Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Side 6
6 20. september 2019FRÉTTIR
Dýrmætur
afskurður
skilinn eftir n Blöð, stilkar og þess háttar skorið af og skilið eftir í verslunum landsins n Bæði umhverfis- og sparnaðarsjónarmið
U
mhverfisvitund
almennings eykst jafnt
og þétt og virðast sífellt
fleiri átta sig á hve
mikilvægt er að spyrna fótum
gegn loftslagsbreytingum. Eins
og DV sagði frá í síðustu viku er
matarsóun einn af lykilþáttum í
loftslagsbreytingum, en jafnframt
þá þáttur sem alltof margir horfa
framhjá. Verslanir taka hins vegar
eftir einni tískubylgju, ef svo
má segja, sem umhverfissinnar
hafa tileinkað sér í meira
mæli undanfarið – það er að
fjarlægja „óþarfa“ hluta ávaxta
og grænmetis, svo sem blöð og
stilka, og skilja afskurðinn eftir í
versluninni þar sem honum er
komið í viðeigandi flokkunarkerfi.
„Þessu höfum við lengi tekið
eftir hjá fólki sem verslar hjá
okkur. Við höfum í raun ekkert
gert í þessu samt sem áður og
er ólíklegt að það breytist,“ segir
Baldur Ólafsson, markaðsstjóri
Bónuss. Sigurður Gunnar
Markússon, framkvæmdastjóri
innkaupasviðs hjá Krónunni,
tekur í sama streng en bætir
við að þetta athæfi sé ekki jafn
algengt og í verslunum Bónuss.
„Krónan hefur ekki séð ástæðu
til að bregðast sérstaklega við
þessu þar sem tilvikin eru svo fá.“
Ekki nein trix
Bæði Baldur og Sigurður segja
að afskurður fólks sem stundi
þetta fari í góðan farveg; hjá
Bónus er það lífrænn gámur
og hjá Krónunni í sérstaka
moltu fyrir ávexti og grænmeti.
Sú staðreynd að ekki allir geti
stundað jarðvegsgerð, safnað í
moltu heima hjá sér, leikur stórt
hlutverk í því af hverju fólk skilur
afskurðinn eftir í versluninni.
Hins vegar er einhver hluti fólks
sem notar þessa aðferð til að
spara nokkrar krónur.
„Auðvitað er ekki æskilegt að
fólk sé að reyna greiða minna fyrir
vörurnar en þær raunverulega
kosta með því að létta af þeim,“
segir Baldur og heldur áfram.
„Hins vegar skiljum við vel fólk
sem vill hreinsa aðeins af vörum
og gera þær snyrtilegri áður
en farið er með þær heim. Við
reynum eftir bestu getu að hafa
grænmetið snyrtilegt og það er
snyrt af og til.“
Sigurður vill enn fremur
brýna fyrir þeim sem eru í
sparnaðarhugleiðingum að
blöð, stilkar og þess háttar fylgi
ávöxtum og grænmeti af góðri
ástæðu.
„Ágætt að benda á að ástæða
þess að varan er seld svona er sú
að það lengir líftíma vörunnar.
Ekki nein trix, heldur eingöngu
gæðamál til að varðveita gæðin í
vörunni sem lengst,“ segir hann.
Afskurður ekki rusl
Ásamt því að halda utan um
grænmetið og ávextina þá er vel
hægt að nýta afskurðinn í matar-
gerð. Til dæmis er flest næringar-
efni að finna í stilk blómkáls og
brokkolís, sem og laufunum. Það
sama má segja um stilka annars
konar káls, til dæmis grænkáls.
Þúsundir í sparnað
Þeir sem fjarlægja allt sem
ekki er notað af ávöxtum
og grænmeti og skilja eftir
í versluninni ættu að vera
meðvitaðir um hvers lags
sparnaður er fólginn í því. Ef við
tökum dæmi um meðalstóra
rauða papriku og reiknum með
að stilkurinn, og eitthvað af
innvolsinu, sé fjarlægt úr henni
í matvöruverslun áður en hún
er vigtuð og greidd þá er hægt
að áætla að paprikan sé um 10
prósentum léttari þegar hún
kemur á kassann í versluninni.
Kílóverð á papriku: 549 kr.
1 paprika ca. 250 g: 137 kr.
Verð án stönguls: 123 kr.
Sparnaður per papriku: 14 kr.
Ef keyptar eru fimm paprikur
á viku sparast 70 kr. á viku.
Það samsvarar sparnaði upp á
rúmlega 3.600 kr. á ári.
Ef keyptar eru sjö paprikur
á viku sparast 98 kr. á viku.
Það samsvarar sparnaði upp á
rúmlega 5.000 kr. á ári.
Paprikur eru jafn misjafnar
og þær eru margar og oft vegur
stilkur og innvols meira en
sem nemur tíu prósentum. Ef
reiknað er með að það vegi
þrettán prósent þá sparast 18 kr.
af hverri papriku, 90 kr. á viku ef
keyptar eru fimm paprikur og
tæplega 4.700 kr. á ári.
Mikilvæg molta
Þeir sem hafa aðstöðu heima
hjá sér og hafa ekki lyst á
afskurðinum geta stundað
jarðgerð og safnað í moltu. Á
vefnum Náttúran er að finna
ítarlegar leiðbeiningar um
jarðgerð, til að mynda hvað má
og hvað má ekki setja í moltuna.
Eftirfarandi má jarðgera:
Matarafganga, kjöt , fisk,
grænmeti og ávexti
Brauð, kex og kökur
Kaffikorg og telauf, ekki tepoka
Fisk, kjúkling og kjöt (ekki stór
bein)
Eggjaskurn, mulda
Garðaúrgang
Illgresi
Hey
Jurtir og blóm
Eldhúsrúllur og servíettur
Dagblaðapappír í ræmum
Tréflísar og sag í litlum mæli
Eftirfarandi má ekki jarðgera:
Plast, gler, málm, gúmmí,
vefnaðarvöru, bómull
Rafhlöður, lyf, spilliefni og
annan hættulegan úrgang
Vax- eða plasthúðaðan pappír
Pappír í miklu magni
Sígarettustubba eða
sígarettuösku
Viðarösku eða kalk
Ryk úr ryksugunni
Bleiur og dömubindi
Stór bein
Leirborinn kattasand
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Því er mælt með að borða stilkana
þar sem þeir innihalda vítamín
og andoxunarefni. Ef fólki hugn-
ast ekki að borða þá hráa er hægt
að snöggsteikja þá, gufusjóða eða
setja þá með í þeyting og drykki.
Annað gott dæmi eru laufin á sell-
erístilkunum. Þau eru afbragð-
skryddjurt og innihalda einnig
C-vítamín, kalíum og kalk. Varð-
andi almennan afskurð af græn-
meti er tilvalið að sjóða hann nið-
ur til að búa til grænmetissoð sem
er hægur leikur að frysta og nota
þegar að búa á til súpu. Þannig að
afskurðurinn er í raun mjög dýr-
mætur og honum ætti alls ekki að
henda. n
Í minna mæli Færri stunda
þetta í verslunum Krónunnar
en Bónuss. Mynd: Krónan
Næringarmikið Mikið af
næringarefnum eru í blöðum
og stilkum grænmetis.