Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 46
46 BLEIKT - VIÐTAL 20. september 2019
S
ara Barðdal, einkaþjálfari,
heilsumarkþjálfi og
eigandi Hiitfit, tilkynnti
á Instagram á dögunum
að hún ætlaði að taka sér frí frá
samfélagsmiðlum. Tilkynningin
kom fylgjendum hennar að
óvörum, enda Sara dugleg að
deila hvatningarorðum, æfingum
sem hafa góð áhrif á andlega
og líkamlega heilsu og ýmsu
öðru heilsutengdu með sínum
fylgjendum. Ástæðan fyrir þessu
skyndilega brotthvarfi Söru af
samfélagsmiðlum á sér hins
vegar langan aðdraganda og
tengist fráfalli móður hennar árið
2013 – áfall sem hún gróf djúpt
niður og ýtti til hliðar.
„Við vorum mjög nánar,
sérstaklega síðustu árin hennar,
en þá eyddum við miklum tíma
saman. Þá hafði sambandið
breyst yfir í mikla vináttu þar
sem ég var orðin fullorðin og við
áttum mikið sameiginlegt,“ segir
Sara í samtali við blaðamann
um móður sína, Lindu
Konráðsdóttur. „Hún var svo
sannarlega mín besta vinkona.
Við bjuggum einar saman þangað
til ég varð níu ára, þá eignaðist ég
yndislegan stjúpföður, þannig að
fyrstu árin mín vorum við bara
tvær saman. Hún var einstaklega
skemmtileg, ástrík, glaðlynd
og mikill húmoristi. Við gátum
skemmt okkur endalaust saman
og spjallað um allt milli himins og
jarðar. Ég sé núna eftir á hversu
heppin ég var með mömmu, hún
gaf mér svo mikið og hugsaði vel
um mig,“ bætir Sara við og brosir
blítt.
Gaf gleði á hræðilegum tíma
Móðir Söru greindist með
brjóstakrabbamein í lok árs 2008.
Meinið færðist yfir í beinin og
móðir hennar dó fimm árum
seinna.
„Hún var ótrúlega sterk og
dugleg þennan tíma og gerði allt
til að láta þetta hafa sem minnst
áhrif á lífið og okkur sem stóðum
henni næst,“ segir Sara er hún
rifjar upp þennan tíma. Þegar
móðir hennar lá á dánarbeðinum
einkenndist líf Söru af miklum
andstæðum þar sem sex vikum
áður en móðir hennar lést
eignaðist hún sitt fyrsta barn,
snáðann Alexander.
„Ég hugsa stundum að
Alexander hafi algjörlega bjargað
mér, hann gaf mér svo mikla gleði á
hræðilegum tíma. Eftirvæntingin
eftir honum gaf okkur mæðgum
einnig mikla bjartsýni og eitthvað
til að hlakka til og undirbúa. Hún
var svo spennt að fá að sjá hann
og ég er handviss um að hún hafi
náð að lengja líf sitt því hún var
svo harðákveðin í að fá að hitta
hann. Hún hafði svo gaman af
börnum og þráði ekkert meira en
að hitta fyrsta barnabarnið sitt.
Henni tókst það svo sannarlega,
en fljótlega eftir fæðingu hans
hrakaði henni hratt. Ég veit ekki
hvernig það hefði verið að hafa
ekki þennan litla ljóspunkt í lífi
mínu, hann gaf mér eitthvað gott
til að einblína á, en það leiddi
hins vegar líka til þess að ég ýtti í
burtu þessum erfiðu tilfinningum
og sorginni. Þetta var mjög
furðulegur tími, blandaður missi
og gleði, maður vissi ekki hvernig
maður átti að höndla þetta,“
segir Sara. Hún segist hafa ýtt
sársaukanum við móðurmissinn
til hliðar, algjörlega ómeðvitað,
og þegar hún horfir til baka í
dag er hún handviss um að hún
hefði ekki getað tekist á við þessar
aðstæður öðruvísi.
„Ég vildi gera allt mitt besta
fyrir Alexander og standa mig vel
í þessu nýja hlutverki, að hrynja
ofan í djúpa sorg var þess vegna
ekki í boði fyrir mig,“ segir Sara
sem lenti einnig í því að fá sýkingu
eftir fæðinguna og þurfti að liggja
á spítala. Einnig þróaði hún með
sér ofnæmi fyrir pensilíni og var
hrædd við að missa mjólkina,
eða lenda í einhverju þaðan af
verra. „Ég ákvað því að reyna að
einblína á allt þetta góða sem ég
hafði, á Alexander, vera í góðu
jafnvægi og sjá jákvæðu hlutina í
lífinu. Það hjálpaði mér mikið á
þessum tíma.“
Byrjaði strax að hlaupa
Eftir andlát móður sinnar dýfði
Sara sér í vinnu og að láta gott
af sér leiða. Hún byrjaði að
vinna í heilsubransanum þegar
Alexander var nokkurra mánaða
gamall og skráði sig í kjölfarið
í einkaþjálfaranám. Hún flutti
til Danmerkur sumarið 2015
og stofnaði Hiitfit þann 13.
nóvember, á dánardegi móður
sinnar, og varð ólétt aftur þann
vetur. Hún var því að byggja upp
fyrirtæki ásamt því að vinna í
hlutastarfi, hugsa um einn lítinn
snáða og ófrísk að öðrum.
„Eftir að Baltasar Máni kom
í heiminn haustið 2016 fór ég
á fullt að vinna sjálfstætt sem
eina fyrirvinna heimilisins. Þetta
hafa verið mjög skemmtileg og
spennandi ár. Ég var mjög góð í að
halda sjálfri mér upptekinni, sem
er algengt hjá fólki á flótta og fólki
sem auðkennir sig sem „duglegt“.
Ég sé það núna að ég var alltof
fljót í gang, ég byrjaði strax að
hlaupa, einblína á að komast
yfir þetta og halda áfram. Partur
af því var hversu góð ég er að
„hrista“ hlutina af mér. Ég er líka
frekar jákvæð og lausnamiðuð að
eðlisfari, sem hefur þjónað mér
mjög vel, en það getur líka farið
út í öfgar eins og í þessu dæmi.
Maður hristir ekki svona missi af
sér á nokkrum vikum,“ segir Sara.
Flöt og dofin
Hún segist hafa gert sér grein fyrir
því smám saman að hún var að fela
sig frá sársaukanum og sorginni.
Lokaði á
sársaukann
við fráfall
móður
Sara Barðdal missti móður sína
þegar sonur hennar var sex vikna
gamall – Ýtti burtu sorginni – Leit á
slæmar tilfinningar sem veikleika
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Hætt á samfélagsmiðlum Sara þarf að taka sér
hlé frá því að sinna fylgjendum sínum. Mynd: Aðsend