Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 34

Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 34
Þorgeir Tryggvason hlakkar til að skella sér norður um næstu helgi. MYND/ERNIR Ljótu hálfvitarnir syngja grípandi lög og eiga aðdáendur á öllum aldri. Þorgeir Tryggvason, einn níu með- lima hljómsveitarinnar, segir að Ljótu hálfvitarnir ætli að vera með þrenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri um næstu helgi. „Við vorum síðast með tónleika í Hofi á Akureyri í nóvember en þá lékum við með karlakórnum Hreimi sem kemur úr Þingeyjarsýslu. Við fyllt- um staðinn tvisvar sem var mjög skemmtilegt. Bæði fluttum við eigin lög og týpísk karlakórslög sem var öðruvísi fyrir okkur. Tón- leikarnir á Græna hattinum verða hins vegar dæmigerðir fyrir hálf- vitana. Það þýðir margt fólk og mikið fjör,“ segir Þorgeir. EkkErt dansað Hann segir að þótt marga kitli í fæturna að dansa bjóði staður- inn ekki upp á það. „Við erum heldur ekki beinlínis dansiballa- hljómsveit, spjöllum mikið á milli laga og skiptum oft um hljóðfæri svo það er ekki auðvelt að halda uppi danstakti. Græni hatturinn er fyrst og fremst tónleikastað- ur. Við sjáum fólk koma aftur og aftur á tónleikana og það myndast mikil stemming. Margir þekkja lögin og syngja með. Annars er Græni hatturinn frábær tónleika- staður og Haukur Tryggvason sem rekur hann er einn af mikilvæg- ustu mönnum í íslensku tónlistar- lífi. Þarna spila flest allar íslensk- ar hljómsveitir, staðurinn er mátu- lega stór og ótrúlega góð stemming sem myndast þar.“ nóg að gEra Ljótu hálfvitarnir eru Þingeyingar og Þorgeir segir að sama fólkið komi aftur og aftur á tónleika, margir úr þeirra sveit. „Á tónleikunum sjáum við mörg kunnug leg andlit sem brotist hafa í gegnum Víkurskarð- ið. Síðan kíkir skíðafólkið inn sem er í heimsókn á Akureyri. Við end- urtökum síðan þessa tónleika á Café Rosenberg 11. og 12. mars. Á báðum þessum tónleikum flytjum við lög af nýju plötunni okkar, Hrísey, en hún var tekin upp þar.“ Hrísey er fimmta hljómplata Ljótu hálfvitanna. Þorgeir segir að allir „hálfvitarnir“ semji lög og texta. „Það semur hver í sínu horni og síðan skoðum við hvað fellur vel að okkur og kemur til með að virka.“ Allir eru þeir í öðrum störfum með- fram tónlistinni. Þorgeir starfar hjá auglýsingastofunni Hvíta hús- inu auk þess sem hann hefur gagn- rýnt bækur í Kiljunni á RÚV og seg- ist lesa ótrúlega mikið af bókum. Þá keppti hann um tíma í Útsvari. Bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir eru einnig þekktir úr hljómsveitinni Skálmöld og Oddur Bjarni Þorkelsson er prestur. Aðrir hálfvitar eru Sævar Sigurgeirsson, Arngrímur Arnarson, Guðmundur Svafarsson, Ármann Guðmundsson og Eggert Hilmarsson. Æft og málað Þegar Þorgeir er spurður hvað hann ætli þá að dunda sér við um þessa helgi, svarar hann: „Ég býst við að við reynum að æfa smá fyrir tón- leikana. Síðan hef ég verið að bræða með mér að mála stofuna heima. Þá ætlum við kona mín, Hulda B. Há- konardóttir, að fara með barna- barnið, Högna Nóam, sem er 5 ára, í svokallað krakkamengi, sem er tónlistarsmiðja fyrir börn hjá lista- smiðjunni Mengi. Högni hefur sýnt mikinn tónlistaráhuga,“ segir Þor- geir. Á morgun er Valentínusardagur. Þorgeir segir hann ekkert sérstak- lega hátt skrifaðan hjá sér. Konu- dagur sé það frekar. „Við erum svo gömul og þjóðleg,“ segir hann kím- inn og lofar að hringja í eiginkon- una um næstu helgi frá Akureyri. elin@365.is hálfvitar hEfja upp raddir Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir á stóran hóp aðdáenda á öllum aldri enda syngja þeir félagar grípandi lög. Næsta haust verða tíu ár liðin frá því hljómsveitin kom fyrst fram og hún er hvergi nærri hætt. Í nóvember kom út fimmta plata þeirra, Hrísey. hÆtt’Essu vÆli Eitt af vinsælustu lögum Ljótu hálf- vitanna er Bjór meiri bjór en síðasta versið í laginu hljómar svona: Væli og veseni neitum þá veröldin brosir og allir með. Hætt’essu væli, að hamingju leitum, við hefjum upp raddir og ræktum vort geð. Væli og veseni neitum þá veröldin brosir og allir með. Hætt'essu væli. Tónleikarnir á Græna hattinum verða hins vegar dæmi- gerðir fyrir hálfvitana. Það þýðir margt fólk og mikið fjör. Þorgeir Tryggvason Flestum finnst kjötbollur góður matur. Bestar eru bollurnar þegar maður býr sjálfur til fars- ið. Þá veit maður hvaða hráefni eru notuð og losnar við aukefni. Það er mjög einfalt að gera sitt eigið kjötfars, síðan má steikja bollurnar eða sjóða allt eftir smekk. Þessi uppskrift miðast við fjórar persónur. kjötbollur 400 g nautahakk eða blandað hakk eftir smekk 1 ½ tsk. salt ¼ tsk. nýmalaður pipar Smávegis rifið múskat ¼ tsk. engiferduft 2 msk. kartöflumjöl 1 ½ dl vatn eða mjólk l Allt sett í matvinnsluvél og blandað saman þar til farsið er mátulegt. Setjið smjör á meðalheita pönnu og mótið bollur úr deiginu. Steikið á báðum hliðum. brún sósa 4 msk. smjör 4 msk. hveiti 1 l kjötsoð Salt og pipar l Bræðið smjörið á pönnu og bætið hveiti saman við. Hrærið síðan soðinu hægt og rólega saman við um leið og sósan mallar og þykknar, um það bil í 10 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið bollurnar út í sósuna og látið allt léttsjóða í smástund. l Berið fram með soðnum kartöflum eða kartöflumús, grænum baunum og salati. Sumum finnst gott að hafa rabarbarasultu með bollunum. Heimagerðar kjötbollur er auðvelt að búa til og þær eru bestar. hEimagErðar kjötbollur Eru ljúffEngar 2 FÓLK HELgin 13. febrúar 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.