Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 39
SAKAMÁL 3920. september 2019 FLÁRÆÐI Í FÍLADELFÍU n Í einkalífi Jimmys Logue var mikil óreiða n Í vinnunni var allt meira eða minna á hreinu n Eiginkona hans var myrt og hann grunaður um verknaðinn leitað hófanna hjá Peter Burns og leitaði þeirra í Denver. Beinagrind undir gólfborðum Um þetta leyti var Logue handtekinn fyrir rán og að lokinni afplánun hvarf hann. Johanna og afdrif hennar féllu í gleymsku og ekkert um þau hugsað fyrr en árið 1893. Þá voru verkamenn að vinna að viðgerðum í húsinu við North Eleventh Street og fundu beinagrind konu undir gólfborðum í eldhúsinu. Á einum fingri var hringur með áletruninni „Frá JL til JL“. Lögregla komst fljótlega að því að húsið hafði tilheyrt Jimmy Logue á árum áður og að Johanna hefði horfið af yfirborði jarðar. Frekari rannsókn á beinagrindinni og nokkrum munum sem fundust hjá henni tóku af allan vafa um að um væri að ræða líkamsleifar Johönnu. Leit hófst að Jimmy Logue. Logue gefur sig fram Að kvöldi 5. mars, 1895, bankaði maður upp á hjá réttarlækni Fíladelfíu. Þegar réttarlæknirinn, Ashbridge, fór til dyra sá hann nokkuð roskinn mann sem sagði: „Ég er Logue – James Logue – og ég gef mig fram, mér skilst að það sé gild handtökuskipun á mig.“ Logue hafði eytt að minnsta kosti átta undanfarinna ára í fangelsi og sagðist hafa verið í Chicago þegar hann frétti að hans væri leitað. Hann hefði komið eins fljótt og auðið var. Réttarlæknirinn fór með Logue á lögreglustöðina og hann var formlega handtekinn, en einhverra hluta vegna ákvað lögreglan að halda því leyndu og skráði hann inn sem William Casey. Það varðar framvindu sögunnar ekki neitt. Fjarvistarsönnun stenst Logue sór af sér alla sök um aðkomu að morðinu á Johönnu. Hann gaf skýrslu þar sem hann lýsti í smáatriðum ferðum sínum og Georges Mason í Boston; hvaða hótelum þeir hefðu dvalið á og jafnvel hvenær þeir fóru í leikhús og sáu leikverkið Róbinson Krúsó, sem þá var til sýninga þar í borg. Lögreglan gleypti frásögn Logue ekki hráa, en eftirgrennslan sýndi að þeir félagar höfðu í reynd verið á nefndum hótelum og allt annað reyndist standast skoðun. Erfitt var að bera brigður á fjarvistarsönnun Logue. Alphonse gefur sig Þá beindust sjónir lögreglu að Alphonse Cutaiar. Upp úr kafinu kom að Alphonse hafði í fórum sínum allmikið af skartgripum Johönnu og einnig að um það leyti sem Johanna hvarf hafði hann látið bræða gull- og silfurgripi og síðan selt. Alphonse neitaði sök og reyndi af fremsta megni að skella skuldinni á Logue. Honum var ekki trúað og var yfirheyrður tímunum saman. Axð lokum gaf Alphonse sig og sagði sem var að Jimmy Logue hefði ekkert vitað um morðið á Johönnu. Kvöldið sem Johanna hvarf Atburðarás kvöldsins sem Johanna hvarf var, að sögn Alphonse, á þá leið að hann kom, að kvöldi 22. febrúar, 1879, að Johönnu dauðadrukkinni. Hann óttaðist að hún myndi snúa aftur til New York, þar sem Logue myndi án efa ganga allduglega í skrokk á henni. Til að koma í veg fyrir það bar Alphonse Johönnu upp í svefnherbergi og batt hana þar niður í rúmið með þvottasnúru. Þar skildi hann við hana og fór aftur niður. Þgar hann síðar fór upp til að athuga með hana sá hann að hún hafði náð að velta sér og hafði kafnað í sænginni. Hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að segja þetta nokkrum manni og brá á það ráð að fjarlægja allt skart Johönnu og úr og faldi síðan líkið undir eldhúsgólfinu. Málalok Í apríl, 1896, var réttað yfir Alphonse Cutaiar vegna morðsins á Johönnu. Hann var sekur fundinn um morð og dæmdur til að hanga í hæsta gálga. Rúmu ári síðar, í júní 1897, tókst lögfræðingum Alphonse að sannfæra sýknunarnefnd um að milda dóm Alphonse. Var dauðadómnum breytt í lífstíðardóm. Og þá er sagan öll. n Byggt á murderbygaslight.com „Ég er Logue – James Logue – og ég gef mig fram, mér skilst að það sé gild handtökuskipun á mig. Hauskúpa Johönnu Tanngarðurinn sýndi svo ekki varð um villst hverjum hauskúpan hafði tilheyrt. Alphonse Cutaiar Stjúpsonur Logue var ekki allur þar sem hann var séður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.