Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Page 37
FÓKUS 3720. september 2019 Blóð í bíó n Hryllingsmyndir njóta síaukinna vinsælda hjá kvikmyndahúsagestum n Á kvikmyndahátíðinni RIFF er að finna úrval fyrir aðdáendur blóðs, uppvakninga og hryllings Leikstjórann Jim Jarmusch þarf vart að kynna en hann hefur leikstýrt myndum á borð við Night on Earth, Broken Flowers, Coffee and Cigarettes, Stranger Than Paradise og Only Lovers Left Alive. The Dead Don’t Die er hins vegar hans fyrsta uppvakningamynd, og myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðnum og sló rækilega í gegn. Myndin virðist höfða meira til Evrópubúa en samlanda Jarmusch, Bandaríkjamanna, og hefur hún hlotið ansi misjafna dóma gagnrýnenda. Það þarf hins vegar lítið að kvarta yfir leikaravalinu og skartar myndin stórstjörnunum Adam Driver, Bill Murray, Tilda Swinton, Steve Buscemi og Chloë Sevigny. Í stuttu máli fjallar myndin um lögreglulið í smábænum Centerville sem þarf skyndilega að verjast innrás uppvakninga. Þótt um hryllingsmynd sé að ræða er húmorinn alltaf til staðar og leikur Jarmusch sér til að mynda með frægar persónur í uppvakningalíki. Eins og gagnrýnandi BBC bendir á þá virðist Jarmusch vera að vísa í nútímaheiminn þar sem leikararnir í The Dead Don’t Die virðast vera meðvitaðir um að þeir séu fastir í uppvakningamynd og að þeir geti lítið í því gert. Frá túniska leikstjóranum Abdelhamid Bouchnak kemur hryllingsmyndin Dachra, sem er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd og í raun fyrsta hryllingsmyndin frá Túnis. „Karakterarnir eru pirrandi, útlitið ódýrt og söguþráður endurunninn úr öðrum kvikmyndum sem samt þarf að viðurkenna að Dachra er ógeðfelld spennumynd,“ stendur til að mynda í gagnrýni Hollywood Reporter. Þótt myndin sé ekki gallalaus þá er hún allt öðruvísi en aðrar myndir frá Túnis og svalar þörf áhugafólks um hryllingsmyndir. Myndin fjallar um Yasmin, nema í blaðamennsku, sem ákveður að gera skólaverkefni um dularfulla konu sem fannst limlest fyrir 25 árum. Yasmin gerir verkefnið ásamt tveimur vinum, en dularfulla konan er læst inni á hæli og grunuð um galdur. Skólaverkefnið dregur þau í óvæntar og ógnvænlegar áttir í einangruðu þorpi, fullu af geitum, þöglum konum, dularfullu þurru kjöti og sjóðandi pottum. Frá leikstjóranum Robert Eggers kemur svarthvíta hrollvekjan The Lighthouse. Eggers er ekki ókunnugur hryllingsmyndum því hann kom sér rækilega á kortið með hryllingsmyndinni The Witch árið 2015. The Lighthouse var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí og hlaut lof gagnrýnenda. Þá er það mál manna að aðalleikararnir Robert Pattinson og Willem Dafoe sýni stórleik í myndinni, sérstaklega sá síðarnefndi, gamalreyndi jálkur. „Það er sjaldgæf ánægja að finna mynd sem er svo innilega furðuleg að maður veit ekki hvernig á að skilgreina það sem maður var að horfa á,“ segir til að mynda í gagnrýni New York Post um myndina, sem fjallar um ævintýri tveggja vitavarða. Vitaverðirnir hafa eytt alltof löngum tíma í vitanum og verða hægt og bítandi sturlaðir á afskekktri eyju við Nýja-England. Hrollvekjan er sálræn og tekin upp á 35 millimetra, svarthvíta filmu, sem gerir hana enn meira hrollvekjandi. Svo er það ein gömul og góð, sænska hryllingskómedían Evil Ed frá árinu 1995 í leikstjórn Anders Jacobsson. Myndin er háðsádeila á þá miklu ritskoðun sem gekk á í Sænsku kvikmyndastofnuninni á árunum 1911 til 1996. Aðalpersóna myndarinnar, Ed, er látin ritskoða hrollvekjur allan liðlangan daginn og byrjar smátt og smátt að missa vitið. Um er að ræða svokallaða költmynd sem er einnig óður til subbumynda níunda áratugarins. Hins vegar var það ádeilan sem kom henni í kortið og var Anders Jacobsson sjálfur til að mynda hafður að háði og spotti í sænsku sjónvarpi af Sænsku kvikmyndastofnuninni þegar að myndin kom út. Árið 2018 var einstaklega gott ár fyrir hryllingsmyndir og virðist sú tegund kvikmyndagerðar vera á mikilli uppleið. Hryllingsmyndir skiluðu rétt rúmlega níu hundruð milljónum dollara í miðasölutekjur árið 2018, um 111 milljörðum króna. Alls voru seldar tæplega hundrað milljónir miða á hrollvekjur það árið. Þær þrjár myndir sem höluðu mestu inn voru: 1. A Quiet Place Tekjur: 188 milljónir dollara Miðar seldir: 20 milljónir 2. Halloween Tekjur: 159 milljónir dollara Miðar seldir: 17,5 milljónir 3. The Nun Tekjur: 117 milljónir dollara Miðar seldir: 13 milljónir The Dead Don’t Die Stjörnuleikarar Það vantar ekki hæfileikana í leikaraliðið í The Dead Don’t Die. Evil Ed Költmynd Evil Ed er háðsádeila mikil. Galdrar og gæsahúð Dachra er fyrsta hryllingsmyndin frá Túnis. Dachra Hr yl lin gu r í m in na m æ li Á RIFF er einnig að finna ýmsar stuttmyndir með hryllingsívafi, svo sem Hand in Hand frá Sviss, Milk frá Kanada og Helsinki Mansplaining Massacre frá Finnlandi. The Lighthouse Tveir góðir Willem Dafoe og Robert Pattinson fara á kostum í The Lighthouse. Einkunnir ? 5,6/10 ? Einkunnir 54/100 5,6/10 54/100 Einkunnir ? 7,1/10 100/100 Einkunnir 89/100 7,9/10 94/100 Milljarðaiðnaður Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Áhugaverð Helsinki Mansplaining Massacre er meðal stuttmynda í hryllingsgeiranum á RIFF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.