Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Side 52
52 FÓKUS 20. september 2019 eftirtektarverðustu sviðsnöfn Íslendinga9 Sviðsnöfn listamanna eru jafn ólík og þau eru mörg. Þegar kemur annars vegar að því að skapa sér nafn á erlendum velli er það nokkuð ljóst að alíslensk nöfn eru ekki mjög hagkvæm til að nota á alþjóðamarkað enda mörgum sem þykir erfitt að bera þau fram. Fyrsta reglan er þá yfirleitt sú að losna við íslenska stafi en ýmsir Íslendingar hafa gengið skrefinu lengra og skapað nafn og einkenni sem hinn almenni útlendingur færi létt með að rúlla af tungunni. Hér eru tíu dæmi um slík. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is CEASETONE ATP Iceland 2015 Day 2 (Mynd: Victoria Holt) Tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þráinsson, fæddur og uppalinn Hafnfirðingur, gengur undir listamannsnafninu CeaseTone. Hafsteinn hefur gefið út eina breiðskífu, Two Strangers, sem hlaut tilnefningu til plötu ársins 2017 á Íslensku tónlistarverðlaununum ásamt því að dúkka upp hér og þar á ýmsum topplistum. ÓBÓ Ólafur Björn Ólafsson, sem gengur undir listamannsnafninu Óbó, hefur starfað með ýmsum hljómsveitum og listamönnum síðustu ár, á borð við Sigur Rós, Jónsa, Emílíönu Torrini, Múm, Jóhann Jóhannsson, Benna Hemm Hemm, Slowblow, Úlf Hansson, Valgeir Sigurðsson og Stórsveit Nix Noltes. THOR KRISTJANSSON Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur aðeins verið að drepa niður fæti á erlendri grundu í fagi sínu. Margir hverjir muna eflaust eftir áberandi aukahlutverki hans í ævintýramyndinni Dracula Untold, en í þeirri mynd gekk hann undir því nafni sem enskumælandi einstaklingum þykir þægilegra að bera fram. HANSEL EAGLE Bolvíkingurinn Ævar Örn Jó- hannsson hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og hefur hann ýmis járn í eldinum. Hann gengur undir hinu bitastæða listamannsnafni Hansel Eagle. Eins og sagt var í Zoolander: „That Hansel, he’s so hot right now.“ THE CHARLIES ATP Iceland 2015 Day 2 (Photo by Victoria Holt) Stúlknahljómsveitin Nylon var stofnuð árið 2004 og vakti mikla athygli á sínum tíma. Seinna meir fluttu þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir til Los Angeles og hlaut bandið nafnið The Charlies. Árið 2015 ákváðu stúlkurnar að segja skilið við hljómsveitina en staðið hefur til hjá þeim að elta stjörnudrauma skemmtanabransans og finna sig á eigin sérsviði, hver í sínu lagi. Vestanhafs ganga þó dömurnar undir nöfnunum Alma Goodman, Camilla Stones and Klara Elias.STONY BLYDEN Þorsteinn Sindri Baldvinsson hefur farið víða þótt ungur sé. Hann er íslenskur leikari, rappari, söngvari, trommari og tónlistarframleiðandi. Nýlega landaði hann hlutverki í sjónvarpsþáttunum Bluff City Law og þar gengur hann að sjálfsögðu undir listamannsnafninu, Stony Blyden – sem er ekki í amalegri kantinum. Vert er að segja frá því að Blyden er ættarnafn móður hans. JACK MAGNET Jakob Frímann Magnússon hóf feril sinn án millinafns en hefur gefið út undir fangamarkinu JFM frá árinu 2003. Á níunda áratugnum reyndi hann að koma sér áfram undir nafninu Jack Magnet og stóð til að slá í gegn á heimsvísu undir því merka nafni. Jakob leiddi einnig hinn svokallaða Jack Magnet-kvintett um árabil. Þess má geta að Stuðmaðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Jobbi Maggadon í gegnum árin. Aldeilis stuð, maður. AUDI FINN Leikkonan Auður Finnbogadóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Audi Finn erlendis, hefur náð góðum árangri í Hollywood undanfarið ár og var nýlega valin besta leikkonan á bandarísku kvikmyndahátíðinni Festigious Film Festival í Los Angeles í fyrra. SBEEN AROUND Sara Magnúsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Sbeen Around, hefur verið virkur plötusnúður í Reykjavík en samhliða því semur hún hústónlist (e. house music). Söru er margt til lista lagt en hún er þriggja barna móðir og á táninginn Magnús og tvíburana Halldóru Ósk og Sigríði Lilju, einnig þekktar sem Copy/Paste. Grínlaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.