Fréttablaðið - 13.02.2016, Síða 19

Fréttablaðið - 13.02.2016, Síða 19
Umræða um raforkuflutnings­kerfi er í reiptogi þar sem and­stæðar fylkingar fylkja sér á sín á hvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endur­ speglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, ein­ ungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljós­ glætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforku­ flutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reip­ isins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en full­ komlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækis­ ins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforku­ flutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveita­ rómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkja­ gerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameins­ valdandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir all­ mörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mis­ tekist að aðlaga raforkuflutnings­ kerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir veru­ lega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk ein­ kenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferða­ fræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auð­ veldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vax­ andi orkuvæðingu landsins og nei­ kvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða. Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móður­ félagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrir­ tækisins, sem hyggur á stórtæka upp­ byggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga inn­ viðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfald­ lega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjan­ lega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hag­ kvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breyt­ ingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag? Raforkuflutningskerfi í línulegu reipitogi Magnús Rann- ver Rafnsson verkfræðingur Veldu yfirburði! Siemens og Bosch í 19 af 20 efstu sætunum! Í úttekt danska neytendablaðsins Tænk (2015), þar sem teknar voru til skoðunar 50 uppþvottavélar frá ýmsum framleiðendum, voru yfirburðir Siemens og Bosch algjörir. Hér fyrir neðan eru þær uppþvottavélar sem lentu í efstu sætunum. Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is BOSCH SMU 50M96SK BOSCH SMU 53M72SK BOSCH SMU 50M92SK BOSCH SMU 50M95SK BOSCH SMP 68M05SK (stál) BOSCH SMP 68M02SK BOSCH SMU 69T42SK BOSCH SMU 69T45SK BOSCH SMU 50E52SK SIEMENS SN 45M507SK SIEMENS SN 44D202SK SIEMENS SN 46T297SK SIEMENS SN 46T597SK BOSCH SMU 50M62SK SIEMENS SN 45M209SK Annar framleiðandi en Bosch eða Siemens. SIEMENS SN 45M207SK *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: SIEMENS SN 478S01TS SIEMENS SN 45M231SK BOSCH SMU 51M12SK *fæst hjá: 1. sæti 6. sæti 11. sæti 16. sæti 3. sæti 8. sæti 13. sæti 18. sæti 5. sæti 10. sæti 15. sæti 20. sæti 2. sæti 7. sæti 12. sæti 17. sæti 4. sæti 9. sæti 14. sæti 19. sæti www.versdagsins.is Hinn sami er Drottinn allra, fullríkur fyrir alla sem ákalla hann... s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19L A u G A R D A G u R 1 3 . F e B R ú A R 2 0 1 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.