Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Qupperneq 40
40 PRESSAN 20. september 2019 H ver er konan á bak við risastóru sólgleraugun og þetta dularfulla Mónu Lísu-bros? Þetta er Melania Trump sem er 45. forsetafrú Bandaríkjanna. En andstætt því sem síðustu þrjár forsetafrúr, þær Michelle Obama, Hillary Clinton og Laura Bush, gerðu þá lætur Melania sjaldan uppi hvað er að gerast á bak við fagurt yfirborðið. „Ég held að Melania Trump geti sagt okkur sögur sem myndu láta okkur standa á öndinni. En hún heldur þessu út af fyrir sig. Melania er eins og einhyrningur. Hún er óvenjulegasta forsetafrúin á síðari tímum í bandarískri sögu,“ segir Kate Bennett, fréttakona hjá CNN, um forsetafrúna. Í desember kemur bókin „Free Melania“ út en hún er einmitt eftir Bennett. Bennett hefur fjallað um líf Melaniu frá því í janúar í starfi sínu hjá CNN. En kannski er það Brigitte Macron, forsetafrú í Frakklandi, sem hefur komist næst Melaniu. Í nýlegu viðtali við breska dagblaðið The Guardian talaði hún um Melaniu: „Melania Trump er heillandi og athugul. Húmor okkar er svipaður. Hún elskar að grínast og hlæja. Melania er orðin góð vinkona mín,“ sagði Brigitte Macron en hún eyddi töluverðum tíma með Melaniu á meðan fundur leiðtoga G7- ríkjanna fór fram í Frakklandi fyrir skömmu. Æskuárin Melania Knavs, eins og hún hét þá, hitti Donald Trump í fyrsta sinn í samkvæmi í New York 1998. Þau gengu í hjónaband 2005. Meðal gesta í brúðkaupi þeirra voru þau Bill og Hillary Clinton sem síðar urðu erkióvinir Trump. Melania flutti til Bandaríkjanna þegar hún var 26 ára en hún er nú 49 ára. Hún starfaði sem fyrirsæta í New York og var lífið í stórborginni allt öðruvísi en lífið í heimalandi hennar, Slóveníu. Hún er frá litlum bæ sem heitir Sevnica. Faðir hennar, Viktor Knavs, var leiðtogi kommúnistaflokksins í bænum. Móðir hennar, Amalija, starfaði sem saumakona. Fjölskyldan bjó í íbúð í miðbænum. Íbúar í Sevnica gera að vonum mikið úr því að forsetafrú Bandaríkjanna sé þaðan og geta ferðamenn farið í sérstakar „Melania- rútuferðir“. Í ferðunum er sagt frá æsku Melaniu. Meðal annars fær fólk að heyra að áður en Melania, sem hét Melanija áður en hún flutti til Bandaríkjanna, hafi ræktað lauk með móður sinni. Á unglingsárunum prjónaði hún sínar eigin peysur. Fyrsta fyrirsætustarfið fékk hún þegar hún var fimm ára en það var hjá fataverksmiðju í nágrenninu. Á unglingsárunum fór hún á diskótek þar sem hún dansaði við tónlist Wham og Georges Michael. Þangað fór hún á skellinöðru með unnusta sínum. Melania var á unglingsaldri þegar hún flutti til Mílanó á Ítalíu með eldri systur sinni, Ines. Þær systur eru miklar vinkonur og er Ines sögð vera besta vinkona Melaniu. Ines á einmitt íbúð við hlið Trump Tower í New York en hún er metin á sem svarar til á þriðja hundrað milljóna íslenskra króna. Raunveruleiki sem þau vildu ekki Eftir kosningasigurinn 2016 bjó Melania áfram í New York með syni hennar og Trump, Barron. Þegar skólaárinu lauk hjá honum hálfu ári síðar flutti hún gegn vilja sínum inn í Hvíta húsið eftir því sem Washington Post segir. Kate Bennett segir að tregða Melaniu til að sinna starfi forsetafrúar sé ekkert einsdæmi. Bæði Laura Bush og Michelle Obama hafi játað að þær hafi eingöngu verið í hinu pólitíska sviðsljósi vegna eiginmanna sinna. Barbara Walters sjónvarps- fréttakona segir að starfið sem forsetafrú sé allt annað en þakklátt. Konurnar séu alltaf bornar saman við Jackie Kennedy og ef annar pólitíski vængurinn elski þær þá hati hinn þær. Kate Bennett segir að andstaða Melaniu við starfið sem forsetafrú sé þó í sérflokki. Heimildarmenn hennar segi að Donald Trump hafi lofað henni að kosningabaráttan væri bara leið til að auka viðskipti og umsvif Trump Enterprise, sem er fjölskyldufyrirtækið. Trump hafi verið sömu skoðunar og allir helstu stjórnmálaskýrendur heims um að engar líkur væru á að hann sigraði í kosningunum. „Á þann hátt eru þau föst í raunveruleika sem þau vildu ekki að yrði að veruleika,“ sagði hún í samtali við CNN. n Dulúð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hin dularfulla Melania Dularfyllsta forsetafrú sögunnar Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is M Y N D : G ET T Y IM A G ES M Y N D : G ET T Y IM A G ES M Y N D : G ET T Y IM A G ES Umkringd fjölmiðlafólki Það mæðir oft mikið á Melaniu. Hendi á hjarta Ásamt eiginmanninum, Donald Trump.„Á þann hátt eru þau föst í raun- veruleika sem þau vildu ekki að yrði að veruleika

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.