Fréttablaðið - 13.02.2016, Blaðsíða 114
Seinna undankvöldið í Söngvakeppninni verður í kvöld
Sex lög etja kappi um að komast áfram. Keppendur kvöldsins svöruðu nokkrum skemmtilegum spurningum.
Þegar ég var í háskóla í Nott-ingham byrjaði ég að vinna á bar og fór svo að reka bari aðeins síðar og hélt því áfram. Þú ert alltaf að hitta
nýtt fólk, færð að vera skapandi og
engir tveir dagar í vinnunni eru eins.
Þetta er búin að vera skemmtileg
ferð og núna ferðast ég um heiminn
og bý til drykki sem ég er viss um að
er draumur margra,“ segir barþjónn-
inn Ali Reynolds sem staddur var hér
á landi á dögunum að kenna nám-
skeið í tengslum við World Class Bar-
tending keppnina sem er ein stærsta
og virtasta barþjónakeppni í heimi.
Ísland tekur þátt í keppninni í fyrsta
sinn í ár en hún fer fram næsta haust.
Í fyrra var Ali í fjórða sæti í keppninni
og atti kappi við þrjú þúsund aðra
áhugasama barþjóna um að fá að
fara sem fulltrúi Bretlands en hann
starfar á veitinga- og kokteilastaðn-
um Hawksmoor í London.
Þegar hann er spurður að því hvort
hann hafi búist við að barþjóna-
vinnan sem hann fékk í háskóla yrði
til þess að hann ferðaðist um heiminn
er hann fljótur að neita því.
Á Hawksmoor er kokteilalist-
anum breytt mánaðarlega og segir
Ali sífelldar tilraunir vera eitt af því
skemmtilegasta við starfið.
„Maður er alltaf að læra eitthvað
nýtt. Mér finnst það vera það góða
við þennan bransa. Innblásturinn
kemur alls staðar að,“ segir hann og
heldur áfram: „Að ferðast og fá tæki-
færi til þess að sjá nýja hluti hjálpar
auðvitað til og ég mun tvímælalaust
taka einhvern innblástur með mér
héðan frá Íslandi og heim.“
Innblásturinn kemur alls staðar að
Barþjónninn Ali Reynolds var á dögunum hér á landi og hélt námskeið fyrir kokteilakeppnina World Class Bartend-
ing. Ali er á lista yfir sex bestu barþjóna heims og segir að í heimahúsi sé best að halda kokteilagerðinni einfaldri.
Ali Reynolds segir sífelldar tilraunir vera það sem geri starfið skemmtilegt. FRéttAblAðið/ERniR
Alda Dís Arnar-
dóttir flytur
lagið Augna-
blik. Alma
Guðmunds-
dóttir og
James Wong
sömdu lagið.
Þau sömdu
einnig textann
ásamt Öldu Dís.
Uppáhaldsdýrið þitt? Hundar.
Hvar á að halda keppnina hér á
landi ef við vinnum? Í tómu vatns-
verksmiðjunni í Rifi í Snæfellsbæ,
ekki spurning!
Uppáhalds Eurovisionlag allra
tíma? All Out of Luck með Selmu
Björns og Ne partez pas sans moi
með Celine Dion.
Hver viltu að verði næsti forseti
Íslands? Ég þarf að kynna mér
þessar forsetakosningar betur
en ef ég þyrfti að svara þá var ég
orðin soldið spennt fyrir Halldóru
Geirharðs.
Hver er þín helsta fyrirmynd í
lífinu? Mamma en líka allar konur
með gott sjálfstraust, það er svo
aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið!
Selma BjörnS og CelIne
DIon VorU FloTTaSTar
Pálmi Gunnarsson flytur
lagið Ég leiði þig heim.
Lag og texti er eftir Þóri
Úlfarsson.
Hvert er uppáhalds-
dýrið þitt? Hrafninn.
Hvar á að halda keppn-
ina hér á landi ef við vinnum?
Á Vopnafirði.
Uppáhalds Eurovisionlag
allra tíma? Waterloo.
Hver viltu að verði næsti
forseti Íslands? Snorri Ás-
mundsson.
Hver er þín helsta fyrirmynd
í lífinu? Móðir mín.
HölDUm keppnIna á VopnaFIrðI
Guðmundur Snorri
Sigurðarson flytur
lagið Spring yfir
heiminn ásamt
Þórdísi birnu
borgarsdóttur. Júlí
Heiðar Halldórs-
son samdi lagið
og einnig textann
ásamt Guðmundi
Snorra.
Uppáhaldsdýrið
þitt? G: Uppáhalds-
dýrið mitt er suður-
afrísk grameðla, helst gráblá, en
sætti mig alveg við annan lit. Þ: Kisa
Hvar á að halda keppnina hér á landi
ef við vinnum? G: Það þarf að halda
hana í túninu heima. Þ: Í Herjólfsdal.
Uppáhalds Eurovisionlag allra tíma?
G: Lagið sem Malta tók árið 2001. Þ:
Euphoria.
Hver viltu að verði næsti forseti Ís-
lands? G: Jón Gnarr þarf að koma sér
á Bessastaði. Þ: Er bara frekar hlutlaus
eins og er.
Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?
G: Fyrirmyndir mínar eru faðir minn,
Donald Glover & Aaron Paul. Þ: For-
eldrar mínir.
SUðUraFríSk grameðla
og kISa í UppáHalDI Elísabet Ormslev flytur lagið Á
ný. Greta Salóme Stefáns-
dóttir á lag og texta.
Uppáhaldsdýr? Kettir,
pöndur og hundar.
Hvar á að halda
keppn ina hér á landi ef við
vinnum? Í Kórnum í Kópa-
vogi.
Uppáhalds Eurovisionlag allra
tíma? Molitva – Marija Serifovic
og Love Injected – Aminata.
Hver viltu að verði næsti
forseti Íslands? Ég vil fá Vig-
dísi Finnboga aftur.
Hver er þín helsta fyrirmynd
í lífinu? Mamma mín, afi minn
og Adele.
Helgi Valur Ásgeirsson flyt-
ir lagið Óvær. Lag og texti
er eftir Karl Olgeirsson.
Hvert er uppáhaldsdýrið
þitt? Svarti pardusinn.
Hvar á að halda keppnina
hér á landi ef við vinnum? Á
Selfossi.
Uppáhalds Eurovisionlag
allra tíma? Euphoria.
Hver viltu að verði næsti
forseti Íslands? Páll Óskar.
Hver er þín helsta fyrirmynd
í lífinu? Mamma.
palla á BeSSaSTaðI
Magnús thorlacius flytur lagið
Ótöluð orð ásamt Ernu Mist. Þau
sömdu bæði lag og
texta saman.
Hvert er uppá-
haldsdýrið þitt?
Magnús: Uppá-
haldsdýrið mitt
er kisi. Erna: Mitt
uppáhaldsdýr er kisi.
Hvar á að halda
keppnina hér á landi
ef við vinnum?
Magnús: Við
ættum að halda
hana í Hljómskála-
garðinum. Erna: Við
ættum að halda hana
í Hvalfirðinum.
Uppáhalds Eurovisionlag allra tíma?
Magnús: Monster Like Me, Noregur í
fyrra. Erna: Andvaka sem lenti í öðru
sæti þegar Silvía Nótt var í fyrsta
sæti.
Hver viltu að verði næsti forseti
Íslands? Magnús: Bara einhver
skemmtilegur. Erna: Páll Óskar.
Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?
Magnús: Erna. Erna: Tim Burton.
HljómSkálagarðUrInn
eInSTaklega HenTUgUr
VIll Fá VIgDíSI FInnBoga aFTUr
Gyða Lóa
Ólafsdóttir
gydaloa@frettabladid.is
1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r54 L í f i ð ∙ f r É T T a b L a ð i ð
Lífið