Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 12

Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 12
17. febrúar 2015, kl. 8:30 – 13:30 á Reykjavík Natura 8:45 - 9:00 Morgunhressing - Boost og kaf • Ráðstefnustjóri - Árdís Ármannsdóttir • Sviðið: Hvað er að gerast? - Elísabet Sveinsdóttir • Customer Journey - Þóra Ásgeirsdóttir • Þarf fyrirtækið þitt app? - Jón Andri Sigurðarson 10:10 - 10:30 Kafhlé • Við tókum ákvörðun! - Hólmfríður Einarsdóttir • Meðmælavísitalan NPS - Ólafur Þór Gylfason • Trendin 2016 - Þórey Vilhjálmsdóttir 11:30 - 12:00 Léttur hádegisverður • Bætt þjónusta og aukin sala - Trausti Haraldsson og Bjarki Pétursson • Hvað segir viðskiptavinurinn? - Hákon Davíð Halldórsson • Breytt viðhorf til ferðamanna - Davíð Tor Ólafsson 13:30 Ráðstefnulok Viðskiptavinurinn í öndvegi Nýjar áherslur í sam- skiptum við viðskiptavini Skráning og ítarlegar upplýsingar á brennidepill.is Brennidepill Elísabet Þóra Hólmfríður Ólafur Þór Þórey Bjarki Davíð Tor Hákon DavíðJón Andri Árdís Trausti NOREGUR Haldi lítil framleiðni í Noregi áfram getur hagvöxtur stöðvast og skattbyrði orðið langt yfir 50 prósentum. Norski hagfræði­ prófessorinn Jørn Rattsø hefur, ásamt fleiri sérfræðingum, um tveggja ára skeið rannsakað hvernig reka megi ríki, sveitarfélög og fyrir­ tæki á hagkvæmari hátt. Fjölgun eldri borgara, lægri olíu­ tekjur og stækkandi opinber geiri geti haft þau áhrif að skatthlutfallið aukist úr 37 prósentum, eins og það er nú, í 65 prósent árið 2060 verði framleiðni ekki aukin. – ibs Segja skatt geta orðið 65 prósent SVÍÞJÓÐ Sænski bankinn Swedbank hefur kært bankastjóra sem rekinn var á dögunum til fjármálaeftirlitsins. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að kæra hafi verið send til fjár­ málaeftirlitsins samkvæmt reglum um tilkynningaskyldu vegna brota á markaðslögum. Bankinn hefur fundið færslur sem gera má ráð fyrir að stangist á við lög, segir í fréttatil­ kynningunni. Fjármálaeftirlitið hefur sent efna­ hagsbrotadeild lögreglunnar málið. Bankastjórinn, Michael Wolf, hafði starfað í bankanum í sjö ár. – ibs Banki kærir bankastjóra VERÐbÓlGa Hagfræðideild Lands­ bankans spáir 0,3% hækkun vísi­ tölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 2,1% í 1,8%. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að tólf mánaða verðbólga haldist áfram lág og verði 1,8 prósent í maí. Með haustinu muni hins vegar bæði áhrif launahækkana og áhrif húsnæðisverðs aukast meðan ólík­ legt er að áhrif innfluttra vara aukist. Því megi búast við aukinni verðbólgu með haustinu. – jhh Spá hjöðnun verðlags ÞýSkalaNd „Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al­Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um sam­ komulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orð­ inn fastur liður að tala um vopna­ hlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al­Sheikh í viðtali við breska dag­ blaðið The Guardian. Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnar­ manna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evr­ ópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæð­ unum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlands­ forseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á upp­ reisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnar­ manna. Ekkert varð úr þeim við­ ræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo. gudsteinn@frettabladid.is Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Yfirlýsing Sýrlands- fundarins Á Sýrlandsfundinum í München dagana 11. og 12. febrúar sátu fulltrúar frá Alþjóðlega Sýrlands- stuðningshópnum (ISSG), Araba- bandalaginu, Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum og Samvinnustofnun íslamskra ríkja (OIC) ásamt fulltrúum frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Íran, Írak Ítalíu, Jórd- aníu, Katar, Kína, Líbanon, Óman, Rússlandi, Sádi-Arabíu, Tyrklandi og Þýskalandi. Í yfirlýsingu fundarins segir að þátttakendur hafi „ákveðið að að- gangur fyrir mannúðaraðstoð að hersetnu svæðunum muni hefjast í þessari viku og að verkefnahópur ISSG muni innan einnar viku út- færa leiðir til að átökum linni um land allt.“ Þátttakendur heita því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma á vopnahléi, og segjast fá til þess stuðning frá bæði Sýrlands- stjórn og uppreisnarmönnum. Þá er gert ráð fyrir því að efnt verði til kosninga innan átján mánaða. Þar verði byggt á nýrri stjórnarskrá, en vinna að henni eigi að hefjast eftir hálft ár. Sýr- lenska þjóðin eigi sjálf að ákveða eigin framtíð. Móðir flýr ásamt börnum sínum undan loftárásum stjórnarhersins á bæinn Kafr Batna, sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus. NorDicphotos/AFp Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangs- laust. Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins 1 3 . f E b R ú a R 2 0 1 6 l a U G a R d a G U R12 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a Ð i Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.