Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 58

Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 58
| AtvinnA | 13. febrúar 2016 LAUGARDAGUR20 Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.avelar.is Aflvélar ehf. auglýsir eftir sölumanni. Fyrirtækið hefur í yfir 25 ár sérhæft sig í sölu og þjónustu á tækjum og vélum, m.a. fyrir viðhald flugvalla og vega. Aflvélar eru með sölu og þjónustu á vetrar- og sumarvörum, s.s. snjótönnum, sand/saltdreifurum, snjóblásurum, flug- vallasópum, götusópum, sláttuvélum, holræsabílum og burstum ásamt hreinlætisvélum og tækjum frá fremstu framleiðendum á þessum sviðum í Evrópu. Starfslýsing - Söluráðgjöf til viðskiptavina - Varahlutapantanir og sala - Er í senn tæknilegur ráðgjafi, þjónustuaðili og söluráðgjafi - Samskipti við birgja Hæfniskröfur - Reynsla í sölu er skilyrði - Menntun á sviði véla og tækja er æskileg. - Þarf að vera vel talandi og skrifandi á ensku. Önnur tungumál eru kostur en ekki skilyrði. - Góð tölvukunnátta er skilyrði (notað er word, excel og Navision). - Gilt bílpróf skilyrði, meirapróf og lyftarapróf æskilegt. - Þarf að hafa ríka þjónustulund og góða samskiptahæfileika. - Þarf að vera samviskusamur, áreiðanlegur og stundvís. Við leitum að skemmtilegum og áhugasömum einstaklingi með frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem hefur áhuga á að vera þátttakandi í ört vaxandi fyrirtæki. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn, með ferilskrá og mynd á tölvupóstfang; bokhald@aflvelar.is fyrir 17. febrúar n.k. Athugið að upplýsingar er ekki gefnar á staðnum eða í síma. Sölumaður véla kopavogur.is Kópavogsbær Spennandi störf hjá Kópavogsbæ Leikskólar · Leikskólakennari í leikskólann Arnarsmára · Deildarstjóri í leikskólann Álfatún · Leikskólakennari í leikskólann Álfatún · Leikskólakennari eða þroskaþjálfi í Efstahjalla · Leikskólakennari í leikskólann Dal Grunnskólar · Forfallakennari í Álfhólsskóla Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur. is, þar sem jafnframt má finna fleiri störf og nánari upplýsingar. Staða skólastjóra við Melaskóla Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Melaskóla. Melaskóli er rótgróinn skóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Skólinn hefur starfað í 70 ár, eða frá árinu 1946, og byggir starfið á sterkum hefðum. Í skólanum eru 640 nemendur í 1.-7. bekk og um 80 starfsmenn. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði eru grundvallargildi skólastarfsins. Í Melaskóla er bekkjarkerfi og fjölbreyttir kennsluhættir og náið samstarf eru í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á læsi í víðum skilningi, útikennslu, raungreinar, tæknimennt og list- og verkgreinar. Unnið er að markmiðum Grænna skrefa Reykjavíkurborgar og eftir Olweusaráætlun gegn einelti. Skólinn er í grónu hverfi og er samstarf við heimili, félagasamtök og stofnanir í nærumhverfinu með miklum ágætum. Leitað er eftir einstaklingi sem getur veitt skólasamfélaginu faglega forystu á lýðræðislegan hátt og leitt skólann inn í framtíðina með virðingu fyrir ríkri menningarlegri arfleifð. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutil- högun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. apríl 2016, eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: gudlaug.sturlaugsdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Sem sérfræðingur í netdeild fellur m.a. inn á þitt verskvið: • Sjá um viðhald á vef okkar og vera tengiliður í samskiptum við vefstofur og aðra verktaka • Sjá um innanhús bakendakerfi fyrir vörur og birgðastöðu • Vinna greiningar út frá söfnuðum sölu-, markaðs- og notkunargögnum (með Google Analytics og öðrum tólum) • Taka virkan þátt í innleiðingu kerfa, greina tækifæri til sparnaðar og aukinnar sjálfvirkni Við leitum að einstakling sem er: • Fljótur að læra á …ölmörg samspilandi kerfi • Eldklár á Excel, reynsla af formúlum, filterum o.fl • Hefur grunnþekkingu á FTP, HTML & CSS • Vandvirkur og hefur öguð vinnubrögð • Með háskólapróf eða sambærilega reynslu sem nýtist í starfi Við bjóðum upp á í staðin: • Spennandi starf á hröðum vinnustað • Mikil tækifæri til að vaxa í starfi • Sanngjörn laun ICEWEAR er leiðandi fyrirtæki sem framleiðir útivistarfatnað, allt frá ullarpeysum til hátæknilegra dúnúlpna. Mikill vöxtur á sér stað í netdeild ICEWEAR, þar sem við seljum mörg hundruð vörur út um allan heim. Við erum því að leita að öflugum einstaklingi til þess að taka þátt í frekari uppbyggingu. Sérfræðingur í netdeild ICEWEAR Starfið er laust strax. Áhugasamir sendi ferilskrá ásamt mynd á atvinna@icewear.is Umsóknarfrestur rennur út 20. febrúar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.