Fréttablaðið - 13.02.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.02.2016, Blaðsíða 30
B irgitta Jónsdóttir er einn forsprakka og stofn-enda stærsta stjórn-málaflokks landsins samkvæmt skoðana-könnunum. Segja má að Birgitta hafi verið ansi áberandi undanfarið en á dögunum sagði hún frá því að hún ætlaði að bjóða sig aftur fram til Alþingis vegna þess að henni fyndist óábyrgt að stökkva frá borði í miðri aðgerð og átti þar við stjórnarskrármálið. Áður hafði hún sagt að hún ætlaði sér bara að sitja tvö kjörtímabil á Alþingi. En hver er Birgitta Jónsdóttir og hvaðan kemur hún? Birgitta er fædd 17. apríl 1967 í Reykjavík. Hún hefur setið á þingi síðan 2009, fyrst fyrir Borgarahreyf- inguna, síðan Hreyfinguna og loks Pírata. Birgitta er dóttir Bergþóru Árna- dóttur söngvaskálds og Jóns Ólafs- sonar, skipstjóra og útgerðarmanns, sem bæði eru látin. Birgitta ólst upp í Reykjavík og í Þorlákshöfn. Hún kláraði eitt ár í MH og er sjálf- menntuð í vefhönnun og vefþróun, grafískri hönnun og umbroti. Henni er margt til lista lagt og er fjöllistakona, rithöfundur, ljóð- skáld, þýðandi og myndlistar- maður. Áður en hún tók sæti á þingi hafði hún meðal annars starfað við blaðamennsku og sem grafískur hönnuður. Hún hefur einnig haldið fjölda málverkasýninga og gefið út yfir 20 ljóðabækur á ensku og íslensku frá árinu 1989. Birgitta er mikil baráttumanneskja og hefur verið í forsvari fyrir sam- tökin Saving Iceland, Vina Tíb- ets, var sjálfboðaliði hjá Wiki- leaks auk þess sem hún er stjórnarformaður IMMI, svo eitthvað sé nefnt. Byrjaði snemma að yrkja „Hún er mjög góð og traust vinkona,“ segir Margrét Lóa Jónsdóttir, æskuvinkona Birgittu. Hún segir hana alltaf hafa verið mjög listræna. „Hún fór mjög snemma að yrkja ljóð. Hún hefur alltaf verið mjög listræn í sér, alltaf að teikna og mála líka. Mamma hennar hafði líka töluverð áhrif á hana, það var mikil músík á heimil- inu.“ Birgitta hefur búið víða um heim, meðal annars á Nýja-Sjálandi, í Bret- landi, Noregi og Bandaríkjunum. Vinir og samstarfsmenn lýsa Birg- ittu sem mikilli baráttukonu sem sé þó alls ekki allra. Hún er óhrædd við að synda á móti straumnum og fylgir eftir sínum baráttumálum. Og hún er svo sannarlega umdeild. „Birgitta er Birgitta. Það er ekki hægt að setja hana í neitt annað box,“ segir Daði Ingólfsson náinn vinur hennar. „Birgitta er einlæg. Það er enginn falskur tónn í henni, og ef maður væri skáld mundi maður kalla þann tón kraftbirtingarhljóm stjórn- málanna. En verandi hálfgerður ræfill getur maður bara lýst þessu sem áráttukenndri ást á réttlæti og virðingu með dassi af opineygu, steinhissa tómlæti gagnvart hlutum sem ekki skipta nokkru einasta máli,“ segir Daði og tekur fram að þessir eiginleikar séu jafnt hennar mesti kostur og stærsti galli. „Og ástæðan fyrir því að hún og Píratar hafa náð eins langt og raun ber vitni. Því hverjum er ekki sama um stjórn- málamenn og -flokka sem finnst mikilvægast að rökstyðja í pontu að betra sé að brjóta hið harðsoðna egg á mjóu hliðinni frekar en hinni breiðu og tilbúnir að leggja sál sína að veði fyrir útkomunni. Ásamt ger- vallri velferð þjóðarinnar.“ Brennur fyrir málefnunum Margrét Lóa tekur undir þetta og segir hana duglega og vinnusama. Hún vakni yfirleitt eldsnemma og það sé alltaf mikið að gera hjá henni. Hún sé þó líka mikil fjöl- skyldumanneskja sem passar upp á að kúpla sig út reglulega og gefa Nærmynd Birgitta Jónsdóttir Umdeild baráttukona sér tíma með fjölskyldunni. „Hún er ofboðslega dugleg, mjög fylgin sér og ákveðin,“ segir Margrét. Hún segir það ekki hafa komið á óvart að Birgitta færi út í stjórnmál. „Hún byrjaði mjög fljótt að vera meðvituð um þessi mál öll sömul. Henni finnst að fólk eigi að vera meðvitað og taka þátt í lýðræðissamfélagi. Taka ábyrgð og hugsa sjálfstætt.“ Birgitta stofnaði Pírataflokkinn á Íslandi ásamt þeim Smára McCarthy og Jason Katz árið 2012. Flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram í Alþingis- kosningunum 2013 undir listabók- stafnum Þ og fékk 5,1% atkvæða og 3 þingmenn. Samkvæmt könnun MMR frá því í janúar sl. mældist fylgi flokksins þá 37,8 prósent. Smári McCarthy segir hana brenna fyrir þeim málefnum sem hún vinn- ur að. „Hún setur alltaf sín hugðar- efni í fyrsta farrými. Hún stendur á sínu og hefur ákveðnar hugsjónir og vill koma þeim á framfæri. Það er yfirleitt kostur en stundum galli. Það fylgir alltaf þegar maður hefur miklar hugmyndir um heiminn, þá er alltaf spurning hversu vel heimur- inn tekur þeim. Þegar gengur vel að koma þeim á framfæri er það jákvætt og gott en stundum getur það verið erfitt.“ Syndir á móti straumnum Það vakti athygli á dögunum þegar Birgitta skrifaði á Facebook-síðu Frjálshyggjufélagsins að hún ætl- aði að bjóða sig aftur fram í næstu Alþingiskosningum. „Ég mun bjóða mig fram til að tryggja að þið sem talið um að sniðugt sé fyr ir frjáls- hyggju menn að ganga í Pírata til að geta tekið yfir kosn inga- og stefnu- mót un ar ferl in okk ar. Ég ætla að bjóða mig fram þó það væri ekki nema til að tryggja að ykk ar hug- mynda fræði taki ekki yfir Pírata,“ skrifaði Birgitta. Tilefnið var umræð- ur um frjálshyggju, Sjálfstæðisflokk- inn og Pírata. Sagði hún umræðuna þar hafa hjálpað sér að gera upp hug sinn um framboð fyrir næstu þing- kosningar en áður hafði hún sagt að hún myndi ekki gefa kost á sér aftur. Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir Birgittu búa yfir miklum styrkleikum en líka veikleikum. „Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, benti skýrt á að þegar þú finnur manneskju með mikla styrkleika þá finnur þú mann- eskju með mikla veikleika samhliða. Hennar styrkleikar eru að hún er með ofboðslega djúpt innsæi, hún er eldheit í réttindabaráttunni og ofboðslega vinnusöm í þá átt. Hún á það til finna akkúrat rétta hlutinn að gera hverju sinni og henni tekst það oft og þá er það brilljant. En rétt eins og þegar hún fer í jákvæðan uppspíral og dregur marga með sér þá getur það verið eins þegar það er neikvæður niðurspírall.“ Jón Þór segir hana ekki ákvarðanafælna og að hún sé óhrædd við að synda á móti straumnum. „Hún er hug- rökk sem er mikill kostur og bara góð manneskja.“ Hann segir hana þó ekki alltaf vera þá vinsælustu og hún sé heldur ekki að reyna það. „Annaðhvort líkar fólki mjög vel við hana eða mjög illa. Ef þú ert þessum eiginleikum gæddur þá er eðlilegt að þú sért umdeildur.“ Getur verið erfið í samstarfi En hvernig samstarfsmaður er hún? „Hún getur verið erfið en hún reynir að nýta upplýsingar frá þeim sem vinna með henni í botn,“ segir Smári. Þau Smári unnu meðal annars saman í kringum Wikileaks. Hann segir það hafa fylgt því mikil streita að starfa fyrir samtökin. „Hún höndl- aði það mjög vel. Það kom öllum á óvart hvað allir í hópnum tóku virki- lega vel á streitunni þarna, hún þar á meðal. Sumir höndluðu þetta verr en aðrir en hún hélt sínu striki.“ Birgitta hefur verið umdeild innan flokks og utan. Hún var sjálf spurð að því í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á dögunum hvort hún væri umdeild innan flokksins. „Ég er bara svona persóna, að annaðhvort hatar fólk mig eða fólk elskar mig. Það er ekk- ert þar á milli og ég er alveg vön því,“ sagði Birgitta. Smári segir Birgittu umdeilda og að hún taki oft afstöðu sem sé ekk- ert endilega vinsæl. „Til dæmis hefur hún talað mikið um það undan- farnar vikur og mánuði að hafa stutt kjörtímabil næst sem er ekki eitthvað sem er búið að samþykkja innan Pírata. Hún talar um þetta eins og þetta sé bara orðinn hlutur nán- ast. Það er aftur á móti búið að sam- þykkja að stjórnarskrárbreytingar verði í fyrirrúmi. Það felur svolítið í sér að það verði stutt kjörtímabil en það breytir því ekki að þegar öllu er á botninn hvolft, ef við vinnum næstu kosningar með góðum árangri og komumst í einhvers konar stjórnar- stöðu, þá þarf samt að smíða fjárlög, reka öll ráðuneytin og gera fullt af hlutum. Það er ekki hægt að fleygja því út um gluggann og demba nýrri stjórnarskrá í gegn. Það er alveg hægt að leggja áherslu á stjórnarskrána og það er það sem við ætlum okkur að gera innan Pírata en það er samt raunveruleiki sem blasir við þarna og það er kannski helst það hvað hún gengur hart fram með þennan hugsunarhátt um stutt kjörtímabil sem fer fyrir brjóstið á fólki núna vegna þess að raunveruleikinn mun ekki leyfa það nema með einhvers konar kraftaverki.“ Fædd Reykjavík, 17. apríl 1967 Foreldrar Jón Ólafsson d. 1987 og Bergþóra Árnadóttir d. 2007 Börn Neptúnus, Guðbjörg Gná og Delphin Hugi Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r30 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.