Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 99

Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 99
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, Guðmundar Magnúsar Jasonarsonar rafvirkjameistara. Starfsfólki Hrafnistu eru færðar alúðarþakkir fyrir góða umönnun. Bjarney Guðrún Ólafsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir falleg orð, kveðjur og auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar yndislegu ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þuríðar Sölvadóttur Erluhólum 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðlækningadeildar 11G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka hlýju og umönnun. Bergsveinn Alfonsson Sölvi Þór Bergsveinsson Ingibjörg Grettisdóttir Linda Björk Bergsveinsdóttir Guðfinnur Guðnason Sigríður Gunnarsdóttir Rúnar V. Þórmundsson og ömmubörnin. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, Árna Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, Goðheimum 21, 104 Reykjavík, sem andaðist 24. janúar sl. og var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hrafnistu í Reykjavík, deild 4 A. Stefán Árnason Stefanía Eiríka Einarsdóttir Guðný Árnadóttir og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Unnur Guðmundsdóttir Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á Landakotsspítala þann 21. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð og vinsemd. Rut Þorsteinsdóttir Olgeir Kristjónsson Hörður Þorsteinsson Kristín Gunnarsdóttir Hafdís Þorsteinsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Láru Guðnadóttur (Syðstu-Görðum) Brákarhlíð, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskuðu dóttur, systur, mágkonu og föðursystur, Rósu Kristjánsdóttur Stóradal. Margrét Rósa Jónsdóttir Kristján Jónsson Bjarki Kristjánsson Erla Gunnarsdóttir Jón Ölver Kristjánsson Sunna Björk Björnsdóttir Jakob Víðir Kristjánsson Ragnhildur Haraldsdóttir og bræðrabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhann Long Ingibergsson lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Sóley Jóhannsdóttir Haraldur Jóhannsson Nína Dóra Pétursdóttir Einar Jóhannsson Evelyn Hipertor Jóhannsson Jóhann Long Jóhannsson og afabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Ólafs Ágústs Ólafssonar Vatnsstíg 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða fyrir hlýju og alúðlega umönnun. Sigurveig Kristjánsdóttir Kristín Hagalín Ólafsdóttir Björn Vignir Sigurpálsson Kristján Ólafsson Ragna Eyjólfsdóttir Ólafur Ágúst Ólafsson Jacqueline Santos Silva Sigrún Sandra Ólafsdóttir Albert Björn Lúðvígsson og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Bents Bjarna Jörgensen Háaleitisbraut 10, og heiðruðu minningu hans. Guðrún Jörgensen Aðalheiður Jörgensen Friðgeir Sveinn Kristinsson Árni Ómar Bentsson Bryndís Hilmarsdóttir Bjarni, Hilmar, María, Sigrún, Ester Inga og Agnar Bjarni Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi, Hilmar Örn Bragason Brúnastöðum 54, varð bráðkvaddur að heimili sínu fimmtudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Hildur Hilmarsdóttir Birgir Hilmarsson Jóhanna Steinunn Guðmundsdóttir Bragi Hansson Rose Marie Christiansen Petra Bragadóttir Eggert Árni Gíslason Ólöf Björk Bragadóttir Sigurður Ingólfsson og fjölskyldur. Sýningin er á frekar léttum nótum og er pínulítið sumarleg þó langt sé enn til vors. Ef ég á að velja henni yfirskrift mundi hún vera Náttúra,“ segir Edda Guðmundsdóttir um sýningu sína á veitingastaðnum Geysi Bistró í mið- borg Reykjavíkur. Hún segir ekki um stóra fleti að ræða inni á staðnum og myndirnar taki mið af því. Skyldi hún hafa málað þær með þennan sal í huga? „Nei, myndirnar eru frá ýmsum tíma- bilum, sumar nýjar og aðrar eldri, ég valdi þær eftir því hvernig þær pössuðu saman og í plássið.“ Edda kveðst hafa mjög frjálslegan stíl í myndlistinni. „Ég er mest að skemmta sjálfri mér með því að mála. Nota mest olíuliti en ein mynd á sýningunni er máluð með vatnslitum á striga, ég var aðeins að prófa og ákvað að hengja hana upp.“ Edda hélt sína fyrstu sýningu 2007 í tilefni sjötugsafmælis síns en kveðst lengi hafa fengist við að mála. „Ég á til myndir frá sjöunda áratugnum þann- ig að ég hef lengi fiktað við litina. Hef svo verið í skólum og reynt að bæta við mig færni í 25 ár. Er núna í Myndlistar- skólanum í Reykjavík í tímum sem kall- ast Vinnustofa. Þar fáum við kennara í heimsókn að leiðbeina okkur og gagn- rýna.“ Spurð hvaðan hún fái sínar hugmynd- ir að listaverkum svarar Edda: „Ég veit það ekki, ég verð að segja að mig skortir bara aldrei hugmyndir. Ef eitthvað er þá eru þær of margar. Sumum hefur mér ekki tekist að koma frá mér þannig að ég sé sátt, þær eru niðri í geymslu og bíða betri tíma. Ég er alltaf með hugmynd í kollinum þegar ég byrja á mynd, svo getur hún breyst og útkoman orðið allt önnur í lokin en samt verið í lagi.“ Hvort hún hafi listfengi í genunum veit Edda ekki en segir þó föður sinn, Guðmund Gíslason, kennara og skóla- stjóra, hafa haft gaman af að teikna og mála. „Þegar pabbi byrjaði að kenna sem ungur maður á Laugarvatni kenndi hann meðal annars teikningu.“ Edda fór beint úr því að hengja upp sýninguna í að pakka niður fyrir sólar- landaferð og er í þann veginn að hoppa upp í flugvél á leið til Tenerife þegar viðtalið fer fram. Skyldi hún fara með litina með sér út? „Nei, mér finnst sólar- strönd ekki rétti staðurinn til að mála á. En ég hef skroppið til Tenerife undan- farin nokkur ár á þessum árstíma. Það er freistandi að drífa sig burt úr hálkunni.“ gun@frettabladid.is Pínulítið sumarleg sýning Edda Guðmundsdóttir opnaði nýlega sýningu á eigin myndum í Geysi Bistro í Aðalstræti. Þær eru frá ýmsum tímabilum, sumar nýjar og aðrar eldri og eru sérvaldar í plássið. Edda í óðaönn að koma myndum sínum fyrir í Geysi Bistro. Mynd/Úr Einkasafni Ég er alltaf með hugmynd í kollinum þegar ég byrja á mynd, svo getur hún breyst og útkoman orðið allt önnur í lokin en samt verið í lagi. t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð 39L a U G a R D a G U R 1 3 . F e B R ú a R 2 0 1 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.