Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Page 20
20 FÓKUS 20. september 2019 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI ásamt örvandi efnum og varð rosalega veikur ef langt leið á milli skammta. Með eitt barn í fóstri og annað á leiðinni, sem ekkert útlit var fyrir að við fengjum að halda og yrði tekið strax við fæðingu, ákvað ég að snúa blaðinu endanlega við,“ segir Simmi og við tók enn ein meðferðin. Þessi var hins vegar, sem betur fer, frábrugðin hinum. „Þarna um haustið fór ég í mína síðustu meðferð á Vogi og á Staðarfell. Í þessari meðferð gerðist eitthvað. Með aðstoð ráðgjafa setti ég niður á blað plan um hvernig ég ætlaði að komast edrú út í lífið og hvernig ég ætlaði að takast á við það að eignast barn tveimur mánuðum eftir útskrift. Eins þurfti ég að hugsa til þess hvernig ég tæki því ef barnið yrði tekið af mér, en það sem mestu máli skipti var hvernig ég myndi tækla það ef barnsmóðir mín yrði ekki edrú. Yngri dóttir okkar kom í heiminn í desember og mér til óvæntrar ánægju var mér leyft að taka hana heim. Ég varð svo sannfærður um að hún yrði tekin af okkur.“ Í kjölfarið dundi annað áfall yfir í lífi Simma, sem reyndi á staðfestu hans. „Örfáum vikum síðar féll barnsmóðir mín og þá reyndi á að fylgja planinu sem ég hafði gert, einfaldlega til þess að eiga möguleika á að halda dóttur minni hjá mér. Það var ekki sjálfsagt og ég þurfti svo sannarlega að berjast fyrir henni. Hún var að vísu tekin tímabundin af mér vegna sögu minnar og það reyndist mér erfitt en ég valdi að berjast fyrir barninu mínu. Ég flutti í kjölfarið í kjallaraíbúð á vistheimili barnaverndarnefndar og bjó þar í hálft ár. Þar fékk ég þann stuðning sem ég þurfti til að komast út í lífið með hana, en ég var varanlega sviptur forsjá eldri stelpunnar. Mamma þeirra náði sér aldrei á beinu brautina, en hún lést árið 2013 og tók því miður aldrei þátt í lífi dætra okkar. En svona er þessi sjúkdómur. Hann tekur og tekur ef fólk hleypir honum að og hugsar ekki um batann sinn.“ Sjúkdómurinn umbreytir fólki í andstæðu sína Sama ár kynntist Simmi annarri konu og eiga þau saman tvö börn. „Hún var svakalega heilsteypt stelpa og í raun algjör draumadís. Tók stelpunni minni sem sinni eigin og gekk henni algerlega í móðurstað. Við byggðum saman frábært líf í tíu ár þar sem hún menntaði sig, við eignuðumst börn og komum okkur fyrir í fal- legri íbúð. Hennar sjúkdómur fór að láta á sér kræla fyrir sirka þremur árum og hefur ágerst síð- an. Í dag býr hún ekki á heim- ilinu og ekki útlit fyrir neinar breytingar þar á. Sjúkdómurinn tók hana og hún er ekki í neinum samskiptum við okkur, því miður. Það er þetta sem sjúkdómurinn gerir. Hann umbreytir fólki í and- stæðu sína og á margan hátt er saga mín að endurtaka sig. Ég er einstæður faðir með þrjú börn á heimilinu en ég hef komist að því í gegnum mína sögu að þrátt fyrir það hversu djúpt ég sökk í neyslu og hvað sem gengur á í mínu lífi þá þarf ég ekki að nota. Það er kraftaverk sem ég veit að ekki all- ir skilja, en það var sama hvort dagurinn var góður eða slæmur, jól eða páskar, ég þurfti alltaf að nota.“ Tíu ár edrú Eftir að hafa barist fyrir bata í ellefu ár fagnar Simmi nú tíu ára edrúafmæli. Honum er mikið í mun að miðla þeim skilaboðum áfram til þeirra sem standa í svipuðu sporum, að það sé von og allir eigi möguleika á að bæta úr sínum málum. „Þeim sem sjá ekkert bjart framundan vil ég segja að það er einmitt á þeim tímapunkti sem fólk á séns. Ég þurfti að komast á þann stað að skilja að hvort ég átti efni eða ekki, pening eða húsaskjól, það skipti ekki máli. Ég varð að finna örvæntinguna og fylgja leiðsögn þeirra sem náð hafa árangri. Alkóhólismi var búinn að rassskella mig sundur og saman í tvo áratugi, niðurlægja mig á allan mögulegan hátt og gera mig að þeim manni sem ég ætlaði aldrei að verða. Ég hef verið öllum megin við þennan sjúkdóm og upplifað allt sem hann hefur upp á að bjóða,“ segir Simmi og heldur áfram. „Það gekk mikið á á mínu heimili, mikið partístand, ofbeldi og vesen. Það sem skiptir máli er að komast frá því og leggja það ekki á sín börn, rjúfa hringrásina. Ég hef verið makinn, eiginmaðurinn og meðuppalandinn og hlustað á lygarnar sem fíkillinn segir. Ég hef haldið í vonina og viljað gera allt til að þurfa ekki að horfa upp á eyðilegginguna sem fólk fer í gegnum og leggur á fjölskyldu sína, börnin sín. Ég hef líka fallið í meðvirkni, en í dag veit ég að maður hefur ekki stjórn á gjörðum annarra.“ Simmi er ekki í vafa þegar hann er spurður hvað hafi verið erfiðast að standa frammi fyrir á þessari vegferð. „Af öllu því sem ég hef gengið í gegnum hefur mér reynst erfiðast að vera meðuppalandinn og horfa upp á börnin mín upplifa sama óöryggið og ég gerði sjálfur. Þau eru að fara í gegnum sama sjálfsásökunarpakkann og ég gerði í þeirra sporum en á sama tíma get ég ekkert gert til að lina þeirra sársauka. Mér er auðvitað mest í mun að börnin feti ekki sömu slóð og ég sjálfur, því ég veit manna best hvað það er sem togar krakka í þessa átt. Lélegt sjálfsmat, kvíði, ótti og upplifunin að passa ekki inn í hópinn. Þetta eru tilfinningarnar sem krakkarnir eru að reyna að slökkva á og deyfa, rétt eins og ég gerði sjálfur á sínum tíma. Félagsskapurinn skiptir sköpum þegar komið er á unglingsárin og það að byggja upp sterka sjálfsmynd. Það er til lausn á fíknivandanum, sama hversu djúpt viðkomandi er sokkinn og sama hvað hverju hefur klúðrað og misst. Það er alltaf leið út ef fólk vill hjálpina og er tilbúið að leggja á sig vinnuna. Allir eiga séns og ég hef séð það í ótal andlitum á öðrum kraftaverkum sem ég hitti í hverri viku, brosandi út að eyrum, full af lífi og hamingju.“ n „Vímuefnin jörðuðu erfiðar tilfinningar og létu mér líða nákvæmlega eins og mig hafði alltaf langað að líða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.