Fréttablaðið - 13.02.2016, Síða 53
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 13. febrúar 2016 15
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgöngustofu,
www.samgongustofa.is
Spennandi störf
hjá Samgöngustofu
Samgöngustofa ı Ármúli 2 ı 108 Reykjavík ı Sími 480 6000
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
6
-0
5
6
4
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála
með um 140 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað að stuðla að
öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum.
Samgöngustofa annast eftirlit er varðar flug, siglingar,
umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum
og leiðsögu.
SÉRFRÆÐINGUR Í SAMGÖNGUVIRKTARDEILD
Samgöngustofa leitar að sérfræðingi í samgönguvirktardeild á samhæfingar-
svið stofnunarinnar. Viðkomandi mun koma að ölbreyttum verkefnum sem eiga
það sameiginlegt að stuðla að virkum og greiðum samgöngum. Starð felst m.a. í
þátttöku í svörun erinda, gagnasöfnun og skilum fyrir áætlanir og alþjóðleg
verkefni sem og þátttöku í verkefnum á sviði umhversmála. Hluti starfsins felst í
þýðingum og textagerð sem og vinnu við þróun laga og reglugerða á starfssviði
stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100%.
Nánari upplýsingar veitir Halla S. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
samhængarsviðs, í síma 480 6000.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Skilyrði er að umsækjandi hafi reynslu og þekkingu af opinberri stjórnsýslu.
• Mjög góð íslenskukunnátta ásamt mjög góðri enskukunnáttu er skilyrði.
• Mjög góð tölvufærni.
• Kostur ef umsækjandi hefur reynslu af úrvinnslu tölfræðilegra gagna.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti ásamt mikilli færni í mannlegum samskiptum.
• Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og í hópi, er með gott
viðmót og sýnir frumkvæði í starfi.
• Þarf að vera jákvæður og samviskusamur.
SÉRFRÆÐINGUR Í UPPLÝSINGAVINNSLU
Samgöngustofa leitar að sérfræðingi í upplýsingavinnslu sem er hluti
af upplýsingatæknideild stofnunarinnar. Í starnu felst að annast
upplýsingamiðlun úr ökutækjaskrá Samgöngustofu sem og umsjón og eftirlit
með aðgangi ýmissa aðila að farartækjaskrám stofnunarinnar. Í starnu felst
einnig að tryggja að áreiðanlegar upplýsingar séu aðgengilegar og að farið sé
að reglum við miðlun upplýsinga. Hluti starfsins felur í sér samskipti við
viðskiptavini og sértæka aðstoð við upplýsingaleit úr ökutækjaskrá. Að auki
felst í starnu stefnumótun varðandi miðlun gagna úr öðrum skrám svo sem
skipaskrá og loftfaraskrá og þróun vöruhússgagna. Starfshlutfall er 100%.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Skúladóttir, fagstjóri upplýsingavinnslu,
í síma 480 6000.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Kunnátta í SQL fyrirspurnarmálinu eða Business Objects er kostur.
• Þekking og reynsla af úrvinnslu tölfræðilegra gagna er kostur.
• Mjög góð tölvufærni.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 2016
Hægt er að sækja um störfin rafrænt á www.samgongustofa.is/storf
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við
kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt
til að hafna öllum umsóknum.
Í boði eru fjölbreytt og spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi
þar sem frumkvæði fær notið sín