Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Page 66
66 25. október 2019STJÖRNUSPÁ
stjörnurnar
Spáð í Afmælisbörn vikunnar
n 27. október Jóhann Berg Guðmundsson knattspyrnukappi, 29 ára
n 28. október Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaður, 47 ára
n 29. október Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, 39 ára
n 30. október Jón Jónsson tónlistarmaður, 34 ára
n 31. október Sigríður Björk Bragadóttir, eigandi Salt eldhús, 59 ára
n 1. nóvember Ólafur Þór Jóelsson fjölmiðlamaður, 47 ára
n 2. nóvember Helga Rós V. Hannam búningahönnuður, 51 árs
T
ónlistarmaðurinn Krist-
inn Óli Haraldsson, sem er
betur þekktur sem Króli, er
kominn á fast með Ragn-
hildi Birtu Ásmundsdóttur, nema
í samtímadansi í Listaháskóla Ís-
lands. DV fannst því tilvalið að
athuga hvernig þau eiga saman ef
rýnt er í stjörnumerkin.
Ragnhildur er bogmaður og
Króli er sporðdreki. Ef þessi tvö
merki vilja að sambandið verði
farsælt og langlíft þá verða þau
að fara sér hægt, gefa sér tíma í
að kynnast hvort öðru undir yfir-
borðinu. Ef þessi tími er ekki tek-
inn þá gætu þau hæglega farið
fram úr sér og þá flosnar fljótt upp
úr sambandinu. Þessi þolinmæði
á fyrstu vikum sambandsins mun
borga sig.
Bogmaðurinn þrífst á breyting-
um og er einstaklega jákvæður. Því
gæti bogmanninum liðið óþægi-
lega í byrjun ástarsambands ef
sporðdrekinn er of ágengur og
athyglisfrekur. Sporðdrekinn þarf
því aðeins
að tóna
tilfinn-
ingar sín-
ar niður
þannig að
hann geti
náð einhvers
konar millivegi með
bogmanninum.
Bæði þessi merki eru ævin-
týragjörn og eru til í að kanna
nýjar lendur, læra og þrosk-
ast. Það er í raun það sem gerir
þau náin – þessi endalausa upp-
spretta nýrrar upplifunar sem
þau deila. Þetta er samband sem
er alltaf mjög lifandi og mikið í
gangi í kringum þessi tvö merki.
Bogmaðurinn gæti hins vegar
átt erfitt með þrjósku sporðdrek-
ans og sporðdrekanum finnst
bogmaðurinn stundum of mikil
kappsmanneskja. En eins og áður
segir, þá gildir gullni meðalvegur-
inn í þessu sambandi sem bæði
merki verða að reyna að finna. n
Naut - 20. apríl–20. maí
Fiskur - 19. febrúar–20. mars
Vatnsberi -
20. janúar–18. febrúar
Steingeit -
22. desember–19. janúar
Bogmaður -
22. nóvember–21. desember
Sporðdreki -
23. október–21. nóvember
Vog - 23. sept.–22. október
Meyja - 23. ágúst–22 .sept.
Ljón - 23. júlí–22. ágúst
Krabbi - 22. júní–22. júlí
Tvíburi - 21. maí–21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir 27. október – 2. nóvember
Þú býrð yfir daðurofurkröftum í þessari
viku, og raun næstu vikur. Það geislar af
þér sjarminn og þú nærð að heilla alla
sem á vegi þínum verða. Einhleypir hrútar
hafa samt engan áhuga á að gera meira
með þessa krafta en að daðra á meðan
lofaðir hrútar njóta þess út í ystu æsar að
krydda samlífið.
Þú ættir að byrja vikuna á að ganga frá
lausum endum og koma öllu í röð og reglu
sem þú hefur látið sitja á hakanum. Þér
á eftir að líða betur með að einfalda lífið
og gott væri ef þú myndir líka taka til í
kringum þig og henda, eða gefa allt það
sem þú þarft ekki. Nægjusemi er lykill
þinn að hugarró.
Þú ert rosalega einbeitt/ur þessa vikuna.
Þú ert búin/n að ganga í gegnum tímabil
þar sem þú gerir bara rétt svo það sem er
nóg og er búin/n að lalla í fyrsta gír alltof
lengi. Nú er komið að þér að taka líf þitt til
baka, fylla þig af orku með hreyfingu og
góðu mataræði, og láta alla draumana
rætast sem þú hélst að þú gætir aldrei
gert.
Lofaðir krabbar ættu að finna fleiri
tækifæri til að hækka hitastigið í
svefnherberginu og finna nýjar leiðir til að
koma makanum á óvart. Ef lífið í svefn-
herberginu er heilbrigt og gott smitast
það út í hið daglega líf og þú fyllist áður
óþekktu sjálfstrausti í samskiptum þín-
um við fjölskyldu, vini og vinnufélaga.
Þú ert voðalega þreytt/ur þessa dagana
og hugsanlega ertu ekki að fá nægan
svefn. Þú skalt setja það í forgang í
þessari viku að koma þér í rútínu. Prófaðu
að hafa fastan háttatíma og vakna á
hverjum morgni á sama tíma. Þá hefurðu
alltaf fastan punkt í tilverunni, alveg
sama þótt óreiða ríki á öðrum sviðum.
Það er ákveðin breyting innra með þér.
Þú nærð að sleppa lógík og skynseminni
í smá stund og lætur tilfinningar og
hjartað ráða för. Þú átt rétt á því og þú
hefur líka gott af því að vera ekki svona
smámunasöm/samur alltaf. Vittu til – þú
gætir komið þér sjálfri/um á óvart með
þessari hugarfarsbreytingu.
Þú ert metnaðarfullur einstaklingur
að eðlisfari og þessa dagana veltir þú
mikið fyrir þér hvernig þú ætlar að fara
að því að ná öllum markmiðum þínum
í ljósi breyttra aðstæðna heima fyrir
og í vinnunni. Þú veist að þú þarft að
fjármagna þessi markmið og því veitir
það þér hugarró að setjast niður og gera
plan um hvernig þú ætlar að haga þínum
málum næstu vikurnar.
Það hefur verið einhver lægð yfir þér.
Ekkert til að hafa áhyggjur af, en það er
mikilvægt að þú komir þér upp úr þessari
lægð hratt og örugglega svo þú náir að
njóta lífsins til hins fyllsta. Þú færð upp-
ljómun um hvað þig langar að taka þér
fyrir hendur næst og ferð á fullt að reyna
að komast að endatakmarkinu.
Þú hefur lítinn áhuga á að vera mikið á
meðal fólks næstu daga og vikur. Þig
langar frekar að halda þig inni í kósígall-
anum og hjúfra þig undir teppi, enda
orðið hreint út sagt skítkalt. Það er í góðu
lagi að vera einn með sjálfum sér og mikil
kúnst að kunna það. Þá kúnst kannt þú
betur en flestir aðrir. Njóttu!
Það hefur verið ótrúlega mikið að gera
hjá þér síðasta mánuðinn og eitt verkefni
tekur við af öðru, bæði í leik og starfi. Nú
er hins vegar annríkinu að ljúka og þú ert
í óðaönn að skipuleggja skemmtilegt frí
þar sem þú endurhleður batteríin, hittir
fólk á sama reki og þú og nærð að slaka
almennilega á.
Í vinnunni er búið að vera mikið að gera
hjá þér og þú hefur verið að vinna að
verkefni sem gæti svo sannarlega komið
þér á kortið. Nú styttist í lokahnykkinn
og vittu til – þetta verkefni mun hafa svo
góðar afleiðingar fyrir þig og koma þér á
þann stað sem þig hefur alltaf dreymt um
að vera á. Ekki gefast upp!
Mér sýnist þú vera á höttunum eftir
nýju húsnæði og ætlir jafnvel að stækka
við þig. Slík ákvörðun krefst mikillar
umhugsunar og þú þarft að vega og meta
hve mikið þú ræður við. Þú vilt náttúru-
lega ekki demba þér í skuldasúpu með
tilheyrandi áhyggjum. Taktu yfirvegaða
ákvörðun, skoðaðu markaðinn og stattu
föst/fastur á þínu.
Hrútur - 21. mars–19. apríl
Lesið í tarot Eyþórs Arnalds
Króli og Ragnhildur á vængjum ástarinnar
– Svona eiga þau saman
Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir
Fædd 9. desember 1999
Bogmaður
n örlát
n góð kímnigáfa
n heiðvirð
n opinská
n lofar upp í ermina á sér
n óþolinmóð
Kristinn Óli Haraldsson
Fæddur: 2. nóvember 1998
Sporðdreki
n ráðagóður
n hugrakkur
n ástríðufullur
n þrjóskur
n á erfitt með að treysta
n dulur
Ekki verður aftur snúið
H
lutabréfaviðskipti Ey-
þórs Arnalds, borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins, í
Morgunblaðinu hafa ver-
ið mikið á milli tannanna á fólki
undanfarna daga og hafa ein-
hverjir kallað viðskiptin „sýndar-
viðskipti“ og talið þau vafasöm.
DV ákvað því að lesa í tarotspil
borgarfulltrúans, en lesendum er
bent á að þeir geta sjálfir dregið
sér tarotspil á vef DV.
Á að gefa eftir
Fyrsta spilið sem kemur upp hjá
Eyþóri er Stríðsvagninn. Það
táknar metnaðinn og drifkraft-
inn sem býr innra með Eyþóri
og hann virðist geta náð öllum
sínum markmiðum, ekki síst af
því að hann veit hvar tæki-
færin liggja. Hann er líka
óhræddur við að fara
ótroðnar slóðir í líf-
inu. Hann er hins vegar
ekki að nýta hæfileika
sína rétt og þarf að leysa
úr þeim vanda. Hann þarf
að passa það í framtíðinni
að vera varkár þegar hann
sleppir tækifærum úr greip-
um sínum. Hann má
ekki sýna of mikið
fljótræði og verður
að spá og spekúlera
vel í hlutunum.
Mannlegi þáttur-
inn á það til að
standa í veg-
inum fyrir
Eyþóri og er honum ráðlagt að
gefa eftir ef vandamál koma upp
milli hans og þeirra sem hann
umgengst í starfi sem og persónu-
lega. Eyþór er fær um að takast á
við framtíðina ef hann agar sjálf-
ið með jákvæðu hugarfari og jafn-
vægi.
Krefjandi áskoranir
Næst er það Keisarinn. Merkilegt
spil sem sýnir að reynsla Eyþórs,
bæði í pólitík og viðskiptum, mun
koma sér vel. Framundan hjá
honum er stöðuhækkun í núver-
andi starfi en líklegra er að hann
breyti um starfsvettvang og tak-
ist á við nýjar, krefjandi áskoran-
ir. Eyþór stendur nú frammi fyr-
ir tækifæri sem sjaldan
birtist og ætti hann
að kanna möguleika
framtíðarinnar
gaumgæfilega. Ásetningur Ey-
þórs og ekki síður skipulag og
hagkvæmni mun leiða hann
næstu misseri að settu marki.
Hann skal einnig hafa í huga að
velferð náungans kemur honum
lengra en hann grunar.
Brúðkaup í vændum?
Loks er það spilið Breytingar.
Einn kafli er að enda hjá Eyþóri og
nýr um það bil að hefjast. Hann
skal hafa það hugfast að fagna
þegar kaflanum lýkur, sama hve
erfiður hann var. Hér eru nefni-
lega á ferð breytingar til batnað-
ar sem Eyþór mun verða var við
fyrr en síðar. Þessar breytingar
gætu verið brúðkaup, flutningar
eða fyrrnefnt nýtt starf. Eyþór og
fyrrverandi eiginkona hans fóru
nýverið hvort í sína áttina, en
hugsanlega hefur ný kona fang-
að hjarta borgarfulltrúans. Eyþór
þarf að hafa hugfast að þessar
breytingar gætu orðið erf-
iðar, eins og breytingar
eru oft, og að-
lögunarhæfni hans
kemur sér því vel
í þessu tilviki. Þó
að breytingarnar
taki á tekur Ey-
þór þeim fagn-
andi. Ekki verður aft-
ur snúið þar sem hann gefur
fortíðina upp á bátinn og tekur
opnum örmum utan framtíð-
inni og tækifærunum sem bíða
hans. n