Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Qupperneq 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 20. september 2019
Í
sumar voru haldnir
tveir stofnfundir fyrir
sameiningaraflið Að rótunum
sem stefnir á þátttöku í næstu
alþingiskosningum. Stofnandinn,
Ragnar Erling Hermannsson,
hefur marga fjöruna sopið,
og þekkir frá fyrstu hendi þær
brotalamir sem finna má í íslenska
kerfinu, þá einkum í mennta-
og heilbrigðiskerfinu. Hann
segir tíma kominn á gagngerar
breytingar, umbyltingu á kerfinu,
sem miði að því að ala af sér
hamingjusama þjóðfélagsþegna.
Núverandi kerfi stuðli bara að
meiri óhamingju.
Uppljómun í Brasilíu
Ragnar ánetjaðist ungur fíkniefn-
um. Hann var lagður í ein-
elti í skóla fyrir að vera öðruvísi
og þráði fátt heitar en að falla
í hópinn og líða betur. Vímu-
efnaneyslan ágerðist í gegn-
um árum og náði hámarki þegar
Ragnar var handtekinn í Brasilíu
árið 2009 fyrir fíkniefnasmygl,
sem hann hafði tekið að sér til
að losna úr fíkniefnaskuldum. Í
Brasilíu var hann áfram í mik-
illi neyslu, en á hann leituðu þó
áleitnar spurningar um hvern-
ig hann hefði endað í þessum
ógæfusporum.
„Á mínum versta tíma þarna
úti í Brasilíu fékk ég senda bókina
Gæfuspor eftir Gunnar Hersvein.
Við lesturinn opnaðist eitthvað
í huganum á mér. Síðar fékk ég
senda bókina Orðspor eftir sama
höfund. Fyrri bókin fjallar um
gildi í lífinu, en seinni bókin er
um gildin í samfélaginu. Gunnar
talar í bókinni um tannhjólið í
samfélaginu. Tannhjól sem er
bara hannað á einn hátt og virkar
bara á nákvæmlega þann hátt.
Hver sem reynir að breyta gangi
tannhjólsins er dæmdur til að
mistakast. Þetta talaði mikið til
mín. Kerfið verður ekki bætt eins
og það er, það þarf að endurhugsa
það eins og það leggur sig og
byggja það aftur upp frá grunni.
Ég var í rosalega mikilli
neyslu á meðan ég var í Brasilíu
og valdi ítrekað að setja sjálfan
mig í aðstæður þar sem ég
var niðurlægður líkamlega
og andlega. Til dæmis bauðst
mér í eitt skiptið að fara með
vini mínum í ferð í einhvern
geggjaðan strandbæ, sem
hljómaði mjög vel, hins vegar
valdi ég frekar að fara í krakkbæli.
Hvers vegna valdi ég það? Hvers
vegna gerði ég þetta? Þarna var
ég farinn að velta þessum hlutum
mikið fyrir mér.“
Hann var ekki bara farinn
að velta hlutunum meira fyrir
sér, heldur tók hann einnig
betur eftir. „Á 12 spora fundum
í Brasilíu þá tók ég eftir því að
allir höfðu sambærilega sögu að
segja í grunninn. Fólki leið illa,
þorði ekki að vera það sjálft og
leitaði í vímuefni til að líða betur.“
Ragnar fór þá að velta því fyrir
sér hvort hann og fleiri hefðu
tekið sömu hliðarsporin í lífinu ef
heildarkerfið í samfélaginu væri
betra.
Einveldi á Íslandi
Ragnar veiktist alvarlega úti í
Brasilíu og fékk í kjölfarið að fara
aftur til Íslands. Eftir að heim
var komið hélt Ragnar áfram að
taka betur eftir og sá brotalamir í
íslenska kerfinu nánast hvert sem
litið var.
„Klaustursmálið sýndi okkur
að það er einveldi á Íslandi. Ég hitti
Sigmund Davíð Gunnlaugsson,
þingmann Miðflokksins, fyrir
rælni fyrir utan jarðböðin við
Mývatn. Ég nýtti tækifærið og
þakkaði honum fyrir: „Takk fyrir
að leyfa okkur að skyggnast inn í
hugarheim ykkar þingmanna og
sýna okkur hvernig þið virkilega
hugsið. Þegar yfir níutíu prósent
þjóðarinnar vilja ykkur út af þingi
en þið sitjið samt sem fastast,
þá er það ekkert annað en bara
einveldi.“
Ragnar segir ljóst að í kerfi
sem er hannað af þeim sem mest
græða á því, þá sé erfitt að koma
í gegn breytingum til að bæta
hag almennings. Þar vill hann
að Að rótunum komi inn. Beint
lýðræði með beinni þátttöku
kjósenda í öllum ákvörðunum og
stefnumótun.
„Ég ætla ekki að sitja og semja
stefnuskrá og þess háttar. Ég vil
upphefja hugtakið lýðræði og að
stefnuskrá verði sameiginlega
samin af almenningi,“ segir
„Fólk er að vakna og sjá
hvar kúkurinn er farinn
að fljóta í þessu kerfi“
Íslenska kerfið framleiðir óhamingjusamt fólk - Þarf að endurbyggja
kerfið frá grunni - Fékk uppljómun í fangavist í Brasilíu
Erla Dóra
erladora@dv.is
MYNDIR: EYÞÓR ÁRNASONNafn samein-
ingaraflsins, Að
rótunum, vísar til
þess sem Ragnar
telur lausn á óham-
ingju Íslendinga,
að ráðast að rót
vandans, rífa kerfið
niður og byggja það
upp aftur.