Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 26
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Í framhaldi af grein Stefáns Jóns Hafstein sl. helgi blanda ég mér í umræðuna. Sem frambjóðandi 2012 bý ég yfir margs konar reynslu og stefnumótun sem á erindi til lesenda Fbl. Hlutverk forsetans skilgreindi ég svona – og tel orðin í góðu gildi: Við viljum aukna bjartsýni og jafnrétti. Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi. Við viljum sjá sann- girni og ábyrgð í verki. Forseti Íslands er þjóðkjörinn embættismaður sem heldur trúnað við kjósendur sína, óháð stjórnmálaskoðunum þeirra, og leitast við að vinna traust sem flestra landsmanna. Forsetinn getur stuðlað að því sem við viljum með orðum og þeim gerðum er ákvæði stjórnarskrár lýsa í heild sinni. Viðfangsefni for- setans eru mörg og misflókin. Hann stuðlar að lýðræðis- legum lausnum með sem mestum stuðningi í samfélaginu. Hann sameinar í störfum sínum almenn stjórnmál í víðum skilningi, önnur samfélagsmál, siðræna umræðu og sendi- störf sem þjóðarfulltrúi í útlöndum. Hann eflir samstarf við aðrar þjóðir. Ég legg áherslu meðal annars á eftirfarandi atriði Samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð sam- félags okkar. Skilvirkt, fjölbreytt og einstaklingsmiðað menntakerfi. Atvinnu og menningarstarf ungs fólks. Styrka samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs án til- lits til kyns, kynhneigðar eða húðlitar. Sérþekkingu vís- indanna og nýsköpun. Jafnrétti og mannréttindi á grunni Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og fleiri samþykkta. Aukið viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar and- rúmsloftsins. Blómlega landsbyggð og styrk bæjarfélög. Sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Kynningu heima og heiman á stöðu og eðli íslenskrar náttúru. Kynningu heima og heiman á íslenskri og alþjóðlegri menningu. Samræður sem flestra um framtíð veraldarinnar, frið, frelsi og lýðræði. Öflugt samstarf Norðurlanda. Jafnræði þjóða og allra trúarbragða og lífsskoðana. Aukin sam- skipti við þróunarlönd. Sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða. Lýðræðislegar ákvarðanir um helstu samskipti við aðrar þjóðir. Hlutverk forseta Íslands Það er tímabært að innanríkis- ráðherra svari því skýrt hvort þetta sé stefna ríkisstjórn- arinnar í málefnum innflytjenda, hælisleit- enda og allra af erlendum uppruna sem hingað leita. Ari Trausti Guðmundsson jarðvísinda- maður og rit- höfundur Jólatónleikar Pálma Gunnarssonar ásamt Ragnheiði Gröndal í Eldborg Hörpu 19. desember kl. 21:00 Miðasala á harpa.is, tix.is og í síma 528 5050 Í tengslum við flóttamannaumræðuna, sem farið hefur hátt undanfarið, hefur töluverð umræða skap-ast um Útlendingastofnun. Í gær voru stofnuninni afhentar 10.000 undirskriftir sem safnast höfðu til stuðnings albanskri fjölskyldu sem fær ekki hæli hér á landi. Fréttablaðið greindi frá nýju máli í gær sem snýr að stofnuninni. Málavextir eru þeir að stofnunin fór þess á leit við lögreglu að hún hæfi rannsókn á hjónabandi fólks, nýbakaðra foreldra, frá Víetnam vegna gruns um að það væri til málamynda. Rannsóknarbeiðnin var send til lögreglu tveimur mánuðum áður en fólkið fékk sitt fyrsta viðtal hjá stofnuninni. Grunur Útlendingastofnunar er reistur á myndbandi úr brúðkaupi hjónanna þar sem starfsmenn telja að brúðinni hafi „liðið afar illa“. Auk þess fékk stofnunin ábendingu frá Landspítalanum um að konan væri ung og barnaleg og maðurinn óframfærinn. Ef litið er fram hjá þessari vafasömu stjórnsýslu og mögulegu broti á persónuverndarlögum af hálfu spítal- ans, sem og þeirri undarlegu ályktun að óframfærið og ungt fólk sé líklega ekki ástfangið, hlýtur að þurfa að setja enn eitt spurningarmerkið við vinnubrögð Útlendinga- stofnunar. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir lögfræðingur stofnunarinnar að samkvæmt lögum beri að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstak- lingur í hjúskap er 24 ára eða yngri, líkt og raunin var í umræddu tilfelli. Símtal spítalans hafi verið aukaatriði þar sem grundvöllur athugunarinnar var aldur konunnar. „Við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Með auknum fjölda innflytjenda, hælisleitenda og vinnuafls af erlendum uppruna hér þá þyngist starf Útlendingastofnunar. Augljóslega. Og mistök geta orðið við aukið álag. Mistök, séu þau viðurkennd og beðist afsökunar á þeim, er hægt að fyrirgefa. En stofnunin viðurkennir engin mistök heldur ítrekar að um góða stjórnsýslu sé að ræða. Það er merkilegur skilningur starfsmanna stofnunar á lögunum, sem hlýtur að skrifast á stjórnanda hennar, að þörf sé á lögreglurannsókn á hjónabandi áður en fyrir liggur eitt einasta viðtal við hjónin sjálf. Í raun kristallast í þessum skilningi sú tilfinning, sem þeir sem afhenda stofnuninni undirskriftalista til stuðnings fjölskyldu sem ekki fær að vera hér, hafa fyrir stofnuninni; að þar sé unnið gegn því fólki sem á að þjónusta en ekki með því. Illugi Jökulsson sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni, sagði í samtali við Vísi að ef fólki blöskraði þá ættu opin- berar stofnanir að leggja við hlustir. Undirskriftirnar og gusturinn af vinnubrögðum Útlendingastofnunar undan- farið gefa það bersýnlega til kynna að fólki blöskri. Það er tímabært að innanríkisráðherra svari því skýrt hvort þetta sé stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum inn- flytjenda, hælisleitenda og allra af erlendum uppruna sem hingað leita. Stofnun sem segist bara vinna eftir lögum lýtur stjórn yfirvalda og það hvernig hún túlkar lögin er á ábyrgð ráðherra. Sé þetta ekki stefna stjórnarinnar þarf að grípa til ráðstafana strax. En ef svo er þá er spurning hvort innanríkisráðuneytið þurfi ekki að leggja við hlustir. Fólki blöskrar 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð SKOÐUN Spurt að leikslokum Stjórnarandstöðunni var heitt í hamsi á Alþingi í gær undir dagskrárliðnum Fundarstjórn forseta en þar var kvartað sáran yfir því að forsætisráðherra fengist ekki til að ræða afnám verðtrygg- ingarinnar. Forseti Alþingis þurfti nokkrum sinnum að spila sóló á bjölluna yfir saltvondum stjórnar- andstæðingum. Helgi Hrafn Gunn- arsson, þingmaður Pírata, sagði meðal annars forsætisráðherra gera lítið úr sjálfum sér sér með því að þora ekki að taka umræðuna. Þorsteinn Sæmundsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, benti yfirvegað á að kjörtímabilinu væri enn ekki lokið og nægur tími til að ræða um afnám verðtryggingar. Hjólin löngu farin að snúast Undir sama dagskrárlið las for- seti Alþingis upp tilkynningu frá forsætisráðherra um að afnám verðtryggingar væri á borði fjármálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðn- um að á borði fjármálaráðherra væri engin áætlun um afnám verðtryggingar, einungis áform um að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Ekki kemur á óvart að forsætisráðherra sé á flótta undan umræðu um afnám verðtryggingar. Enda virðist ekki standa til að leggja verðtrygg- inguna fyrir róða. stefanrafn@frettabladid Halldór Baldursson 22-10-2015 Forseti Íslands er þjóðkjörinn embættis- maður sem heldur trúnað við kjósendur sína, óháð stjórnmála- skoðunum þeirra, og leitast við að vinna traust sem flestra landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.