Fréttablaðið - 22.10.2015, Side 34

Fréttablaðið - 22.10.2015, Side 34
Fólk| tíska Á árum áður var París tískurisi á heimsvísu. Umheimurinn hrein- lega mótaðist af straumum og stefnum tískunnar frá París. „Það er því ekki að ástæðu- lausu að verslunin fékk nafnið Parísartízkan,“ segir Hjördís Sif Bjarnadóttir, eigandi Par- ísartízkunnar. „Lengi vel var starfrækt saumastofa samhliða versluninni og kannast margar dömurnar við að hafa fengið útskriftar- eða brúðarkjólinn sinn frá Parísartízkunni.“ Nýir tímar í Parísar- tízkuNNi Hjördís segir vandaðan og klassískan fatnað fást í Parísartízkunni. „Fatnaðurinn hjá okkur hentar hvaða tilefni sem er. Við erum með heimsþekkt merki eins og BASLER og Max Mara sem flestar konur kannast við,“ segir Hjördís og brosir. BASLER er að sögn Hjördísar þýsk hágæða vara. „Eins og Parísartízkan þá hefur BASLER gengið í gegnum miklar breytingar og eru flíkurnar frá þeim orðnar mun kvenlegri, stílhreinni og unglegri. „Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með breytingunum hjá þeim. Það er magnað hvað úr- valið af klæðilegum buxnasn- iðum, peysum og glæsilegum yfirhöfnum hefur aukist hjá BASLER og verður því spenn- andi að fylgjast með þeim í framtíðinni,“ lýsir Hjördís. Max Mara er háklassa ítalskt merki sem nýlega er komið í Parísartízkuna. „Vörulínur Max Mara eru hver annarri fegurri og má finna svo til allt úrvalið hjá okkur. Við getum með stolti sagt að við erum með einar sex línur frá Max Mara hér í Par- ísartízkunni.“ Persona/Marina Rinaldi er undir merki Max Mara sem einnig má finna í Parísartízk- unni. Í því merki eru flíkurnar í stærðum 40 til 52. „Vinsæld- ir þessa merkis hafa aukist gríðar lega og ekki að ástæðu- lausu. Nýverið var yfirhönnuð- ur Max Mara Weekend fenginn til að hanna línuna og það er ótrúlega gaman að sjá hvað þeir geta fundið klæðileg snið sem klæða af,“ útskýrir Hjördís. Ekki má gleyma Max Mara Studio, Max Mara Code, Penny Black og Max Mara Weekend. „Vörurnar frá þeim eru glæsi- legar. Það er ánægjulegt að sjá þessi nýju merki, þau eru kær- komin viðbót fyrir okkar tryggu viðskiptavini.“ Breytt og Betri Parísartízka ParísartízkaN kyNNir Parísartízkan hefur breyst mikið undanfarið. Þar má finna heimsþekkt merki eins og BASLER og Max Mara sem eru orðin kvenlegri, stílhreinni og unglegri.Vörurnar frá þeim eru góð viðbót fyrir trygga viðskiptavini verslunarinnar. Falleg Flík Glæsileg kápa frá Max Mara Weekend Heimsþekkt vörumerki Hjördís segir vandaðan og klassískan fatnað fást í Parízartískunni. „Fatnaðurinn hjá okkur hentar hvaða tilefni sem er. Við erum með heimsþekkt merki eins og BASlER og Max Mara sem flestar konur kannast við.“ Mynd/StEFán eggert segir að hann finni fyrir vaxandi eftir- spurn. „Þessi áhugi hefur verið í nokkurn tíma en er alltaf að aukast,“ segir hann. „Oft er talað um seinni bylgju í tískunni. Hún birtist fyrst á sýn- ingarpöllum tískuhönn- uða og kemur svo aðeins seinna í búðir. Íslend- ingar hafa hins vegar alltaf haft sérstakar taugar til mokkajakka,“ segir hann. „Framleiðsla á mokkajökkum byrjaði fyrst árið 1969. Mokkajakkinn er viðurkenndur hlífðarfatnaður á Ís- landi, nánast klassík, á meðan hann er frekar bundinn tískunni annars staðar í heiminum. Þetta eru mjög hlýjar flíkur og henta því vel hér á landi,“ segir Eggert og bendir á að vissulega breytist snið og útlit eftir tískustraumum. „Það eru alltaf nýjar áherslur auk þess sem unga kynslóðin í dag hugsar öðruvísi en eldri kynslóðir. Ég hef alveg fundið aukna eftirspurn undanfarin þrjú ár. Áhuginn hefur þó orðið almenn- ari undanfarið.“ Biðja um sérsaumað Eggert finnur einnig fyrir auknum áhuga á íslensk- um mokkajökkum frá útlendum ferðamönnum en nóg er af þeim á Skólavörðustígnum þar sem verslun hans er staðsett. „Það er mikið um að útlendingar biðji um sérhannaða jakka. Þeim finnst gaman að eiga eitthvað alveg sér- stakt frá Íslandi. Þeir biðja því gjarnan um sér- saumaða jakka eftir eigin höfði,“ segir Eggert. Í jakkana er notað lambaskinn en margir halda að það sé lambs- ull. „Þessi hugmyndafræði að nýta allt frá náttúrunni eins og hægt er og lifa með henni fer ágætlega sam- an með mokkajökkunum,“ segir hann og bætir við að bæði kynin óski sér mokkajakka. „Konurnar eru þó duglegri að koma í búðina,“ segir hann. viNsæll raPPari velur ísleNskt „Bandaríski rapparinn Zebra Katz, sem stígur hratt upp vinsælda- stigann um þessar mund- ir, hefur gert tvö myndbönd þar sem hann notar yfirhafnir frá okkur. Síðan er unga fólkið að draga fram gömlu mokka- jakkana frá ömmu og afa og nota í dag. Þetta unga fólk er mjög um- hverfisvænt. Það hefur komið í búðina til mín og sýnt mér flíkur sem ég gerði fyrir 25 árum,“ segir Eggert. Hann vill þó benda á að sumir gervifataframleiðendur séu farnir að stæla mokkajakka. Fólk ætti að kanna vel hvaða efni eru í flíkunum áður en þær eru keyptar.“ það Heitasta Frá Burberry til Topman – mokka- jakkar eru málið, sagði í frétt sem birtist á breska vefmiðlinum The Guardian. Fréttin birtist í kjölfar tískuviku í London fyrr á árinu. Blaðið segir að sam- kvæmt helstu tískufréttum verða hlýir mokkajakkar aðaltískan haust- ið 2015. Þar sem nú er spáð miklum kulda hér á landi er ekki úr vegi að kanna hvort ein- hvers staðar leynist gamall mokkajakki í fjölskyldunni eða fjárfesta í nýjum. Mokkajakki er framtíðareign og hann er flottur með gallabuxum.  n elin@365.isaF PölluNum Þessir flottu jakkar eru úr tískulínu tom Ford fyrir haustið 2015. ÓveNjulegur Flottur en óvenjulegur skinnjakki frá Eggert. Mynd/AndERS EnGStOM París Fyrirsætan Ophelie Guillermand sýnir hér fallegan jakka frá Schiaparelli á tískusýningu í París. Hlýr og gÓður Fallegur mokkajakki frá Eggert feldskera. Mynd/AnnA MAGGÝ tískaN eNDurtekur sig Eggert segir mikla eftirspurn eftir skinnjökk- um um þessar mundir. glæsilegar vörur „Vörulínur Max Mara eru hver annarri fegurri. Við getum með stolti sagt að við erum með einar sex línur frá Max Mara hér í Parísartízkunni.“ ↣ sígilDur Þessi jakki var sýnd- ur á tískusýningu Andrew Marc.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.