Fréttablaðið - 13.02.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.02.2016, Blaðsíða 4
Tölur vikunnar 06.02.2016 Til 12.02.2016 14.000 dýr eru í stofni hnúfubaka við Ísland en voru 2.000 í talningu 1987. 40 milljónir af skattfé er svokallað skúffufé ráðherra – sem þeir deila út eftir eigin geðþótta. 250 milljónir fékk Landspítalinn til bráðaviðhalds en bað um fimm sinnum meira. 80% fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi, sýna rannsóknir. 100.000 tonn af loðnu gefa um 12 milljarða króna í útflutningsverðmæti. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði í bréfi til flokks- félaga sinna að Samfylkingin hefði gert mörg mistök frá því að flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum árið 2007. Hann reifaði meðal annars stuðning við Icesave-samning sem ekki hefði varið hagsmuni þjóðarinnar og aðildar umsókn að Evrópusamband- inu án umboðs frá þjóðinni. Karen Sæberg Guðmundsdóttir sem er sjö ára var útnefnd skyndi- hjálparmaður ársins á 112-deg- inum. Karen bjargaði lífi móður sinnar sem fékk flogakast í heitum potti. Karen var ásamt móður sinni og Júlíusi vini sínum að leika sér í heita pottinum í garðinum þegar móðir hennar fékk flogakast. Karen hélt höfði móður sinnar upp úr og bað Júlíus vin sinn um að hlaupa inn eftir hjálp. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði á Face- book-síðu sinni að það hefði fokið hressilega í hann við að lesa frétt um að 11 ára stúlka í Fellaskóla, sem ekki er í matar- áskrift hjá Reykjavíkurborg, hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum. Stúlkan fór með 500 krónur til að kaupa pítsusneið en var neitað um það í mötuneytinu og einnig hjá skólastjóra. Þrjú í fréttum Pólitískar deilur og pítsupartí 26 26 sinnum tók lögreglan fjármuni eða flugmiða af útlendingum á árunum 2005 til 2014. læknir starfar fyrir Útlend- ingastofnun og oft er löng bið eftir nauðsyn- legri þjónustu.1 14,1 milljarður var hagnaður Icelandair Group árið 2015. heilbrigði Matvælastofnun (MAST) leggur þunga áherslu á að upplýsa uppruna og mögulega dreifingu katta flóar sem greindist á ketti í Garðabæ fyrir skemmstu. Um heim- iliskött er að ræða og því enn ekkert vitað um uppruna smitsins. Kattafló getur valdið bæði dýrum og mönnum miklum óþægindum og jafnvel veikindum. Matvæla- stofnun hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þessari óværu og leggur mikla áherslu á að reynt verði að uppræta hana. Dýralæknar á Dýraspítalanum í Garðabæ fengu grun sinn um katta flóna staðfestan á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum í síðustu viku og Matvælastofnun var til- kynnt um greininguna á mánudag. Þóra J. Jónasdóttir, sérgreina- læknir hjá MAST, segir flóna lifa á hundum og köttum, en vissulega geti manneskja borið á milli flær í stuttan tíma í fatnaði. Flóin sé kvik og eigi auðvelt með að stökkva á milli hýsla. Sjaldgæft er að flóin beri bakteríur sem valda alvarlegum sjúkdómum í mönnum. Hins vegar eru dæmi þess og því mikilvægt að uppræta flóna strax eins og tekist hefur áður – á hundum á árunum 1980 og 1984 og á innfluttum dýrum í einangrun í Einangrunarstöðinni í Reykjanesbæ árin 2012 og 2013. Þóra hvetur til þess að katta- eigendur og aðrir séu vakandi og skoði dýrin sín jafnvel sérstaklega núna. „Þetta er sníkjudýr sem við viljum alls ekki fá inn í landið, og full ástæða er til að fólk taki þetta tilvik alvarlega. Sérstaklega þar sem smitleiðirnar eru ekki enn þekktar,“ segir Þóra og vísar á upplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar. Þar má finna upplýsingar sem geta hjálpað við greiningu, og það hjálpar að fuglaflóin er almennt ekki mikið á kreiki á þessum árstíma þannig að ef maður sér eitthvað kvikt í feldi er rétt að láta dýralækni skoða dýrið. Þóra bendir á að þrátt fyrir að sníkjudýrameðhöndlunar gæludýra sé krafist áður en þau eru flutt inn til landsins þá hefur komið upp fjöldi tilfella þar sem bæði inn- og útvortis sníkjudýr hafa greinst hjá dýrum í Einangrunarstöðinni og þannig verið hægt að uppræta smitið strax. Sum þeirra sníkjudýra geta bæði smitað menn og dýr. svavar@frettabladid.is Óværa sem skaðar menn og dýr Kattafló fannst á heimilisketti í Garðabæ fyrir stuttu, en hún er ekki landlæg. Mikil áhersla er lögð á að upp- ræta óværuna enda veldur hún bæði dýrum og mönnum miklum óþægindum og jafnvel veikindum. Mælt er með því að kattaeigendur skoði dýr sín vel til að ganga úr skugga um að katta fló sé þar ekki að finna. fréttablaðið/stefán Mikilvægar upplýsingar um kattaflær l Vel sýnilegar með berum augum. l Ef dýrin klóra sér, sleikja eða bíta í húðina meira en venjulega er rétt að skoða feldinn vel. l Flærnar eru dökkbrúnar, um 1-3 millimetrar að stærð og eru því sýnilegar með berum augum. l Stundum getur verið erfitt að koma auga á flærnar sjálfar og oft auðveldara að sjá flóaskítinn. l Hafið samband við dýralækni ef grunur um flær vaknar. l Dýrin þarf að meðhöndla og samhliða þarf að gera ráðstafanir á heimilinu til að upp- ræta flærnar. l Egg flónna falla af dýrinu og klekjast út t.d. í teppum, hús- gögnum og glufum í gólfi. Lirfurnar þrífast best við stofuhita og hátt rakastig. l Lirfurnar púpa sig eftir nokkra daga og fullorðnar flær koma svo úr púpunum þegar aðstæður eru hentugar, s.s. þegar lifandi dýr eða manneskja er í hæfilegri nálægð. Heimild: Matvælastofnun viðskipTi Steinþór Pálsson, banka- stjóri Landsbankans, vill ekki úti- loka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfir- töku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. Landsbankinn óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá stjórn- endum og kaupendum Borgunar um hvers vegna bankinn hefði ekki verið upplýstur um þessar greiðslur sem nema 6,4 milljörðum króna. Borgun svaraði bankanum á þriðju- dag en þar segir meðal annars að stjórnendur hafi ekki búið yfir upp- lýsingum um hvort eða hvenær Vísa í Evrópu yrði selt né um mögulegar greiðslur og upphæð þeirra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 benti Steinþór á að stjórnendur Borgun- ar hefðu lýst því yfir að þeir hefðu vitað að Borgun ætti tilkall til hlut- deildar í þessum valrétti ef einhver greiðsla kæmi til þar. „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ sagði Steinþór. Hið sama mætti segja um marga aðra sem hefðu verslað með bréf af þessu tagi á undanförnum árum. „Aðrir hafa líka verið grandalausir. það hefði verið gott ef við hefðum verið upplýstir um þetta á sínum tíma, en við vorum það ekki.“ Steinþór segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort tilefni sé til málsóknar vegna Borgunarmálsins. - jhh / hks Bankastjórinn útilokar ekki málsókn „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ segir steinþór. fréttablaðið/VilhelM 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.