Fréttablaðið - 13.02.2016, Blaðsíða 16
Samfélag Kona á níræðisaldri var
flutt með sjúkraflugi frá Reykja-
vík til Ísafjarðar án vitneskju
aðstandenda síðastliðinn þriðju-
dag. Konan er búsett á Patreksfirði
og hafði legið á bæklunardeild
Borgarspítalans. Markmiðið með
flutningnum var sá að leyfa kon-
unni að liggja inni á sjúkrahúsi í
heimabyggð.
Á vetrum eru hins vegar 444
kílómetrar frá Patreksfirði til Ísa-
fjarðar þar sem stysta leið milli
Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar
lokast iðulega á vetrum og opnast
ekki fyrr en vetri hallar. Að sama
skapi eru 392 kílómetrar milli Pat-
reksfjarðar og Reykjavíkur. Þetta
gerir það að verkum að konan, sem
fædd er árið 1930, er flutt fimmtíu
kílómetrum fjær heimabyggð en ef
hún hefði fengið að liggja í Reykja-
vík.
Ásrún Atladóttir, dóttir kon-
unnar sem um ræðir, er að vonum
ósátt við þetta ráðslag. „Ég fór inn
á Borgarspítala til að heimsækja
móður mína og þá fannst hún ekki.
Eftir mikla leit var mér tjáð að hún
hefði verið flutt vestur á Ísafjörð
án þess að við værum látin vita.
Hún á ekki aðstandendur á Ísafirði
og mér var í sannleika sagt afar
brugðið við að hún hefði verið flutt
þangað. Sérstaklega þar sem ég
veit að henni er alls ekki vel við að
fljúga. Ég hefði þá viljað fara með
henni og sjá til þess að henni liði
bærilega,“ segir Ásrún, sem ætlar
með málið lengra.
„Ég ætla að láta skoða það ræki-
lega hvernig á þessu stendur. Það er
henni alls ekki fyrir bestu að liggja
á Ísafirði.“
Guðný Helga Herbertsdóttir,
upplýsingafulltrúi Landspítalans,
segist ekki geta tjáð sig um mál ein-
stakra sjúklinga. Hún sagði hins
vegar að málið yrði tekið til skoð-
unar innan sjúkrahússins.
sveinn@frettabladid.is
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
RÚV-reiturinn
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Dagskrá:
Breyting á aðalskipulagi á RÚV-reit
Kynnt verða drög að breytingu á aðal-
skipulagi sem felst í fjölgun íbúða á svæðinu
(þróunarsvæði nr. 58, miðsvæði 21).
Nýtt deiliskipulag fyrir RÚV-reit
Kynnt verða drög að nýju deiliskipulagi
sem felst í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði
í samræmi við markmið Reykjavíkurborgar
í nýju aðalskipulagi. Tillagan var unnin í kjölfar
hugmyndasamkeppni um deiliskipulag lóðar
RÚV sem efnt var til í lok janúar 2015.
Arkitektastofan Arkþing varð hlutskörpust
í keppninni sem fór fram að loknu forvali.
Ætlunin er að endurskoða uppbyggingar-
möguleika á lóð RÚV við Efstaleiti og
samliggjandi lóðum innan reitsins með
þéttingu og gæði byggðar að leiðarljósi.
Allir velkomnir
Opinn kynningarfundur
um breytingu á aðalskipulagi
og nýtt deiliskipulag fyrir
RÚV-reitinn, þriðjudaginn
16. febrúar kl. 17
á Markúsartorgi í RÚV,
Efstaleiti 1.
ERTU AÐ TAKA
LÁN EÐA ENDURFJÁRMAGNA?
Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum á upplýsingafund um lánamarkaðinn
og það sem hafa ber í huga við lántöku. Erindi:
• Eigið fé í fasteignum, Gyl Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild HÍ.
• Hvað þarf að hafa í huga við lántöku? Brynja M. Kjærnested
og Þórhildur Stefánsdóttir ráðgjafar hjá Almenna.
Eftir framsöguerindi sitja Gyl, Brynja og Þórhildur fyrir svörum ásamt Dan V.S. Wiium
hdl. og löggiltum fasteignasala.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Skráning á almenni.is.
Þriðjudagur 16. febrúar kl. 20:00 á Icelandair Reykjavík Hótel Natura, Bíósalur
Flutt í
sjúkraflugi
fjær heimili
Kona á 86. aldursári frá Patreksfirði var send frá
Reykjavík til að liggja á sjúkrahúsi á Ísafirði. Að-
standendur voru ekki látnir vita. Er í meiri fjarlægð
frá heimili sínu á Ísafirði en í Reykjavík.
Ég fór inn á Borgar-
spítala til að heim-
sækja móður mína og þá
fannst hún ekki.
Ásrún Atladóttir tónmenntakennari
og aðstandandi
Styttra til Reykjavíkur en Ísafjarðar
Öldruð kona var færð á sjúkrastofnun sem er 52 km fjær heimabæ hennar
Patreksfjörður
Ísafjörður
Reykjavík
Kleifaheiði Þröskuldar
Steingrímsfjarðarheiði
Barðastr
andarsý
sla
Djúp
Svínadalur
Brattabrekka
Borgarfjarðarbrú
Hvalfjarðargöng
444 km
frá Patreksfirði
til Ísafjarðar
392 km
frá Patreksfirði
til Reykjavíkur
1 3 . f e b R ú a R 2 0 1 6 l a U g a R D a g U R16 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð