Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 61
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 13. febrúar 2016 23
VERKEFNASTJÓRI
Vegna aukins fjölda verkefna óskum við eftir að ráða byggingaverk-
fræðing eða tæknifræðing til framtíðarstarfa við að stýra bygginga-
verkefnum á vegum fyrirtækisins á Íslandi. Starfsstöð yrði í Reykjavík.
Helstu verkefni:
• Verkefnastjórnun
• Innkaup og samningar við verkkaupa, undirverktaka og birgja.
• Kostnaðareftirlit, reikningsgerð og uppgjör verka.
• Tilboðsgerð og verkefnaöflun
Hæfniskröfur:
• Byggingaverkfræðingur eða byggingatæknifræðingur.
• Reynsla er kostur.
• Sjálfstæði og skipulag í vinnubrögðum
• Frumkvæði, áræðni og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknir sendist á gylfi@javerk.is. Nánari upplýsingar veitir Gylfi í
síma 860 1707. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem
trúnaðarmál.
KRANAMAÐUR
Óskum eftir að ráða kranamann til framtíðarstarfa á vökvabómukrana
með um og yfir 100 tonna lyftigetu. Aðalstarfsstöð á Selfossi. Starfið
felst í þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og jafnframt þjónustu
við eigin byggingarverkefni.
Hæfniskröfur:
• Full réttindi til að stjórna stærri vökvabómukrönum.
• Meirapróf og réttindi til að aka vörubílum með vögnum og geta
til að vinna á vörubílum með krönum.
• Skilyrði að viðkomandi sé íslenskumælandi.
• Þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknir sendist á kristjan@javerk.is Nánari upplýsingar veitir
Kristján í síma 891 8888. Farið verður með allar fyrirspurnir og
umsóknir sem trúnaðarmál.
JÁVERK er 24 ára öflugt og metnaðarfullt verktakafyrirtæki sem jafnframt rekur
kranaleigu. Starfsmenn eru um 120 í dag og verkefnastaða fyrirtækisins er traust.
JÁVERK leggur mikla áherslu á umhverfis, öryggis og gæðamál. JÁVERK leggur
áherslu á að ráða kraftmikla og metnaðarfulla einstaklinga sem sýna frumkvæði
og sjálfstæði í vinnu.
Starfsmannastefna fyrirtækisins gerir ráð fyrir að aðbúnaður og starfsumhverfi sé
með því besta sem þekkist. Starfsandi er frábær og starfsmannafélagið er mjög
virkt og stendur fyrir margskonar skemmtunum og ferðalögum. JÁVERK er með
skrifstofur bæði á Selfossi og Reykjavík.
Gagnheiði 28
IS-800 Selfoss
Iceland
Sími +354 480 1700
Fax +354 480 1701
www.javerk.is
PI
PA
R
\T
BW
A
S
ÍA
1
60
96
0
Ertu að leita að talent?
Við finnum starfsmanninn fyrir þig
lind@talent.is bryndis@talent.is
www.talent.is | talent@talent.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir
lausa til umsóknar stöðu almenns
hljóðfæraleikara í horndeild frá og
með ágúst 2016.
Hæfnispróf fer fram 10. maí 2016
í Hörpu.
Umsóknarfrestur er til 2. mars 2016.
Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjöl-
um, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur
mannauðsstjóra (una@sinfonia.is).
Einleiksverk:
1. R. Strauss hornkonsert nr. 1 (fyrsti
kafli)
2. W.A. Mozart hornkonsert (1. kafli án
kadensu) nr. 2 KV417, nr. 3 KV447
eða nr. 4 KV495
Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir
þátttakendum að minnsta kosti tveimur
vikum fyrir hæfnispróf.
Nánari upplýsingar er að finna á vef-
svæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
www.sinfonia.is og hjá mannauðsstjóra
(una@sinfonia.is) í síma 898 5017.
Hornleikari
óskast
www.sinfonia.is » 545 2500
Miðborg óskar eftir fasteignasala.
Óskað er eftir duglegum einstaklingi sem er
heiðarlegur, hugmyndaríkur og á gott með
mannleg samskipti. Gott starfsumhverfi og mikil
reynsla. Umsóknir sendist á johann@midborg.is,
fyrir 15. febrúar nk.