Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Page 42
42 MATUR 20. september 2019
Segðu það m
eð
Lakkrísinn góði hefur fylgt Íslendingum um
áratugaskeið og virðast vinsældir hans aldrei dvína.
Þótt lakkrís sé ekki það hollasta sem við getum látið
ofan í okkur þá má stundum gera vel við sig með einni
lúku eða svo. Einnig er einstaklega skemmtilegt að
baka með lakkrís – eitthvað sem allir lakkrísunnendur
þurfa að prófa.
Ótrúlega einfalt Það er ekkert mál að búa til lakkrís
heima fyrir.
Hráefni:
n 8 msk. smjör
n 1 bolli sykur
n 1/2 bolli „corn syrup“
n 1/2 bolli sæt mjólk („sweetened
condensed milk“)
n 1/4 bolli melassi
n 1/8 tsk. sjávarsalt
n 3/4 bolli heilhveiti
n 1 1/2 msk. anísolía
n 1 1/2 tsk. svartur matarlitur
Aðferð:
Setjið bökunarpappír í ílangt
form, sirka 23 sentimetra langt,
og smyrjið það líka. Leyfið
pappírnum að koma upp á
hliðunum svo auðveldara verði
að taka lakkrísinn úr forminu.
Setjið smjör, sykur, „corn syrup“,
mjólkina, melassa og salt í pott
og hitið yfir háum hita þangað til
það nær 130°C hita. Hér þarf að
nota hitamæli. Takið pottinn af
hellunni og blandið hveiti, olíunni
og matarlitnum út í. Hrærið vel
saman. Hellið blöndunni í formið
og leyfið þessu að kólna inn í
ísskáp í 30 til 45 mínútur. Takið
lakkrísinn úr forminu og færið yfir
á skurðarbretti. Skerið lakkrísinn
í lengjur og snúið upp á þær.
Auðvitað er líka hægt að leika
sér með þetta og hafa lakkrísinn
í laginu eins og maður vill. Setjið
herlegheitin á bökunarpappír og
aftur inn í ísskáp í 20 til 30 mínútur.
Botn – Hráefni:
n 2 1/2 bolli hveiti
n 1 msk. sykur
n 1/2 tsk. salt
n 225 g kalt smjör, skorið í teninga
n 5–6 msk. ískalt vatn
Fylling – Hráefni:
n 5–6 lítil epli (án hýðis og skorin í litla bita)
n 4 msk. maíssterkja
n 6 msk. púðursykur
n 1 tsk. kanill
n 1 msk. vanilludropar
n 1 msk. sítrónusafi
n 3 msk. lakkrísduft
Ofan á – Hráefni:
n 3 msk. smjör
n 1 egg
n 2 msk. mjólk
n 3 msk. lakkríssíróp
Aðferð:
Byrjum á botninum. Blandið saman hveiti,
sykri og salti í skál. Blandið smjörinu saman
og vinnið það inn í þurrefnablönduna með
höndunum þar til blandan líkist mulningi.
Hellið ískalda vatninu saman við, einni
matskeið í einu, og hnoðið þar til deig hefur
myndast. Skellið deiginu inn í ísskáp í um
tvær klukkustundir. Skiptið því síðan í tvo
hluta og fletjið út. Stillið ofninn á 200°C og
setjið annan hlutann í smurt bökuform.
Búið síðan til fyllinguna. Blandið öllum
hráefnum í fyllinguna vel saman í skál og
látið standa í um 30 mínútur. Sigtið mesta
vökvann frá eplafyllingunni og hellið henni
ofan á bökubotninn. Skerið strimla úr
deiginu sem þið eruð ekki búin að nota og
raðið þeim fallega ofan á eplafyllinguna.
Skerið smjörið í litla bita og setjið hér og
þar ofan á eplafyllinguna. Blandið saman
eggi og mjólk og penslið deigið sem þið
settuð ofan á eplakökuna. Bakið við 200°C
í sirka 10 mínútur. Minnkið síðan hitann
í 175°C og bakið í 30 til 40 mínútur eða
þar til bakan er orðin fallega gullinbrún.
Svo er lakkríssírópinu hellt yfir til að gera
lakkrísbragðið enn sterkara.
Kaka – Hráefni:
n 100 g smjör
n 2 egg
n 270 g sykur
n 2 tsk. lakkrískökuskraut
n 3 msk. lakkrísduft
n 130 g hveiti
n 4 msk. kakó
n smá salt
Krem – Hráefni:
n 75 g dökkt súkkulaði
n 75 ml rjómi
n 3–4 msk. lakkríssíróp
n lakkrískökuskraut (til að skreyta
með)
Aðferð:
Byrjum á kökunni. Hitið ofninn
í 200°C og smyrjið hringlaga
form. Bræðið smjörið og setjð
það til hliðar. Blandið saman
eggjum, sykri, lakkrískökuskrauti
og lakkrísdufti. Bætið smjörinu
saman við og hrærið vel.
Bætið þurrefnunum saman við
eggjablönduna og hrærið þar til
allt er orðið blandað saman. Hellið
deigi í form og bakið í lægsta
hluta ofnsins í 15 til 17 mínútur.
Svo er það kremið. Hitið rjómann
og lakkríssírópið í potti eða
örbylgjuofni þar til rjóminn byrjar
að sjóða. Saxið súkkulaði og hellið
rjómablöndunni yfir það. Leyfið
þessu að standa í smá stund og
hrærið síðan vel. Leyfið blöndunni
að kólna aðeins áður en þið hellið
henni yfir kalda kökuna. Skreytið
síðan með lakkrískökuskrautinu.
lakkrís
Hráefni:
n 150 g dökkt súkkulaði
n 90 g rjómi
n 1 1/2 msk. smjör (skorið í litla bita)
n 50 g lakkrísbitar
n 5–9 msk. lakkrísduft
Aðferð:
Saxið súkkulaðið og setjið það í skál sem
þolir háan hita. Hitið rjómann og smjör
í potti eða í örbylgjuofni þar til blandan
byrjar að sjóða. Hellið rjómablöndunni
yfir súkkulaðið og leyfið því að standa
í nokkrar mínútur á meðan súkkulaðið
bráðnar. Hrærið allt vel saman, setjið
plastfilmu yfir súkkulaðiblönduna og
geymið í ísskáp í að minnsta kosti fimm
klukkustundir, eða yfir nótt. Gerið litlar
kúlur úr súkkulaðiblöndunni og stingið
litlum lakkrísbita í miðjuna. Rúllið kúlunum
upp úr lakkrísduftinu og þá eru trufflurnar
tilbúnar.
Æðislegar la
kkrístrufflu
r
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Heimagerður lakkrís
Sænsk
kladdkaka
með lakkrís
Sjúk
lakkrís-
eplakaka