Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Side 19
FÓKUS 1920. september 2019
HAUSTTILBOÐ
20% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
INNRÉTTINGUM
Í SEPTEMBER
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 9–18
Föstudaga. 9–17
Laugardaga. 11–15
S
igmundur Árnason er
fertugur, fjögurra barna
faðir. Hann starfar sem
bílasali og hefur um langa
hríð unnið við akstur hinna
ýmsu ökutækja. En hann er líka
óvirkur fíkill og tekur því hlutverki
alvarlega. Simmi, eins og hann er
alltaf kallaður, á sér langa sögu
og segist stoltur af fortíðinni því
sögu sína nýti hann til að hjálpa
öðrum.
Neyslusaga Simma hófst
þegar hann var rétt rúmlega
þrettán ára. Forsöguna rekur
hann til uppvaxtaráranna þar
sem áfengi og vímuefnaneysla
léku stórt hlutverk. „Ég upplifði
mikið tilfinningalegt óöryggi sem
barn, sem óhjákvæmilega fylgir
uppvexti í þeim viðbjóði sem
ég bjó við. Ég ætlaði aldrei að
snerta áfengi eða önnur vímuefni
enda var ég mjög hræddur við
alla vímugjafa eftir að hafa séð
skuggahliðar alkóhólismans í
mínum uppvexti. Að alast upp við
alkóhólisma gerir mig samt ekki
að þeim fíkli sem ég varð seinna,
en það hjálpaði til í ljósi þess
hve brotinn og skemmdur ég var
sem barn,“ segir Simmi og heldur
áfram.
„Allar þessar tilfinningar,
kvíði, ótti við álit annarra,
hræðslan við að mistakast, sífelld
höfnunartilfinning og að finnast
maður aldrei passa inn í hópinn,
einfaldlega hvarf þegar ég drakk
í fyrsta skipti og sömuleiðis
þegar ég notaði hin og þessi efni
í fyrsta skipti. Vímuefnin jörðuðu
erfiðar tilfinningar og létu mér
líða nákvæmlega eins og mig
hafði alltaf langað að líða. Ég gat
í fyrsta sinn sagt hvað sem var,
talað við hvern sem er, ég upplifði
mig ósigrandi. Það hafði mikið
gengið á á heimilinu, ítrekaðar
tilraunir til að hætta, meðferðir og
endalaus föll, sem endaði á því að
móðir mín einfaldlega fór úr landi
og skildi mig eftir ásamt bræðrum
mínum. Yngri bróðir minn slapp
og er í góðum málum í dag en
eldri bróðir minn náði aldrei
tökum á sínum málum. Hann
dvaldi í gistiskýlinu í nokkur ár en
endaði svo neyslusögu sína með
því að myrða mann. Í dag situr
hann á réttargæsludeild Klepps.
Hann byrjaði í neyslu töluvert
á undan mér og því var alltaf
auðvelt að nálgast efni í gegnum
hann. Kannski fullauðvelt, því
sautján ára var ég kominn í algjört
þrot. Neyslan löngu hætt að
snúast um þetta frelsi og vellíðan,
kynnast stelpum og djamma.
Lífið snerist bara um að nota og
ekkert annað.“
Stjórnlaus þegar vímuefni voru
annars vegar
Árið var 1995, Simmi var heimilis-
og atvinnulaus og búinn að brjóta
öll þau lögmál sem hann hafði
áður einsett sér að fylgja. „Ég
var farinn að neyta efna sem ég
ætlaði aldrei að prófa og nota á
hátt sem ég ætlaði aldrei að gera.
Ég hélt þessu líferni þó til streitu
næstu þrjú árin. Ég ætlaði aldrei í
meðferð, enda hafði ég þá reynslu
úr uppeldinu að meðferðir bæru
sjaldnast árangur. Fólk sneri til
baka enn verra en það fór inn, í
það minnsta mitt fólk. Það var svo
í september 1998 sem ég játaði
mig í fyrsta sinn sigraðan og
skráði mig inn á Vog. Ég hafði þá
reynt að svipta mig lífi í miklum
niðurtúr en mundi ekkert eftir
að hafa skráð mig inn þegar þeir
hringdu og tilkynntu mér að
innlögnin hefði verið samþykkt.
Ég ákvað engu að síður að mæta
og vissi að ég hefði átt að gera
þetta miklu fyrr. Ég var ákveðinn
í að verða edrú og fann í fyrsta
skipti örlitla von. Ég sótti svo
eftirmeðferð á Vík, sem ég kláraði
og gerði virkilega mitt besta.
Þaðan fór ég á áfangaheimilið
Takmarkið, henti dótinu mínu,
sem var bara einn poki, inn
á herbergi og rölti svo niður
Laugaveginn þar sem ég átti
fund. Á leiðinni rakst ég á gamlan
neyslufélaga sem kættist mjög að
sjá mig, bauð mér efni og ég datt í
það. Þetta einkennir svolítið mína
neyslusögu þangað til það rann
loksins af mér þann 5. september
árið 2009. Fram að þeim tíma var
ég algjörlega stjórnlaus þegar
vímuefni voru annars vegar,
þrátt fyrir endalausar tilraunir til
að verða edrú. Ég fór í meðferð
á sirka þriggja mánaða millibili
í mörg ár sem ég held að hafi
haldið mér á lífi, annars væri ég
ekki hér.“
Ætlaði ekki að bregðast þessu
barni
Að lokum gáfust stofnanirnar upp
á Simma, ein á fætur annarri og
þá voru góð ráð dýr. Simmi segist
þó skilja afstöðu þeirra, enda hafi
hann átt það til að falla í meðferð
eða inni á áfangaheimilum. „Ég
var rekinn úr meðferð fyrir þetta
og hitt sem er illa séð þarna,
enda var ég stjórnlaus á flestan
hátt. Ég eignaðist mitt fyrsta
barn í janúar árið 2004 og hafði
þá verið edrú alla meðgönguna.
Þá trúði ég því að þetta væri
komið. Í kjölfarið upplifði ég
svo allar þessar tilfinningar
sem fylgja því að eignast barn,
svakalega gleði og yfirþyrmandi
verndunartilfinningu. Ég ætlaði
sko ekki að bregðast þessu barni.
Fjórum mánuðum síðar féll
barnsmóðir mín og ég reyndi í
örvæntingu að sannfæra sjálfan
mig um að eitt fix myndi ekki
skaða svo ungt barn. Ég átta mig
á að heilbrigðir einstaklingar
geta ekki sett sig í þessi spor eða
skilið hvernig heili fíkils virkar, en
svona skemmist hann og verður
algjörlega háður efnum. Jafnvel
þegar maður er ekki einu sinni
að nota þau. Það er einmitt þegar
maður er edrú og er ekki að vinna
í sjálfum sér sem heilinn reynir
að finna upp leiðir til að segja að
einn skammtur sé skaðlaus. Svo
fer auðvitað allt til fjandans um
leið og maður fær sér þetta eina,
því þá vill maður alls ekki hætta.
Til að gera langa sögu stutta var
dóttir okkar að endingu tekin af
okkur þrátt fyrir að okkur hefðu
verið gefin mörg tækifæri til að
gera betur. Við gátum bara ekki
verið edrú saman.“
Ófrísk í fangelsi, eitt barn í
fóstri og annað á leiðinni
Þrátt fyrir að neyslusaga Simma
sé lengri segir hann að hér hafi
orðið ákveðin þáttaskil.
„Árið 2008 fór barnsmóðir
mín í fangelsi. Þar kom í ljós
að hún var aftur orðin ófrísk og
ástandið á mér var vægast sagt
mjög slæmt. Ég var að nota meira
en ég hafði nokkurn tímann gert
af mjög sterkum ópíumlyfjum
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
Simmi upplifði skuggahliðar
alkóhólismans í uppvextinum.