Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 106
TónlisTin er eins og
áherslupenni sem
lyfTir undir ljóðin og
magnar Tilfinninguna.
TÓNLIST
Sinfóníutónleikar
HHHHH
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti
Leningrad-sinfóníuna eftir Shost-
akovitsj og fyrsta píanókonsertinn
eftir Tsjajkovskí. Einleikari: Kirill
Gerstein. Stjórnandi: James Gaff-
igan.
Eldborg í Hörpu
Fimmtudaginn 11. febrúar
Þegar þýski herinn umkringdi Len
ingrad (St. Péturborg) árið 1941 var
Dmitri Shostakovitsj staddur þar
og var í óða önn að semja sjöundu
sinfóníu sína. Er hún var frum
flutt skömmu síðar auglýsti Stalín
hana óspart í áróðursskyni, e.t.v. til
að vekja samúð umheimsins. Það
bar árangur því fjallað var um sin
fóníuna víða um heim. Time birti
ítarlega grein um verkið. Á for
síðunni var mynd af tónskáldinu
sem verkalýðshetju – í slökkviliðs
búningi! Fyrirsögnin var: „Mitt í
sprengjuárásunum á Leningrad
heyrði slökkviliðsmaðurinn Shost
akovitsj hljóma sigursins.“ Sagt
var að Shostakovitsj hefði samið
sinfóníuna þegar hann var ekki að
horfa á eyðilegginguna frá þakinu á
tónlistarskólanum, og þegar hann
var ekki að grafa skurði fyrir rúss
neska hermenn.
Fyrsti kafli sinfóníunnar er mjög
sérstæður. Hann minnir sterklega á
Bóleró eftir Ravel. Þar er sama stefið
endurtekið aftur og aftur með sívax
andi þunga. Andrúmsloftið er eró
tískt, en hér er stemningin allt öðru
vísi. Hún er miklu hrikalegri. Það er
auðvelt að sjá fyrir sér marserandi
hermenn og skriðdreka. Hápunkt
urinn er ógnvænlegur og öflin sem
takast á, bæði í fyrsta þættinum og
hinum líka, eru mögnuð.
Þetta skilaði sér í vönduðum
flutningi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands undir stjórn James Gaffigan
á tónleikum á fimmtudagskvöldið.
Hljóðfæraleikurinn var nákvæmur
og maður dáðist að því hve strengja
leikararnir voru samtaka. Bæði í
veikustu tónunum og einnig þegar
allt ætlaði um koll að keyra. Heilt
gengi af slagverksleikurum með
Steef van Oosterhout í broddi fylk
ingar var með sitt á hreinu. Sama má
yfirleitt segja um málmblásarana.
Almennt talað var túlkun Gaffigans
á verkinu sérlega sannfærandi. Styrk
leikabrigði voru meistaralega útfærð
og uppbyggingin var markviss. Stíg
andin var úthugsuð og hápunktarnir
voru gæddir sprengikrafti.
Hitt verkið á efnisskránni var
hinn sívinsæli fyrsti píanókonsert
eftir Tsjajkovskíj í meðförum Kirill
Gerstein. Konsertinn var hér í eldri
mynd sinni. Seinni útgáfan sem
venjulega er spiluð kom ekki út fyrr
en ári eftir að Tsjajkovskíj dó. Það er
ósennilegt að hann hafi sjálfur átt
hugmyndina að breytingunum sem
þá höfðu verið gerðar. Konsertinn
sem hér hljómaði, eldri útgáfan, var
því sú sem Tsjajkovskíj stjórnaði
margoft og hafði lagt blessun sína
yfir.
Það var forvitnilegt að heyra kons
ertinn svona. Hann var ekki sérlega
frábrugðinn venjulegu gerðinni
og margt í honum var flott, þó hin
gerðin sé vissulega straumlínulagaðri
og glæsilegri.
Hvað um það, einleikarinn var frá
bær. Hann hristi erfiðustu tónahlaup
fram úr erminni eins og ekkert væri.
Túlkun hans var skemmtilega öfga
full, hápunktarnir voru svo geggjaðir
að dásamlegt var á að hlýða. Sumt
var e.t.v. ívið hratt, eins og miðhluti
annars kafla, sem var nánast eins og
grínatriði. En í það heila var flutn
ingurinn rafmagnaður og fullur af
dirfsku. Vonandi fær maður að heyra
í þessum snilldar píanista aftur sem
fyrst. Jónas Sen
NIðurSTaða: Stórbrotinn flutningur
á Leningrad-sinfóníunni eftir Shost-
akovitsj og fyrsti píanókonsert Tsjaj-
kovskíjs var mergjaður.
Verkalýðshetja í slökkviliðsbúningi
Kirill Gerstein píanóleikari og James Gaffigan stjórnandi voru klappaðir fram af sneisafullum Eldborgarsal Hörpunnar í lokin
og hljómsveitin átti örugglega sinn skerf af aðdáun gestanna. Mynd/GrEipur
Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir
ljóðadagskrá í Iðnó tvo næstu daga
klukkan 20. Þar verða ljóð Nínu
Bjarkar Árnadóttur flutt með tónum
tangósveitarinnar Mandólín. Dag
skráin nefnist „svo grætur garðurinn
laufi“.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
leikkona er leikstjóri dagskrárinnar.
Hún segir hana þriðju stóru ljóða
dagskrána sem þær stöllur flytji í
Iðnó. „Í þetta sinn erum við með
hljómsveit með okkur,“ segir Þór
unn. „Tangóhljómsveitin Mandólín
spilar tangóa sem tvinnast saman við
ljóðin, án þess að við syngjum þau.
Tónlistin er eins og áherslupenni
sem lyftir undir ljóðin og magnar
tilfinninguna.“
Helga Björns hannar búningana. „Í
upphafi eru leikkonurnar í svörtum
kjólum og svo bæta þær á sig litum
þegar líður á. Það er svolítið í anda
ljóðanna. Við byrjum á æskunni en
svo koma nýir tónar inn í lífið, ástin
fer að trufla og eitt og annað.“
Þórunn kveðst hafa kynnst ljóð
skáldinu Nínu Björk þegar þær voru
fimmtán ára og fylgst með henni
eftir það. „Við vorum alltaf í vin
fengi,“ undirstrikar hún. Leikhús
listakonurnar sem komnar eru yfir
fimmtugt hittast reglulega í Iðnó,
hvort sem þær eru að undirbúa við
burð eða ekki. „Það er alltaf hitt
ingur einu sinni í viku og þær mæta
sem geta,“ segir Þórunn. „Í hópnum
eru leikkonur, sminkur, búninga
hönnuðir, leikstjórar, leikmynda
hönnuðir, sýningarstjórar, leikhús
fræðingar, alls yfir 100 konur. Iðnó
er okkar heimili og þar eigum við
alltaf skemmtilegar stundir.“
gun@frettabladid.is
Tangóarnir tvinnast við ljóðin
ragnheiður Steindórsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, rósa Guðný Þórsdóttir, Guð-
laug María Bjarnadóttir, Lilja Þórisdóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir og Helga Björnsson standa að dagskránni í iðnó að þessu sinni.
FréttaBLaðið/StEFánDagur
ástarinnar
Valentínusardagur
14. febrúar
A4 valentinusardagur.pdf 1 09/02/15 11:42
1 3 . f E b r ú a r 2 0 1 6 L a u G a r D a G u r46 M E N N I N G ∙ f r É T T a b L a ð I ð
menning