skálalífið, samfélagið í kring og alltumlykjandi náttúruna sem bíður upp á gönguleiðir og fjallaklifur af öllu tagi. Á www.hringbraut.is segir meðal annars um þættina og þáttagerðina: Fyrsti þátturinn er frá skála Ferðafélags Íslands að Valgeirsstöðum í Norðurfirði á Ströndum norður, sem í raun er gamall bóndabær sem fór í eyði fyrir bráðum aldarfjórðungi, en þar er meðal annars rætt við skálaverðina Ólínu Þorvarðardóttur og Reyni Traustason, svo og heimafólkið Elínu Öglu Briem og Evu Sigurbjörnsdóttur um viðkvæmt og einstakt samfélagið á ystu mörkum Íslands. Þá er haldið á fjöllin og heiðarnar í kring, gengið meðal annars upp að einum nafntogasta fossi seinni tíma umræðu á Íslandi, Drynjanda í Hvalá sem hugmyndir eru uppi um að beisla með uppistöðulónum og virkjun. Og svo er náttúrlega komið við í kaupfélaginu á staðnum - og Krossneslaus, annað má nú ekki vera. "Það er búið að vera mikið ævintýri að taka upp þessa þætti með Birni Sigurðssyni myndatökumanni. Ekki einasta höfum við gengið tugi kílómetra, stundum heilan dag til að ná aðeins eins til tveggja mínútna efni, heldur höfum við keyrt um landið þvert og endilangt í samfellt 20 daga eða svo til að koma okkur á milli staða; fórum til dæmis þrisvar norður í Árneshrepp vegna veðurs. Ætli við eigum ekki að baki einhverja 7000 kílómetra, eða sem nemur 5 hringferðum um landið," segir Sigmundur Ernir "og oft komumst við í hann krappann; sveigðum framhjá aurskriðum og bjarghruni á Strandavegi, keyrðum á felgunni suður Sprengisand og fórum í margra tíma vegagerð til að komast yfir kambinn í Hrafntinnusker," bætir hann við - og vill þakka sérstaklega öllum viðmælendum þáttanna sem margir lögðu á sig talsvert erfið i, svo sem dagsferð í Stórurð, ellegar hvöttu þáttastjórnendur óspart áfram eins og á við um guðföður þáttanna, Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.