Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 102

Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 102
Ertu alltaf kallaður báðum nöfn- unum, Guðmundur Daníel? Nei, yfirleitt bara Guðmundur og stundum Gummi af vinum mínum í skólanum. Þegar ég er í útlöndum er ég kallaður Daníel því útlend- ingum finnst erfitt að segja Guð- mundur. Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Smíði, stærðfræði og íþróttir. Hver eru helstu áhugamálin utan skólans? Golf, skíði og að spila á píanó. Ég spila golf á sumrin hjá Golfklúbbn- um Oddi með pabba og Helga Hrafni, bróður mínum. Hversu gamall byrjaðir þú að spila á hljóðfæri? Ég byrjaði fimm ára að spila á píanó í Landakotsskóla. Núna læri ég hjá Jónasi Sen í Tónmenntaskóla Reykja- víkur. Hvernig datt þér í hug að spila á píanó og munnhörpu í einu? Það var þegar ég sá Billy Joel spila Pianoman á Youtube. Mig langaði að prófa hvort ég gæti gert það sama, spila á píanó, munnhörpu og syngja lagið á sama tíma. Byrjaðir þú ungur að æfa á skíðum? Ég var sjö ára þegar ég fór að æfa skíði hjá Ármanni en bara fjögurra ára þegar ég byrjaði fyrst að fara á skíði. Nú er ég nýkominn úr níu daga skíðaferð til Keystone í Colorado með fjölskyldu minni. Það var mjög gaman. Við skíðuðum allar erfiðustu brekkurnar og líka fyrir utan brekkur og inn á milli trjánna. Það reyndi á. Ég hef líka skíðað í Sochi í Rússlandi, í Kanada, á Ítalíu og í Breckenridge. Keppir þú stundum á skíðum? Já, til dæmis keppti ég á Reykjavíkur- mótinu í stórsvigi síðasta þriðjudag og lenti í 4. sæti. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í golfi því það er íþróttin sem mér finnst skemmti- legust. Spilar á píanó og munnhörpu samtímis Hinn ellefu ára gamli Guðmundur Daníel Erlendsson leikur sér að því að spila á píanó og munnhörpu samtímis og syngja inn á milli. Hann iðkar líka skíðabrun á veturna og golf á sumrin. Guðmundur hefur munnhörpuna á sérstakri grind sem heldur henni upp við munninn meðan hann spilar á píanóið. Fréttablaðið/Vilhelm Brandarar Drengurinn: „Mamma, þú verður að vekja hann afa.“ mamman: „Af hverju, góði minn?“ Drengurinn: „Hann gleymdi að taka svefntöflurnar sínar.“ „Eru ekki allar tærnar á mér jafn- gamlar, mamma?“ spurði Símon litli. „Jú, að sjálfsögðu, væni minn,“ svaraði mamma. „Hvernig stendur þá á því að þær eru ekki allar jafnstórar?“ Kennarinn: „Í hvaða orðflokki er kjúklingur?“ Sigrún: „Kjúklingur er nafnorð.“ Kennarinn: „Í hvaða kyni?“ Sigrún: „Ja, ef hann fer að gala þegar hann stækkar þá er hann karlkyn.“ ALLAR HELGAR 365.is Sími 1817 Afinn sem allir elska og fjörugu vinkonurnar Skoppa og Skrítla skemmta börnum og foreldrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum á Stöð 2. HELGARFJÖR FYRIR FLOTTASTA FÓLKIÐ Sýningin Nála er nú í bókasafninu á Akranesi. Hún er búin að fara hring- inn um landið á einu ári. Nokkur þúsund gestir hafa sótt hana og jafn- framt tekið þátt í að móta hana. Nála er nokkurs konar afkvæmi bókar- innar Nálu – Riddarasögu eftir Evu Þengilsdóttur. Kveikjan að sögunni er Riddarateppi frá 1700 sem er til sýnis á Þjóðminjasafninu og því var sýningin opnuð þar. Á Nálusýningunni hafa krakkar kubbað, æft sig í krosssaum og hlustað á upplestur á Nálu – Ridd- arasögu. Einn hluti sýningarinnar er 90 metra langur pappírsrefill. Á hann hafa mörg þúsund börn teiknað myndir í öllum regnbogans litum. Refillinn er rúðustrikaður og mynd- irnar með krosssaumsmynstri, líkar þeim sem eru í bókinni. Á Akranesi lýkur sýningunni 24. febrúar. Eftir það fer refillinn langi austur á Hvolsvöll og verður sýndur á Njálusetrinu – þar er einmitt verið að sauma Njálurefil. – gun Nálurefill eftir mörg þúsund börn á Íslandi Bragi Halldórsson 166 Getur þú fundið fimm arma stjörnuna? „Þetta er nú eitthvað skrítin þraut,“ sagði Kata. „Alger ruglingur af litum og formum, það er bara ekkert hægt að sjá út úr þessu.“ Bætti hún við. „Hvað segir þú Lísaloppa, hvað segja leiðbeiningarnar, hvað eigum við að gera við þetta rugl, eigum við að geta séð eitthvað út úr þessu eða hvað?“ Lísaloppa las leiðbeiningarnar. „Við eigum að finna fimm arma stjörnu og litirnir skipta engu máli,“ sagði hún. „Fimm arma stjörnu segir þú, út úr þessu rugli?“ sagði Kata hneyksluð. „Jæja, fyrst leiðbeiningarnar segja það þá hlýtur það að vera hægt. 1 3 . f E B r ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r42 H E L G i n ∙ f r É T T a B L a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.