Fréttablaðið - 13.02.2016, Blaðsíða 24
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
43
14
1
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi
í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
Allir sem kunna tölurnar geta tekið þátt,“ segir Alma Sig-urðardóttir, einn skipuleggj-
enda í góðgerðarbingói sem fram
fer á Háskólatorgi í dag. Bingóið er
haldið til styrktar sumarbúðunum
í Reykjadal og allur ágóði rennur
óskiptur til þeirra. „Við sitjum öll
námskeið við viðskiptafræðideild-
ina sem heitir Samvinna og árangur.
Þetta líkist þessum raunveruleika-
þáttum um fjáröflun. Þetta gengur
allt út á það að við vinnum saman
sem hópur að fjáröflun og við völd-
um að styrkja Reykjadal. Við skipt-
um okkur niður í hópa og erum
öll með mismunandi verkefni til
þess að safna. Okkar hópur var að
selja pítsur í gær á Háskólatorgi og
við héldum annað bingó í vikunni
fyrir háskólanema,“ segir Alma.
Mikil þörf er á að styrkja starfsemi
Reykjadals. „Það er kominn tími
á framkvæmdir þarna og það eru
mjög langir biðlistar. Við vildum
leggja okkar af mörkum,“ segir hún.
Hópurinn hefur safnað tugum
vinninga frá fjölmörgum fyrirtækj-
um fyrir bingóið. „Við erum með
gríðarlegan fjölda vinninga. Við
höfðum samband við heilan helling
af fyrirtæjum og það tóku allir mjög
vel í þessa bón okkar. Við erum
þakklát fyrir hvað allir tóku vel í
þetta. Þetta er allt frá gjafabréfum
fyrir ís upp í hótelgistingu. Það er
líka hvalaskoðun, bækur, leikföng,
alls konar upplifanir, skartgripir,
snyrtivörur og fleira í vinninga.“
Bingóstjórinn er Lalli töframaður
en bingóið hefst á Háskólatorgi
klukkan 13 og stendur til 15. „Það
verður almenn gleði og skemmti-
legheit, við hvetjum alla til að
koma.“
Bingó
Alma Sigurðardóttir, Þórarinn Hjálmarsson, Marta Kristín Jónsdóttir og Harpa Þrastardóttir eru í hópnum sem stendur að bingóinu í dag. Fjölmargir vinningar eru í boði fyrir þá sem eru heppnir. FréttAblAðið/Ernir
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
fyrir
góðan málstað
Góðgerðarbingó til styrktar sumarbúðunum í
Reykjadal verður haldið á Háskólatorgi í dag.
1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r24 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð
helgin