Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Qupperneq 44
44 FÓKUS 20. september 2019 F jöllistakonan Margrét Kristín Sigurðardóttir, betur þekkt sem Fabúla, sendi nýverið frá sér lagið Diamond Boy, en textasmíðin hverfist í kringum týnd börn innan samfélagsins. Hún segir málefnið mikilvægt og að menntastofnanir landsins skorti fé til þess að finna þessi börn og styðja, bæði við þau og foreldra þeirra. Tildrög lagsins voru samtal sem Fabúla átti við mann sem beittur hafði verið líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns í æsku. Fabúla var þá stödd á lagahöfundaráðstefnu á Írlandi og eftir stutt en áhrifaríkt samtal við manninn var eins og texti lagsins helltist yfir hana. „Við vorum stödd þarna, lagahöfundar víðs vegar að úr heiminum, með það að markmiði að vinna saman. Ég var að vísu ekki að vinna með þessum tiltekna manni en við tókum tal saman og ég sagði honum að ég starfaði við sérkennslu samhliða tónlistinni. Í kjölfarið fór hann að segja mér frá æsku sinni, sem einkenndist af miklu ofbeldi. Faðir hans beitti hann líkamlegu ofbeldi en samhliða var hann lagður í einelti af skólafélögum. Með öðrum orðum átti hann sér engan griðastað og upplifði sig alls staðar óöruggan. Eftir spjallið, þegar ég hafði kvatt hann, var eins og þyrmdi yfir mig, saga hans og þungi þessarar reynslu, nánast eins og hún þrýsti mér niður og áður en ég vissi af var ég farin að hágráta. Í kjölfarið samdi ég þetta lag, Diamond Boy. Þegar ég svo ákvað að gera myndband við lagið fór ég að hugsa um alla þá demantsdrengi sem gengið hafa í gegnum sams konar hörmungar. Mig langaði að fá einhvern til liðs við mig sem byggi að þessari erfiðu reynslu og hafði samband við Bárð. Ég hafði séð hann í viðtölum, tala opið um æsku sína, og þegar hann sagði já var ég honum mjög þakklát. Ég vissi að nærvera hans og þátttaka yrði sterk og sönn.“ Bárður R. Jónsson, þýðandi hjá Ríkisútvarpinu, gegndi lengi vel stöðu formanns Breiðavíkursamtakanna en hann er einn þeirra drengja sem vistaðir voru á heimilinu á árunum 1964 til 1966. Hann var þá tíu ára og mátti þola bæði líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi á Breiðavíkurheimilinu. „Mér fannst ég ekki geta gert annað en að segja já, umræðan um þessi Breiðavíkurmál hefur aldrei vafist fyrir mér. Ég stend alveg undir því að hafa verið vistaður þarna og eiga mér þessa fortíð enda finnst mér að allir ættu að standa undir sinni fortíð. Satt best að segja fannst mér gott að hún bæði mig um þetta, málefnið er gott og kemur við okkur öll.“ Breiðavík er alltaf hjá okkur Bárður á að baki skrautlega ævi en hann opnaði sig í fyrsta skipti um atvikin á Breiðavík árið 2003 í tengslum við gerð myndarinnar Syndir feðranna. Lítið gerðist um langa hríð og segist Bárður þá hafa óttast að málið félli í gleymsku. Það var ekki fyrr en DV varpaði ljósi á liðna atburði sem gerð myndarinnar komst aftur á skrið og atburðarásin fékk þann meðbyr sem til þurfti. „Ég mætti í Kastljósviðtal sem vakti mikla athygli og í kjölfarið náðist að klára myndina. Eftir að niðurstaða fékkst í hinu svokallaða bótamáli okkar hætti ég svo sem formaður Breiðavíkursamtakanna sem ég hafði gegnt í einhver ár. Fyrir mig felst lítið uppgjör í að ræða þessa hluti, ekki þannig, en ég sagði á sínum tíma að Breiðavík er alltaf hjá okkur. Börn eru alltaf að lenda milli stafs og hurðar í samfélaginu. Það er samfélagslegt vandamál og stöðugt viðfangsefni að hugsa um börnin. Umræðan hjálpar samt hiklaust.“ Spurður hvort honum finnist erfitt að ræða þessi mál, segir Bárður svo ekki vera. „Það er samt alltaf erfitt að leggja sjálfan sig til grundvallar. Maður getur rætt menntakerfið, en vanrækt börn eru vanrækt af því að foreldrar þeirra voru það líka og búa ekki við það sem þau þurfa til að geta sinnt börnunum sínum. Á vissan hátt er þetta vítahringur, en á sama tíma er svo margt sem kemur fyrir fólk í lífinu og það er ekki hægt að dæma neinn í þessu. Það er nefnilega snúið að dæma vegna þess að holdið er veikt. Við þurfum að kveða upp réttláta dóma sem hjálp er í, sanngjarna dóma.“ Löng leið til baka, þegar maður hefur á annað borð ánetjast Bárður hefur nú verið edrú í tæp fjörutíu ár en hann segir leiðina á beinu brautina bratta. „Það gerðist ekkert í mínu lífi fyrr en ég hætti í fíkniefnaneyslu. Sú leið sem ég hef farið er að ræða stöðugt við þerapista í þau 37 ár sem ég hef haldið mér „straight“ og það hefur hjálpað. Í gegnum samtalsmeðferðirnar hef ég reynt að skoða sjálfan mig til að halda utan um þetta allt saman. Það er hins vegar erfitt að segja hvort fíkniefnaneyslan sé bein afleiðing æskunnar. Það verða nefnilega ekki allir fíklar sem drekka eða prófa önnur vímuefni, en ég kem úr ákveðnum áhættuhópi. Ég kem frá brotnu heimili og ólst að hluta til upp á stofnun, pabbi var alki þótt mamma hvorki drykki né reykti. Samkvæmt erfðafræðinni Breiðavík er alltaf hjá okkur Fabúla syngur um demantsdrengi - Átján prósent íslenskra barna verða fyrir kynferðislegu ofbeldi - Fékk fyrrverandi Breiðavíkurdreng til að leika í myndbandinu Íris Hauksdóttir iris@dv.is Allir ættu að standa undir sinni fortíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.