Fréttablaðið - 13.02.2016, Qupperneq 22
eiður samdi við molde
eiður smári Guðjohnsen er búinn
að finna sér félag út tímabilið og
rúmlega það því hann skrifaði
undir eins árs samning við norska
félagið molde í gær.
Hann verður þar undir stjórn
ole Gunnar solskjær sem gerði
garðinn frægan með man. utd á
sínum tíma.
eiður smári lék síðast í Kína
en mun að öllum líkindum enda
ferilinn í Noregi.
„Það er svona rúm vika síðan ég
vissi af áhuga molde en svo sendi
solskjær mér skilaboð og spurði
hvort það væri í lagi að hann
myndi hringja í mig og spjalla um
þann möguleika að ég kæmi yfir og
spilaði fyrir hann hjá molde,“ segir
eiður í samtali við íþróttadeild en
hann fór á æfingu
með liðinu í gær.
Það var áhugi á
honum frá asíu.
„mér leið vel
þar en það
var bara langt
í burtu. Ég
er með lítið
barn og vildi
því vera nær.“
Körfubolti Bikarúrslitaleikja-
dagurinn er runninn upp og fyrstu
stóru bikarar körfuboltatímabils-
ins fara á loft í laugardalshöllinni í
dag. Karlalið Kr og kvennalið snæ-
fells hafa hvort um sig unnið bæði
Íslandsmeistaratitilinn og deildar-
meistaratitilinn undanfarin tvö
tímabil en hvorugt liðið hefur náð
að fagna bikarmeistaratitli.
Fá öll atkvæði nema tvö
Fréttablaðið fékk leikmenn úr
domino's deildunum til þess
að spá fyrir um úrslitin í bik-
arúrslitaleikjunum sem fara
fram í laugardalshöllinni í dag.
Kr verður bikarmeistari karla en
sex af átta leikmönnum domino’s
deildar karla sem tóku þátt í könn-
un okkar spá Kr-sigri á móti Þór í
úrslitaleiknum í dag. Þeir tveir sem
spá sigri Þórs sjá einnig fyrir sér
rosalegar lokasekúndur.
annar þeirra sem hefur trú á
Þórsliðinu er Grindvíkingurinn
Jón axel Guðmundsson sem spáir
dramatískum endi í dag. „dabbi
Kóngur setur þrist og skilur 2,4
sekúndur eftir á klukku, 77-74.
Kr klúðrar lokaskotinu,“ segir Jón
axel. Ír-ingurinn sveinbjörn Claes-
sen spáir Þór einnig dramatískum
sigri eftir sigurkörfu frá manni
leiksins, ragnari Þór Bragasyni.
marvin valdimarsson spáir Kr
sigri þótt að suðurlandstaugarnar
togi vel í hann. „eins mikið og ég
vil að Þórsarar vinni þennan leik og
bikarinn fari suður með sjó þá hef
ég þá tilfinningu að Kr-ingar sigri
í nokkuð jöfnum leik. Það verður
jafnræði allt fram í lok þriðja leik-
hluta en þá fara vesturbæingar að
síga fram úr með sínum hraða bolta
og sterkri vörn,“ segir marvin.
„Kr eru með meiri reynslu úr
úrslitaleikjum og það á eftir að
gera gæfumuninn í þessum leik.
svo held ég líka að þeir séu alveg
rosalega hungraðir þar sem þeim
hefur mistekist að vinna bikarinn
síðustu ár og það á eftir að hjálpa
þeim að „mótivera“ sig," segir snæ-
fellingurinn sigurður Þorvaldsson.
Fá fimm af átta atkvæðum
Úrslitaleikurinn hjá konunum
verður aðeins tvísýnni því fimm af
átta spá snæfelli sigri í leiknum.
Pálína Gunnlaugsdóttir vann
bikarinn með Grindavík í fyrra og
hún býst við því að Grindavíkur-
stelpurnar vinni hann án hennar
í ár. „vörn tekur þennan titil og
Petrúnella skúladóttir á eftir að
leiða liðið sitt í sókninni til sigurs
annað árið í röð,“ segir Pálína.
liðsfélagi hennar Helena sverris-
dóttir hefur einnig trú á Petrúnellu
og Grindavíkurliðinu. Grindavíkur-
liðið sýndi styrk sinn með því að
vinna mjög öflugt lið Hauka í átta
liða úrslitum.
Hamarskonan Írís Ásgeirsdóttir
hefur aftur á móti meiri trú á snæ-
felli. „Þetta verður jafn leikur sem
mun einkennast af stífum varnar-
leik hjá báðum liðum, en snæfell
mun hafa betur í lokin,“ segir Íris.
Hún telur að Haiden denise Palmer
verði valin best og valskonan Berg-
þóra Holton Tómasdóttir er sam-
mála henni með það.
sandra lind Þrastardóttir úr
Keflavík og margrét Kara sturlu-
dóttir úr stjörnunni spiluðu báðar
á sínum tíma með Bryndísi Guð-
mundsdóttur og þær hafa trú á
Bryndísi og liðsfélögum hennar úr
snæfelli. Báðar eru þær líka á því að
Bryndís verði valin maður leiksins.
ragna margrét Brynjarsdóttir
spáir einnig snæfelli sigri en að
Gunnhildur Gunnarsdóttir muni
eiga stórleik.
Kvennaleikurinn hefst 14.00 en
karlaleikurinn 16.30.
Langþráðir
bikarar
á leiðinni?
Það verður körfuboltaveisla í Laugardalshöll í dag
þegar bikarúrslitaleikirnir fara fram. Íslandsmeistar-
ar KR og Snæfells bæta bikarnum við í dag ef marka
má spá leikmanna sem Fréttablaðið leitaði til.
Óskar Ófeigur
Jónsson
ooj@frettabladid.is
Í dag
12.35 Sunderl. - Man. Utd Sport 2
14.50 Everton - WBA Sport3
14.50 Swansea - South. Sport 2
14.50 Real M. - Bilbao Sport
17.20 Chelsea - Newcastle Sport
18.00 AT&T-mótið Golfstöðin
19.40 Juventus - Napoli Sport
17.30 Southam. - West Ham Sport 2
17.30 Leverkusen - Bayern Sport
13.30 Grótta - Selfoss Hertz-höllin
13.30 FH - HK Kaplakriki
13.30 ÍR - Fjölni Austurberg
13.45 KA/Þór - ÍBV KA-heimilið
14.00 Grindavík - Snæfell Höllin
16.30 KR - Þór Þ. Höllin.
Á morgun
11.25 AC Milan - Genoa Sport
11.50 Arsenal - Leicester Sport 2
13.55 A. Villa - Liverpool Sport 2
16.05 Man. City - Tottenh. Sport 2
16.30 Augsburg - Bayern Sport
18.00 AT&T-mótið Golfstöðin
18.25 Flensburg - Kiel Sport
18.25 Flensburg - Kiel Sport
19.25 Barcelona - Celta Vigo Sport3
19.40 Fiorentina - Inter Sport4
01.00 NBA-stjörnuleikur Sport
13.30 UMFA - Fram N1-höllin
Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og
miðlun íslenskra ritverka.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2016.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu
Miðstöðvar íslenskra bókmennta, www.islit.is
Þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum
erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku.
Miðstöð íslenskra bókmennta
auglýsir eftir umsóknum um
útgáfu- og
þýðingastyrki
Nýjast
olís-deild kvenna
Stjarnan - Haukar 16-25
Stjarnan: Solveig Lára Kjærnested 6, Helena
Rut Örvarsdóttir 6, Esther Viktoría Ragnars-
dóttir 1, Ntaly Sæunn Valencia 1, Stefanía
Theodórsdóttir 1/1.
Varin skot: Florentina Stanciu 8, 31%, Heiða
Ingólfsdóttir 3, 30%.
Haukar: Ramune Pekarskyte 6, Jóna Sig-
ríður Halldórsdóttir 4, Maria ines de silve
Pereira 4, María Karlsdóttir 3, Ragnheiður
Ragnarsdóttir 3, Ragneheiður Sveinsdóttir
2, Karen Helga Díönudóttir 2/1, Erla Eiríks-
dóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 19,
58%, Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 2, 50%.
Staðan
Efst
Haukar 32
Grótta 31
ÍBV 30
Valur 28
Fram 27
Stjarnan 26
Selfoss 20
Neðst
Fylkir 16
HK 11
Fjölnir 10
KA/Þór 7
FH 7
ÍR 6
Afturelding 3
sport
Helena Sverrisdóttir,
Haukum
Grindavík +3 (76-73)
Best: Petrúnella Skúladóttir,
Grindavík
Pálína Gunnlaugsdóttir,
Haukum
Grindavík +1 (65-64)
Best: Petrúnella Skúladóttir, Grindavík
Bergþóra Holton
Tómasdóttir, Val
Snæfell +12 (76-64)
Best: Haiden Denise Palmer, Snæfelli
Sandra Lind Þrastar-
dóttir, Keflavík
Snæfell +8 (75-67)
Best: Bryndís Guðmundsdóttir, Snæfelli
Margrét Kara
Sturludóttir, Stjörnunni
Snæfell +9 (72-63)
Best: Bryndís Guðmunds-
dóttir, Snæfelli
Ragna Margrét Brynjars-
dóttir, Stjörnunni
Snæfell +7 (75-68)
Best: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli
Íris Ásgeirsdóttir, Hamri
Snæfell +5 (69-64)
Best: Haiden Denise Palmer,
Snæfelli
Guðrún Ósk Ámunda-
dóttir, Skallagrími
Grindavík +7 (67-60)
Best: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir,
Grindavík
Hver verður bikarmeistari kvenna 2016?
Valur Orri Valsson,
Keflavík
Kr +7 (90-83)
Bestur: Michael Craion, KR
Marvin Valdimarsson,
Stjörnunni
Kr +7 (90-83)
Bestur: Helgi Már Magnússon, KR
Emil Barja, Haukum
Kr +2 (89-87)
Bestur: Ægir Þór Steinarsson, KR
Haukur Helgi Pálsson,
Njarðvík
Kr +17 (87-70)
Bestur: Pavel Ermolinskij, KR
Pétur Rúnar Birgisson,
Tindastól
Kr +8 (86-78)
Bestur: Ægir Þór Steinarsson, KR
Jón Axel Guðmundsson,
Grindavík
Þór +3 (77-74)
Bestur: Ragnar Nathanaelsson, Þór
Sigurður Þorvaldsson,
Snæfelli
Kr +5 (88-83)
Bestur: Ægir Þór Steinarsson,
KR
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Þór +1 (83-82)
Bestur: Ragnar Örn Bragason,
Þór
Hver verður bikarmeistari karla 2016?
Fyrirliðar eru
Gunnhildur
Gunnars-
dóttir hjá
Snæfelli og
Írís Sverris-
dóttir hjá
Grindavík.
Fyrirliðar karlaliðanna eru Emil
Karel Einarsson hjá Þór og Brynjar
Þór Björnsson hjá KR.
1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r22 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð