Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 54
54 25. október 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginDV 9. september 1982 H eimsókn þáverandi for- seta Kína, Jian Zemin, til Íslands sumarið 2002 dró heldur betur óvæntan dilk á eftir sér. Meðlimir hópsins Falun Gong boðuðu komu sína til landsins til að mótmæla Jian Zemin og þeim mannréttinda- brotum sem viðgengust í Kína. Nokkra sumardaga fyrir tæpum tveimur áratugum var um fátt annað rætt en hreyfinguna Falun Gong, enda atburðarásin hreint út sagt mögnuð. „Svarti listinn“ Þann 10. júní fullyrti Fréttablaðið að íslensk stjórnvöld hefðu fengið „svartan lista“ í hendurnar, lista yfir nöfn þeirra sem iðkuðu Falun Gong. Átti að leggja blátt bann við að iðkendurnir kæmust inn í landið vegna heimsóknar Jian Zemin. Íslensk stjórnvöld hvorki játuðu né neituðu að listinn kæmi frá Kína, en viðurkenndu tilvist listans. Í frétt Fréttablaðsins var því haldið fram að það væri krafa kínverskra stjórnvalda að Falun Gong-liðar mættu ekki koma inn í landið á með- an Jian Zemin væri hér staddur og að hann mætti ekki einu sinni berja iðkend- urna augum. Þetta samþykktu íslensk stjórnvöld. „Fyrst og fremst eru þessar aðgerðir gerðar í því skyni að tryggja allsherjar- reglu og gera íslensk- um lögreglumönn- um kleift að tryggja öryggi þjóðhöfðingja sem sækir landið heim í boði forseta íslands,“ sagði Sól- veig Pétursdóttir, þá- verandi dómsmála- ráðherra, og bætti við að einnig væri leitast við að vernda mót- mælendurna sjálfa og almenning með þessum aðgerðum. Hin umdeilda Falun Gong-hreyfing leit fyrst dagsins ljós árið 1992. Var um að ræða endurnýjun á fornri, kínverskri orkuleikfimi og héldu forsprakkar hreyfingarinnar fram að með því að gera fimm æfingar gæti fólk bætt heilsu sína svo mik- ið að lyf og hefðbundnar lækn- ingar væru óþarfi. Gekk þetta vel í nokkur ár og fjölgaði meðlimum Falun Gong hratt og örugglega. Í ársbyrjun 1999 voru um fimmtíu milljónir manna farnar að kenna sig við Falun Gong, ekki bara í Kína heldur víðs vegar um heim- inn. Í apríl sama ár hófust ofsókn- ir á hendur Falun Gong-liðum, og var það meðal þess sem iðkend- urnir vildu mótmæla á Íslandi. „Við vitum ekki af hverju þess- ar ofsóknir hófust. Líklegast hef- ur stjórnvöldum ekki litist á það hversu margir voru farnir að stunda Falun Gong og þess vegna litið á þetta sem ógnun við yfir- valdið. Það er í sjálfu sér fárán- legt því Falun Gong er ekki pólit- ískt fyrirbæri – það eina sem við gerum er að stunda æfingar og tala fyrir bættri siðvitund og friði. En síðan bann var lagt við Falun Gong hafa yfir 50.000 manns ver- ið handteknir, meira en 10.000 hafa verið sendir í þrælkunar- búðir án dóms og laga, 200 hafa verið dæmdir í fangelsi og 1.000 manns hafa verið vistaðir á geð- sjúkrahúsum. Það versta er að yfir 200 manns hafa svo verið drepn- ir fyrir það eitt að leggja stund á æfingarnar,“ sagði Kevin Yang, Falung Gong-iðkandi í samtali við DV þann 10. júní 2002. Sagði hann tilgang Falun Gong á Ís- landi vera fyrst og fremst friðsam- legan. „Við erum stödd hér á landi til þess með friðsemd að biðja for- seta Kína að hætta ofsóknunum og til að segja Íslendingum hvað Falun Gong er í raun og veru. Við erum friðsamlegt fólk sem leggj- um stund á öndunaræfingar og hugarleikfimi en erum ekki of- beldisfullir mótmælendur. Við erum samfélaginu skaðlaus og vonumst til að Íslendingar styðji okkur í baráttunni til að ná fram mannréttindum í Kína, svo sem trú- og málfrelsi.“ Spilað inn á veikleika lögreglu Svo fór að um sjötíu iðkendum Falun Gong var synjað um inn- komu í landið í kjölfar frétta um „svartan lista“ stjórnvalda. 26 þeirra komu með flugvélum frá Bandaríkjunum og voru flutt- ir í Njarðvíkurskóla þar sem þeir voru í haldi lögreglu. Á fimmta tug félaga í Falun Gong, sem komu frá Kaupmannahöfn um hádegi, og nokkrum með síðdeg- isvélum frá Evrópu, var einnig synjað um landvist. Flestir voru af asískum uppruna þótt fólk af ýmsum þjóðernum væri í hópn- um. Sólveig Pétursdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að hún efaðist um að áætlanir hópsins væru jafn friðsamlegar og gefið hefði verið út. „Með þessari aðferð er hreyf- ingin að spila inn á veikleika ís- lensku lögreglunnar sem er fámenn, en um leið að spilla opin- berri heimsókn erlends þjóð- höfðingja til landsins. Það er ljóst að íslenska lögreglan, eins góð og vel þjálfuð og hún er, getur ekki tekist á við fjöldamótmæli og um PINNAMATUR V e i s l u r e r u o k k a r l i s t ! Bjóðum uppá fjölda tegunda PINNAMATS OG TAPASRÉTTA Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Falun Gong fíaskóið n Heimsókn Falun Gong setti allt úr skorðum nokkra sumardaga árið 2002 n Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd Hvaðan kom listinn? Það fór illa ofan í landsmenn að Kínverjar hefðu svo mikil ítök á Íslandi. Mættur Jian Zemin mætti til landsins, þótt honum hafi verið ógnað af veru Falun Gong-liða á landinu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.