Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Qupperneq 62
62 FÓKUS 25. október 2019 Laun 5 áhrifavalda n Gríðarlegir peningar í húfi n Umdeild atvinna Á hrifavaldar er vaxandi starfs- stétt en þeirra tekjur byggjast á því að fá greitt fyrir að auglýsa vörur. Óljóst hefur verið nákvæm- lega hve mikið áhrifa- valdar fá greitt fyrir vinnu sína, en nú virð- ist vera í tísku að vinna með áhrifavöldum sem eru með að hámarki fimmtíu þúsund fylgj- endur á Instagram, líkt og nokkrir áhrifavaldar á Íslandi hafa áorkað. Huffington Post fékk uppgefið hjá fimm bandarískum áhrifa- völdum hvað þeir fá borgað fyrir eitt ver- kefni, án þess að til- greina hvaða fyrirtæki réð þá til vinnu. Þótt launagreiðslurnar séu afar einstaklingsbundn- ar, þá gefa upplýs- ingarnar góða mynd af því hve hægt er að þéna mikið sem áhrifavaldur úti í hinum stóra heimi. Tomi er tísku- og lífsstílsáhrifa- valdur sem býr í Charlotte í Norður- Karolínu. Hún er með tæplega nítján þúsund fylgjendur á Instagram og fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir þremur árum. Samningurinn: Ein Instagram-fær- sla með tveimur ljósmyndum sem ljósmyndari, sem Tomi réð til verksins, tók. Þá fékk hún einnig tvo kassa af túrtöppum, en varan þurfti að sjást á myndunum. Laun: 1.000 dollarar, tæplega 125.000 krónur. Önnur samningsatriði: Tomi mátti ekki vinna fyrir samkeppnisaðila næstu þrjá mánuðina. Fyrirtæk- ið mátti nota myndirnar hennar á samfélagsmiðlum, í fréttabréfum og á heimasíðu sinni. Audree er tísku- og lífsstílsáhrifa- valdur og stílisti sem býr í New York. Hún er með rúmlega 31 þús- und fylgjendur á Instagram og fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir fjór- um árum. Samningurinn: Ein bloggfær- sla eða YouTube-myndband, tvær Instagram-færslur sem sýndu Audree nota nýja vöru, ein Instagram-saga með möguleika á að tengja við hlekk og ein Face- book-færsla með hlekk á blogg- færsluna. Hún réð tökumann til að vinna með henni að verkefninu. Laun: 3.500 dollarar, tæplega 444.000 krónur. Önnur samningsatriði: Hún mátti ekki vinna fyrir aðra þremur dög- um fyrir og eftir að hún birti keypta efnið. Fyrirtækið mátti nota efnið frá henni í auglýsingum og á sam- félagsmiðlum. Emmalynn er tísku-, ferðalaga- og lífsstílsáhrifavaldur sem býr í Seattle. Hún er með tæplega þrjátíu þúsund fylgjendur á Facebook og fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir þremur árum. Samningur: Ein Instagram-færsla með þremur ljósmyndum, ein Instagram-saga með fimm römmum og hlekk á vefsíðu fyrirtækis- ins og átta ljósmyndir sem fyrirtækið mátti nota á heimasíðu sinni. Laun: 1.500 dollarar, tæplega 190.000 krónur, og 100 dollara gjafa- kort, andvirði tæplega 12.500 króna. Önnur samningsatriði: Fyrirtækið mátti nota allt efni frá henni í eitt ár. Sarah er tískuáhrifavald- ur í New York með tæplega fimmtíu þúsund fylgjendur á Instagram. Hún fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir fjórum árum. Samningur: Tvær Instagram- -færslur og að lágmarki fimm Instagram-sögur, þar af að minnsta kosti ein með hlekk á fyrirtækið. Laun: 1.800 dollarar, eða rúm- lega 220.000 krónur, og 750 dollara inneign, andvirði tæp- lega 94.000 króna. Caitlin er tísku-, fegurðar- og lífsstílsáhrifavaldur sem býr í Chicago. Hún er með um 25 þúsund fylgjendur á Instagram og fékk fyrsta laun- að verkefnið fyrir þremur árum. Samningur: Ein Instagram- færsla og átta rammar í Instagram-sögu. Laun: 2.000 dollarar, eða tæp- lega 250.000 krónur. Önnur samningsatriði: Hún mátti ekki vinna fyrir samkeppnisaðila í tvo mánuði og fyrirtækið mátti nota efni frá henni í stafrænu formi í sex mánuði. To m i O be be (@ go od to m ich a) Au dr ee K at e L op ez (@ si m pl ya ud re ek at e) Emmalynn (Emma) Cortes (@emmasedition) Sa ra h Ch iw ay a (@ cu rv ily ) Caitlin Patton (@caitpatton)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.