Fréttablaðið - 13.02.2016, Qupperneq 94
á að skoðunin um fækkun ríkis-
stofnana hafi fengið slæma útreið.
Auðvitað ver kerfið sjálft sig, emb-
ættismannakerfið á Íslandi er sterkt
og það er bara mannlegt að sporna
gegn breytingum. Aðalmálið er að
við sem þjóðfélag séum sammála
um hvaða hlutverki ríkið á að sinna,
en svo þurfum við að hafa kjarkinn
til þess að taka ákvarðanir um
breytingar ef þær auðvelda ríkinu
að sinna hlutverki sínu betur.“
Mikil samstaða í þjóðfélaginu
Katrín Olga segist mundu vilja byrja
á umræðu um hver við viljum að séu
umsvif hins opinbera. „Þarna kem
ég aftur að Samráðsvettvanginum.
Ég tel að það sé miklu meiri sam-
staða í íslensku þjóðfélagi en má
virðast. Við viljum öll góða heil-
brigðisþjónustu, menntakerfi og
samgöngur. En svo þegar kemur að
útfærslunni þá er blæbrigðamunur.
Mér finnst það sorglegt þegar því
sem við erum ósammála um er gert
miklu hærra undir höfði en því sem
við erum sammála um.
Á Íslandi er gróska í tæknifyrir-
tækjum og auðvitað viljum við sjá
fleiri fyrirtæki eins og Össur og
Marel. Ég er viss um að það eru í
dag íslensk sprotafyrirtæki sem
eiga eftir að feta í þau fótspor og
það þarf auðvitað að styðja við þau.
Ég vil sjá fjölbreytta flóru íslenskra
tæknifyrirtækja.
Í dag erum við með þrjá stólpa
þegar kemur að útflutningi: sjávar-
útveginn, stóriðjuna og ferðaþjón-
ustuna. En við þurfum að huga að
fleiri möguleikum. Okkur hefur
til dæmis tekist vel að draga að
erlend fyrirtæki sem taka upp kvik-
myndir og þáttaraðir hér á landi,
gegn ívilnun. Við þurfum að halda
áfram á þeirri braut. Í dag erum við
til dæmis í beinni samkeppni um
slík verkefni við Noreg sem ákvað
að feta sömu braut. Við þurfum að
svara þeirri samkeppni. Við verðum
að hafa í huga ruðningsáhrifin af því
þegar vel gengur,“ segir Katrín Olga.
Tækifæri í samrekstri
Katrín Olga aðhyllist einnig fjöl-
breytileika í rekstrarformi, sem
hún segir að megi skoða sérstaklega
hvað varðar opinbera geirann. „Við
hrökkvum öll í baklás þegar rætt
er um einkarekstur þjónustu sem
ríkið sinnir eða samrekstur milli
einkaaðila og ríkisins. En ég held að
á mörgum sviðum felist tækifæri í að
fara þá leið,“ segir hún.
Fjölbreytileiki lykilatriði
„Fjórði fjölbreytileikinn er mann-
lífið. Við erum ekki nema rúmlega
300 þúsund manns. Það er jákvætt
að auka fjölbreytileikann þegar
kemur að þjóðernum. Við sjáum til
dæmis hvað Íslensk erfðagreining
hefur dregið til landsins marga
erlendra sérfræðinga af ólíkum
þjóðernum. Það er skortur á starfs-
fólki í ákveðnum stéttum, meðal
annars í ferðaþjónustu. Við eigum
óhrædd að fagna fjölbreytileika í
mannlífinu og taka vel á móti starfs-
fólki af erlendum uppruna. Allur
þessi fjölbreytileiki skilar sér í víð-
sýni og hagsæld að mínu mati.“
Katrín Olga segir að sér finnist
jafnframt skipta máli fyrir íslenskt
atvinnulíf að leikreglurnar séu skýr-
ar. „Við höfum verið að breyta mikið
leikreglunum. Árin eftir hrun voru
gerðar hundrað skattbreytingar á
íslensku skattkerfi. Allar sveiflur og
það að breyta reglum eftir á er mjög
vont fyrir íslenskt viðskiptalíf. Ég
veit að þeir erlendu aðilar sem hafa
komið að stjórnun á Íslandi hafa
bent á að það sé mjög erfitt að vera
með viðskipti á Íslandi, þar sem er
alltaf verið að breyta leikreglunum.
Ég held að stöðugleiki í því umhverfi
sem við búum í skipti miklu máli.
Það er líka mikilvægt að þegar við
innleiðum reglur frá ESB þá bætum
við ekki í regluna og þyngjum hana
eins og því miður hefur verið raunin
hér á landi.
Vaxandi erlend samkeppni
Við erum örþjóð. Við þurfum að
laga stofnana- og eftirlitsumhverfið
okkar að því. Við getum ekki verið
að hegða okkur eins og stórþjóð
þannig að fyrirtæki í landinu kafni,“
segir Katrín Olga.
Hún bendir á að íslensk fyrir-
tæki verði fyrir mikilli erlendri
samkeppni. „Já.is er að keppa við
Google, Icelandair við easyJet og
365 við Netflix og Hulu. Skattspor
fyrirtækja á Íslandi eins og Ice-
landair Group eru 20 milljarðar.
EasyJet skilar því ekki. Það þarf að
varast að líta á fyrirtækin of þröngt.
Viljum við hafa blómlegt atvinnulíf
á Íslandi? Mér finnst málið snúast
um þetta, en ekki hvort viðkomandi
sé stór á Íslandi.“
Katrín Olga telur að blómlegt
atvinnulíf komi líka til með að draga
hæfileikaríkt íslenskt vinnuafl heim.
„Ég man þegar Íslensk erfðagreining
var sett á stofn, þá komu margir
íslenskir sérfræðingar aftur heim.
Það er alveg ljóst að fjölbreytt við-
skiptalíf sem dafnar og hefur frelsi
til að dafna mun draga Íslendingana
heim.“
„Auðvitað eru það vonbrigði að
eigendur fyrirtækja sjái sér ekki hag
í því að vera með fjölbreytileika við
stjórn. Þau fyrirtæki missa af tæki-
færum. Rannsóknir McKinsey sýna
að fjölbreytileiki eykur hagsæld
fyrirtækja.
Þrátt fyrir augljós jákvæð áhrif
hefur kynjakvótinn því miður ekki
skilað nægum áhrifum á stjórnun
innan fyrirtækja. Maður veltir því
fyrir sér hvað þarf til. Kannski vant-
ar fleiri fyrirmyndir eða aukið víð-
sýni þeirra sem ráða stjórnendur,“
segir hún.
Jafnréttismál hafa verið Katrínu
Olgu hugleikin í gegnum árin og
hefur hún lagt sitt af mörkum til
þess að auka hag kvenna. „Þar er
verk að vinna, þó mikið hafi áunn-
ist. Við erum ennþá að glíma við
launamisrétti kynjanna þó árið
sé 2016, einungis ein kona, Sigrún
Ragna, forstjóri VÍS, stýrir skráðu
fyrirtæki í Kauphöll og við höfum
tekið bakslag með sjálfstæðan fæð-
ingarorlofsrétt karla, sem orsakar
það að þeir taka síður fæðingar-
orlof.
Vill vera fyrirmynd
Ég vona að formennska mín í Við-
skiptaráði verði hvatning og hafi
jákvæð áhrif. Konur standa körlum
jafnfætis þegar kemur að námi og
eru meira að segja meirihluti þeirra
sem útskrifast úr háskóla, en á sama
tíma eru konur ekki jafnir þátttak-
endur á við karla þegar kemur að því
að stýra landinu, hvorki í pólitík né
atvinnulífinu. Við eigum að koma
að þessu borði eins og öðrum.“
Katrín Olga segir að sér finnist
skipta afskaplega miklu máli við
stjórnun að hafa sýn og stefnu. „Þú
þarft að vinna með stefnu og hafa
sýn, víðsýni og þekkja rekstur. Mér
finnst skipta máli að vera hrein-
skilin og opin. Rökræður og að geta
skipt um skoðun skiptir mjög miklu
máli.“
Hún hefur setið í Viðskiptaráði í
sex ár og segist ætla að fylgja þeirri
línu sem hún hefur tekið þátt í að
móta á tíma sínum í stjórn ráðsins.
„Eftir að McKinsey-skýrslan birtist
ákváðum við stefnu til fjögurra ára
út frá þeim geirum sem voru settir
fram þar. Starfið einkennist af því.
Við höfum tekið alþjóðageirann
fyrir, opinbera geirann og nú erum
við að taka innlenda þjónustugeir-
ann. Svo er auðlindageirinn eftir.
Aðhyllist samrekstur stofnana
Við erum á góðri leið, höfum mynd-
að okkur skoðanir á ýmsum hlutum,
meðal annars hvernig hægt sé að
einfalda regluverk og stofnanaum-
hverfið og við munum vinna áfram
á þeim nótum. Á Íslandi eru yfir 180
stofnanir, en við erum rétt rúmlega
300 þúsund manna þjóð. Ein af til-
lögum verkefnastjórnar á vegum
Samráðsvettvangs er aukinn sam-
rekstur stofnana. Við erum með
margar örstofnanir sem eyða meira
af fjármagni sínu í stoðþjónustu en
faglega þjónustu. Samrekstur um
stoðþjónustu tryggir aukið fé til
faglegra verkefna,“ segir Katrín Olga.
Hún telur að það sé hljómgrunn-
ur fyrir þessum hugmyndum. „Það
er alveg ljóst að það eru einhverjir
ósammála okkar hugmyndum. Við
hjá Viðskiptaráði lítum ekki svo
Við hrökkVum öll í
baklás þegar rætt er
um einkarekstur
þjónustu sem ríkið
sinnir eða samrekstur
milli einkaaðila og
ríkisins. en ég held að á
mörgum sViðum felist
tækifæri í að fara þá
leið.
Stærð fyrirtækis 2010 2011 2012 2013 2014
2-9 manns 25,5 26,0 25,8 25,6 25,4
10-19 manns 20,1 21,0 21,0 20,5 22,2
20-49 manns 16,8 17,7 19,3 20,6 20,4
50-99 manns 20,1 19,2 21,3 26,1* 29,6
100-249 manns 17,5 21,9 23,8 31,8* 35,0
250+ 21,0 25,7 26,0 36,0* 38,5
Meðaltal 24,0 24,5 24,9 25,1 25,5
✿ Hlutfall kvenkyns stjórnarmanna
*Í september 2013 tóku gildi lög um kynjakvóta sem segja að í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga sem hafa fleiri en
50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skuli vera að minnsta kosti 40 prósent hlutfall af öðru kyninu.
Katrín Olga telur að miklu meiri samstaða sé í íslensku þjóðfélagi en megi virðast. FreTTAblAðið/ernir
↣
Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com
Snyrtistofan Ha lik
PANTAÐU FRÍAN TÍMA
Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA
893-0098
FLOTT TILBOÐ SEM
GILDA ÚT FEBRÚAR
ERTU LÖNGU HÆTTUR AÐ TAKA Í NEFIÐ
EN SITUR UPPI MEÐ SKEMMDIRNAR!
1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r34 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð