Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 47
Spennandi störf í Vefdeild
og Upplýsingatækni
Hugbúnaðarsérfræðingur í Vefdeild
Hugbúnaðararkitekt í UT Högun
Hugbúnaðarsérfræðingur í UT Þróun
Vefdeild ber ábyrgð á vef- og margmiðlunarmálum Landsbankans í samvinnu við hagsmunaaðila innan
bankans. Í deildinni starfar kraftmikill hópur einstaklinga með sérhæfingu á ólíkum sviðum. Meðal þeirra
vefsvæða sem deildin sér um eru landsbankinn.is, innri vefur bankans og netbankar.
UT Högun tilheyrir Upplýsingatækni og ber ábyrgð á lausna- og hugbúnaðarhögun í krefjandi tækniumhverfi
bankans. Hlutverk deildarinnar er að tryggja að innleiðing og nýsmíði á hugbúnaði falli að lausnum bankans og
uppfylli tilsettar tækni- og öryggiskröfur.
UT Þróun tilheyrir Upplýsingatækni og ber ábyrgð á framkvæmd hugbúnaðarverkefna allt frá greiningu
og hönnun til afhendingar. Deildin vinnur með teymum þvert á bankann. Dæmi um verkefni deildarinnar eru
innleiðing á nýju kjarnabankakerfi, einföldun á lánaumhverfi og sjálfvirknivæðing ferla.
Tækniumhverfi Landsbankans er viðamikið, krefjandi og í stöðugri framþróun. Framúrskarandi hópur
sérfræðinga starfar í skemmtilegu og lærdómsríku vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á fyrirmyndar-
þjónustu og ábyrgð á árangri. Við leitum að áhugasömum einstaklingum í öflug teymi okkar í Vefdeild og
Upplýsingatækni sem þurfa að búa yfir frumkvæði, fagmennsku og hafa færni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni
» Nýsmíði, þróun og viðhald netbanka og vefsvæða bankans.
» Útfærsla veflausna og vöruþróun í samstarfi við
Upplýsingatækni og viðskiptaeiningar bankans.
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærileg menntun.
» Reynsla og þekking á JavaScript, ASP.NET og vefforritun fyrir
snjalltæki.
» Þekking og áhugi á React, GulpJS, REST og JSON er kostur.
» Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
Helstu verkefni
» Kerfishönnun við innleiðingu aðkeyptra kerfa og þróun
hugbúnaðar.
» Endurnýjun og einföldun á tæknilegum innviðum bankans.
» Greining og hönnun verkefna í samstarfi við hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærileg menntun.
» Reynsla af lausna- og hugbúnaðarhögun.
» Reynsla af þjónustumiðaðri högun (SOA).
» Þekking á opnum stöðlum.
Helstu verkefni
» Nýsmíði, umbóta- og samþættingarverkefni.
» Þróun lausna í takt við stefnu bankans.
» Greining og hönnun verkefna í samstarfi við hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærileg menntun.
» Sterkur bakgrunnur í C# .NET og SQL.
» Traustur skilningur á hönnunarmynstrum (design patterns) og
hlutbundinni hönnun (OO).
» Áhugi á þjónustumiðaðri högun, Agile/SCRUM aðferðafræði og
fáguðum vinnubrögðum með CI (Continuous Integration) og TDD.
» Hæfni í samantekt krafna og vörpun í markmið og lausnir.
L
A
N
D
S
B
A
N
K
I
N
N
, K
T
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
Nánari upplýsingar veita Markús Már Þorgeirsson sérfræðingur í Vefdeild í síma 410 6981, Jóhann Þorvarðarson
deildarstjóri UT Högunar í síma 410 7035, Ragnar Þ. Ágústsson deildarstjóri UT Þróunar í síma 410 6828 og Berglind
Ingvarsdóttir mannauðsráðgjafi í síma 410 7914.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar nk. Umsóknir fyllist út á vef bankans, landsbankinn.is.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn