Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 4
4 20. september 2019FRÉTTIR Syndir feðranna S varthöfði varð var við þá umræðu sem skapaðist eftir viðtal Íslands í dag við þrjú uppkomin börn umdeildra þingmanna á hægri vængnum. Svarthöfði beið raunar spenntur eftir umfjölluninni þar sem hún vakti vissulega forvitni hans. Í stuttu máli það olli þessi viðtalsþáttur alls ekki vonbrigðum og finnst Svarthöfða gaman að sjá að Ísland í dag hefur fundið smá brodd á nýjan leik. Vonandi þýðir þetta endalok þáttarins eins og hann er búinn að vera sem líktist frekar ódýrri sjónvarpsmarkaðsauglýsingu fremur en þætti um líðandi stundar. Þegar Svarthöfði fór að taka Landann fram yfir Ísland í dag vissi hann að ástandið var orðið slæmt. Eins og gefur að skilja vakti umfjöllun Íslands í dag misjöfn viðbrögð meðal almennings. Sumum fannst þetta hið besta sjónvarpsefni, að heyra niðurlút börn stjórnmálamanna tala um slæmt umtal um feður sína. Aðrir sökuðu sjónvarpsþáttinn að um ganga erinda elítunnar og veltu fyrir sér hvort viðtölin ættu að bera út þann boðskap að stjórnmálamenn væru yfir gagnrýni hafnir því þeir ættu börn, þó að þeir hefðu jafnvel drukkið sig í óminni og drullað yfir minnihlutahópa. Áhugaverð skoðanaskipti finnst Svarthöfða. Svarthöfði er hins vegar á því að þetta útspil í Ísland í dag hafi verið allt í senn; klókt, rammpólitískt, áhugavert og drepfyndið. Börnin virðast líka vera efni í afbragðsspunameistara. Því hvað snertir fólk meira en sorgmædd börn sem þurfa að gjalda fyrir gjörðir feðra sinna? Þvílíkt sjónvarpsefni! Á svipstundu eru allar misgjörðir pabbanna gleymdar. Þeir verða mannlegir, eiga börn, gráta í kodda og barma sér yfir ómaklegri gagnrýni. Gagnrýni á gjörðir sem eru samt tvímælalaust á tíðum mjög gagnrýnisverðar. Svarthöfði verður því að taka hjálminn ofan fyrir þessum börnum, feðrum þeirra og dagskrárgerðarfólki Íslands í dag. Það er afrek að ná með nokkrum mínútum í sjónvarpi að útmá hatur og reiði fólks út í fordómafulla og oft á tíðum brotlega hegðun nokkurra frammámanna. Það mætti segja að þarna hefðu pabbarnir sloppið eins og smjör á smokknum hjá Friðriki Ómari. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Að minnsta kosti fjórir karlmenn sem gegndu hlutverki „Marlboro- mannsins“ í tóbaksauglýsingum dóu úr lungnakrabbameini. Hákarlar hafa ekki bara eitt húðlag heldur tvö. Hunang er eini maturinn sem skemmist ekki. Samkvæmt könnun háskólans Queens í Belfast, vinna örvhentir hraðar. Meðal manneskja eyðir um sex þúsund krónum á fyrsta stefnumótinu. Hver er hún n Hún fæddist á Akureyri þann 4. september árið 1986. n Hún útskrifaðist af félagsfræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð árið 2006. n Hún hefur lokið meistaraprófi í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. n Hún hefur starfað sem sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum og verið aðalmaður í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar. n Hún er dyggur hundaeigandi. SVAR: SEMA ERLA SERDAR DULARFULLA GLASA- MÁLIÐ LOKSINS LEYST n Sumir héldu að glösin væri skilaboð úr undirheimunum n DV birtir viðtal við listamanninn á bak við glösin U ndanfarna mánuði og ár hafa fjölmiðlar greint frá dularfullum glösum á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar. Margar kenningar voru á kreiki um glösin, en sumir hafa haldið að þau væru skilaboð úr undirheimum Reykjavíkur varðandi fíkniefnasmygl. Þær kenningar virðast þó einungis ver getgátur og ekki byggja á neinum sannleik. Listamaður, sem neitar að koma fram undir nafni, og karakter hans, Léttfeti, lýsa á hendur sér ábyrgð á þessum dularfullu glösum, sem eru hluti af gjörningi. Þetta kemur fram í viðtali blaðamanns við listamann þennan. Listamaðurinn segir gjörninginn heita Smelligaldur og fullyrðir að hann hafi nú staðið yfir í tuttugu ár, þótt hann sé bara rétt að byrja. Hefur ekkert að gera með fíkniefnasmygl Karakterinn Léttfeti er þó frumkvöðullinn og innblásturinn að verkinu. „Léttfeti er karakter sem hefur gaman af því að lifa, hefur gaman að litum, hefur gaman að lífinu og er glaður í hjarta sér. Þetta tengist ekkert fíkniefnum eða neinu svoleiðis,“ segir listamaðurinn og bætir við að gjörningurinn snúist um gleði og öryggi og hann hafi enga illa merkingu. „Hugmyndin kom bara allt í einu. Ég var bara að spreyja bolla úti og fór með hann upp eftir, þá byrjaði þetta.“ Glösunum er komið fyrir á tveimur stöðum, á Bústaðavegi við Borgarspítalann og svo á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar. Glösin eru í mörgum mismunandi neonlitum, en þeim er raðað eftir vikudögum, þó að stundum leyfi hann glösunum að vera lengur. Það eru þó ekki bara glös sem listamaðurinn kemur fyrir heldur er stundum um að ræða bolla, en listamaðurinn er með nákvæmt kerfi yfir það hvernig glas eða bolli kemur á hvaða árstíma „Ég er ekki með neina tölu á því hvað þetta hafa verið mörg glös, dettur engin tala í hug,“ Finnst öryggi sínu ógnað Upp á síðkastið hefur það reglulega komið fyrir að fólk taki glösin í burtu, þetta sárnar listamanninum sem segist ekki skilja hví fólk taki glösin, En þegar fólk fjarlægir glös þá finnst honum öryggi sínu ógnað. „Þessi gjörningur er ég og túlkun á mér, því eins og ég segi þá snýst hann um öryggi.“ Listamaðurinn segist alltaf hafa haft ánægju af neonlitum. Honum finnst þeir fanga athygli á annan hátt en aðrir litir, listamað- urinn fullyrðir nefnilega að hann eigi stærsta neonlitasafn á Ís- landi. „Neonlitir hafa alltaf kveikt í mér, þeir fanga alltaf athyglina, þá sérstaklega bleikur.“ n Jón Þór Stefánsson jonthor@dv.is Þetta merkja litir glasanna: Mánudagur – Gulur Þriðjudagur – Appelsínugulur Miðvikudagur – Grænn Fimmtudagur – Bleikur Föstudagur – Blár Laugardagur – Gulllitaður Sunnudagur – Hvítur Elskar friðinn „Þetta tengist ekkert fíkniefnum eða neinu svoleiðis.“ Litríkur Listamaðurinn elskar neonliti. „Þessi gjörningur er ég og túlkun á mér, því eins og ég segi þá snýst hann um öryggi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.