Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 28

Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 28
Íslenskur útivistarfatnaður Það að vara sem beint er að kvenkyninu sé dýrari en sama vara sem beint er að karlkyninu er algjörlega fáránlegt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Fyrir það fyrsta finnst mér þessi tvíhyggju markaðshugsun óskap- lega gamaldags. Mannlega litrófið er auðvitað svo miklu breiðara en að það rúmist í þessum tveimur kynjum. En væntanlega virkar þetta svona fyrst þetta er iðkað. Sölufólk kemst upp með það að selja það sem beint er að stúlkum og konum hærra verði en sams konar varning ætlaðan körlum og drengjum.“ Björt segir bestu leiðina til þess að sporna við þessu vera þá að neyt- endur létu einfaldlega ekki bjóða sér þetta lengur. „Að þeir veldu ódýrari kostinn fyrir sig sama hverj- um varan væri ætluð. Það getur þó verið vandasamt, bæði vegna þess að það tekur fólk tíma og vinnu að bera saman verð og vera með- vitaður neytandi. Þetta getur líka verið erfitt þegar þú ert til dæmis með barn í eftirdragi og þið eruð að velja gjöf fyrir vin. Þú treður ekkert ódýra Star Wars-tannburstanum upp á barnið ef það vill heldur gefa Hello Kitty sem kostar meira því hann er ætlaður stelpum.“ Hún segir slík vörukaup þó ekki alltaf ganga upp. „Ég er til dæmis ekki að fara að velja ódýrari sturtu- sápuna sem ætluð er körlum ein- faldlega því mér finnst lyktin ekki góð. En heilt yfir, þá hefur maður val.“ Aðspurð um hinn svokallaða túr- skatt segir Björt hann í hæsta máta ósanngjarnan. „Til dæmis að túr- tappar, bindi og nauðsynjavörur sem eingöngu konur þurfa að nota séu skattlagðar á þennan hátt. Þar á ríkið að koma að málum og lækka álögur.“ Hún heldur áfram: „En fyrir utan þetta allt er líka verið að bjóða okkur alls konar óþarfa. Hvað ætli meðal kona um sjötugt hafi til dæmis eytt miklu í svokölluð hrukkukrem sem mest hefur verið beint að konum? Á þess lags varn- ingi er loksins búið að gera langa og ítarlega samanburðarrannsókn sem sýndi svo ekki verður um villst að þau virka ekki. Hvaða nafni sem þau nefnast. Hvort sem þau kosta 15.000 krónur dósin eða 1.500 krónur. Við getum í það minnsta þurrkað þau út af kynjaða kauplistanum okkar.“ Björt segir túrskattinn ósanngjarnan og að mannlega litrófið sé miklu breiðara en svo að það rúmist í tveimur kynjum. FréttaBlaðið/SteFán Trúa gjarnan að þetta séu undantekningar Neytendur eiga ekki að láta bjóða sér þetta lengur Fyrir utan þetta allt er líka verið að bjóða okkur alls konar óþarFa. Hvað ætli meðal kona um sjötugt HaFi til dæmis eytt miklu í svokölluð Hrukkukrem? Þorgerður segir að fyrirtæki verði að hafa hvata til þess að breyta hjá sér verð- lagningunni. ef enginn kvarti sé sá hvati ekki til staðar. FréttaBlaðið/Valli „Ég held að hin svokölluðu mark- aðslögmál leiti að sem mestum ávinningi og ef enginn kvartar er spurning hvaða hvata fyrirtæki hafa til að breyta hlutum. Umræða og þekking á þessum tilvikum er því mjög mikilvæg, sömuleiðis að skapa þrýsting á þá aðila sem um ræðir,“ segir Þorgerður Einarsdóttir, pró- fessor við Háskóla Íslands. Af hverju viðgengst þetta enn? „Ein ástæða þess að við erum sein að fatta hlutina er að við erum iðu- lega að horfa á einstakar birtingar- myndir á þessum hlutum, mörgum finnst þau óttaleg smáatriði ein og sér, og trúa gjarnan að þau séu undantekningar. Það þarf nefnilega skipulega og kerfisbundna skoðun til að sjá stóru myndina og mynstrið eins og það í rauninni er. En það er að einhverju leyti þjálfunaratriði, þegar fólki hefur verið bent á þetta mynstur þá fer það ekki eins auð- veldlega fram hjá því,“ útskýrir Þor- gerður og segir samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða og kynjaða fjárhagsáætlunargerð verkfæri  þróað til að hjálpa okkur að gera svona hluti sýnilega og bregðast við þeim. við erum iðulega að HorFa á einstakar birtingarmyndir á þessum Hlutum, mörgum Finnst þau óttaleg smáatriði ein og sÉr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands Herra- og dömuklippingar Af hverju gæti munurinn stafað – ef ekki bleikum skatti? Blaðamaður heimsótti nokkrar versl- anir og hárgreiðslustofur á höfuð- borgarsvæðinu, sérstaklega í leit að dæmum um kynjaða verðskrá. Aðrar ástæður fyrir verðmun geta verið sendingarkostnaður, vinna í klukkustundum talin, efniskostn- aður, mismunandi verðlagning vörumerkja frá framleiðendum, breytingar á lögum um tolla og gjöld sem nýlega tóku gildi svo eitthvað sé nefnt. Stutt vettvangs- rannsókn leiddi þó í ljós mörg dæmi um að vörur eða þjónusta sem ætluð er konum eða stelpum var dýrari en sambærilegar vörur ætlaðar körlum eða drengjum, svo ekki var um villst. óheimilt að hafa mismunandi tryggingariðgjöld fyrir konur og karla. Það er þó erfiðara að ætla að láta þau lög ná yfir t.d. mismun- andi verðlagningu á rakvélum því þar er um að ræða vörur sem eru bæði í mismunandi pakkningum og mismunandi að lögun og lit. Það er því ekki hægt að leysa vanda- málið með bleika skattinn alfarið með lagasetningu heldur þarf bæði mikla kvennabaráttu og neytenda- vakt til að fá þessu breytt,“ segir hún. Katrín Anna segir jafnframt að í raun og veru séu furðulegt hversu mikil kynjaskipting sé í vöruúrvali. „Af hverju erum við sitt með hvora rakvélina fyrir konur og karla? Af hverju mismunandi krem, svita- lyktareyði eða hárlitunarefni? Þetta er í raun algjör óþarfi og það væri mikill ávinningur af því að útrýma þessari aðskilnaðarstefnu á milli kynja sem við erum föst í. Katrín Anna segir baráttuna gegn bleika skattinum ekki hafa verið áberandi á Íslandi þó það sé að verða meiri vakning um hann. Hún segir stjórnvöld þegar hafa breytt sumu. „Til dæmis voru tollar á dömubindi og túrtappa afnumdir um síðustu áramót. Það munar þó meira um virðisaukaskattinn. Ég efast síðan um að framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu sem er verðlögð hærra til kvenna en karla hafi frumkvæði að því að afnema bleika skattinn hjá sér. Ég held að það þurfi mikinn þrýsting til.“ ↣ Neytendastofnun í New York- ríki birti skýrslu um rannsókn á bleikum skatti, sem var undir- rituð af Bill de Blasio borgar- stjóra, í desember 2015. Rann- sóknin sem heitir From Cradle to Cane: The Cost of Being a Female Consumer leiddi í ljós að konur borga að meðaltali 7% hærra verð en karlar fyrir sambærilega vöru. Rannsakendur báru saman um 800 vörur, sem auðsýnilega var beint að kvenkyns neytendum annars vegar og karlkyns neytendum hins vegar. Vörurnar voru af ýmsum toga, sem fólk notar á öllum stigum lífsins – allt frá barnaleikföngum til fullorðinsbleyja. 1 3 . f e B r ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r28 h e L G i N ∙ f r É T T a B L a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.