Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 33
Allt fyrir börnin 20. september 2019 KYNNINGARBLAÐ
Pippa kemur með partýið
heim að dyrum!
Partývörubúðin Pippa var stofnuð af tveimur sprækum, metnaðarfullum
og mjög uppteknum mömmum
árið 2016. „Við höfðum haldið
ótal afmæli og partý og tekið
eftir gríðarlegri vöntun á smart,
vönduðum og minna klisjulegum
veisluvörum á markaðnum.
Einnig höfðum við ósjaldan verið
á ferðinni á eftir veisluvörum,
fastar í föstudagstraffíkinni á milli
staða. Því fannst okkur tilvalið
að opna aðgengilega vefverslun
með fallegar og vandaðar
veisluvörur og bjóða upp á fyrsta
flokks heimsendingarþjónustu,“
segir Erna Hreinsdóttir,
framkvæmdastjóri Pippu.
Nú er ekkert mál að halda
eftirminnilegar veislur
Vefverslunin var opnuð þremur
mánuðum eftir að þessi
snilldarhugmynd kom upp og
hefur gengið vonum framar. Nú
eru meðlimir Pippu þrír og enn
fleiri þegar mikið er að gera.
„Það er greinilega eftirspurn eftir
flottum veisluvörum sem auðvelt
er að nálgast. Við erum líka alltaf
reiðubúnar að koma til móts við
viðskiptavini okkar og auðvelda
líf þeirra sem eru í óðaönn við að
undirbúa veislu. Við sendum heim að
dyrum og það er jafnframt hægt að
fá uppblásin blöðrubúnt send heim
innan höfðuðborgarsvæðisins.“
Veisluvörur sem tekið er eftir
Pippa er með fjölbreytt úrval af
veisluvörum sem henta fyrir margs
konar tilefni. „Viðskiptavinir okkar
elska að fagna tímamótum ærlega
og vilja að sjálfsögðu gera það
vel. Við vildum því að netverslunin
byði upp á öðruvísi vörur sem
tekið væri eftir, því það vilja jú allir
slá eftirminnilega í gegn þegar
þeir halda upp á hin ýmsu tilefni.
Partývörurnar okkar eru vinsælar
hjá fólki á öllum aldri. Við eigum
nokkra trausta „fastakúnna“ sem
versla við okkur fyrir hvert einasta
boð og höfum við séð um skreytingar
hjá sömu fjölskyldum aftur og aftur;
skírnir, fermingar og afmæli, jafnvel
allt á sama árinu.“
Börnin dýrka blöðrur
Pippa er með frábært úrval af
veisluvörum sem höfða jafnt til
ungra barna og unglinga. „Það
sem er algerlega ómissandi í
barnaafmælið eru blöðrur og aftur
blöðrur! Það er svo ótal margt hægt
að gera með þær og það virðist
aldrei vera nóg af þeim. Og það
besta við blöðrurnar er að þær
eru frekar saklausar. Við seljum
einungis gæðablöðrur, unnar úr
náttúrulegu latexi sem brotnar niður
í náttúrunni. Auðvitað mælum við
svo með því að gengið sé frá þeim
í viðeigandi ruslatunnu, en það má
flokka þær með lífrænum úrgangi.
Stóru númerablöðrurnar í gulli eða
silfri eru orðnar klassískar. Einnig
slá pappadiskar og servíettur í
frísklegum og fjörlegum stíl alltaf í
gegn. Það setur gríðarlega mikinn
svip á afmælið að hafa borðhaldið
litríkt. Það gleður krakkana og ekki
skemmir að fá allt veisluskrautið og
borðhaldið sent heim að dyrum.“
Blöðruskúlptúrar sem tekið er eftir
Það fer varla framhjá neinum
að þær stöllur elska blöðrur.
„Blöðruskúlptúrarnir okkar hafa
rækilega slegið í gegn síðan við
kynntum þær landanum snemma
á seinasta ári. Okkar stíll er lifandi
og skemmtilegur og algjörlega
í takt við það sem er að gerast
í veisluskreytingum erlendis.
Okkar blöðruskreytingar eru í
öllum stærðum og gerðum og
henta í allt frá litlum, krúttlegum
skírnarveislum upp í stórar 900
manna veislur. Við bjóðum upp á
boga, hjörtu og skúlptúr í okkar
vinsæla stíl. Litaþemað er svo
valið í samstarfi við þá sem
halda veisluna. Blöðruskreytingar
eiga svo sannarlega við í hinum
ýmsu tilefnum og höfum við tekið
að okkur afar fjölbreytt verk á
ólíklegustu stöðum.“
Hægt er að skoða allar vörur
og panta á heimasíðunni www.
pippa.is. Vörur eru sendar heim
með pósti og jafnan er hægt að
tryggja afhendingu innan þriggja
daga. Boðið er upp á heimsendingu
á höfuðborgarsvæðinu og getur
varan þá verið komin samdægurs ef
pöntun berst snemma. Jafnframt
er hægt að panta og vera í beinum
samskiptum í gegnum Facebook-
síðu Pippu. Við tökum vel á móti
öllum vangaveltum sem koma upp
varðandi veisluhald.
Fylgstu með Pippu á Instagram:
Pippa Vefverslun
Pippa á Facebook: Pippa Rvk