Fréttablaðið - 22.10.2015, Síða 70

Fréttablaðið - 22.10.2015, Síða 70
Krafturinn er svo miKill enda ollu Kvennaframboðin straum- hvörfum í íslensKum stjórnmálum, bæði til sKamms og langs tíma. LOKA ÆFING eftir Svövu Jakobsdóttur í uppsetningu Háaloftsins MIÐASALA Midi.is/Tjarnarbio.is/S. 527 2100 ATH! AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR „Leikhús eins og það best gerist.“ (D.K/hugras.is) NÆSTU SÝNINGAR: 24. okt. kl. 20.30 31. okt. kl. 20.30 8. nóv. kl. 19.00 – (ath. breyttan sýn.tíma) 13. nóv. kl. 20.30 15. nóv. kl. 20.30 Myndin er partur af því að halda til haga lær-dómsríkri sögu mann-réttinda á Íslandi. Það eru komnar upp kyn- slóðir sem muna ekki eftir kvenna- framboðunum,“ segir Halla Kristín Einarsdóttir kvikmyndagerðarkona um heimildarmynd sína Hvað er svona merkilegt við það? Halla Kristín kveðst hafa verið með myndina bak við eyrað frá árinu 2009 en aðalmyndatökurnar hafi farið fram 2013. „Ég hef unnið mikið með Unu Lorenzen sem er íslensk en býr í Kan- ada og er flinkur hreyfimyndagerðar- maður. Við lögðumst í mikla rann- sóknarvinnu við að finna myndefni í opinberum söfnum og einkasöfnum og líka filmusafni sjónvarpsins. Reynd- um að búa til eitthvað úr því sem til var og svo gerðum við litlar senur sem var ætlað að sýna tíðarandann þannig að það eru leikarar í myndinni þó að hún sé heimildarmynd. Ekki er hægt að fara í tímavél aftur til fortíðar til að taka upp efni svo því verður að bjarga með öðrum hætti.“ Það áhugaverðasta við efnið segir Halla Kristín vera persónurnar í myndinni og atorku þeirra. „Kraftur- inn er svo mikill enda ollu kvenna- framboðin straumhvörfum í íslensk- um stjórnmálum, bæði til skamms og langs tíma. Árið 1983, þegar þau komu fyrst fram, voru þrjár konur á Alþingi en eftir kosningarnar urðu þær níu, svo það varð 200% vöxtur yfir nótt. Framboðin lögðu grunn- inn að ýmsu sem við búum við í dag og teljum sjálfsagt. Myndin endar í nútímanum þannig að við förum vítt og breitt um sviðið.“ Hvað er svona merkilegt við það? hlaut Einarinn, aðalverðlaun Skjald- borgarhátíðarinnar, í vor og keppti í flokknum Besta norræna heimildar- myndin á Nordisk Panorama í sept- ember. Áður hafði Halla Kristín gert myndina Konur á rauðum sokkum. „Þegar Rauðsokkahreyfingin var lögð niður var byrjað að tala um Kvennaframboðið,“ segir hún. „Ég var byrjuð að setja mig inn í það svo það lá beint við að halda áfram og taka þennan kafla sem við erum að frumsýna núna í Sambíóunum.“ gun@frettabladid.is Myndin er partur af sögu mannréttinda á Íslandi ný heimildarmynd höllu Kristínar einarsdóttur, hvað er svona merkilegt við það? verður frumsýnd í kvöld í sambíóunum. hún fjallar um kvennaframboðin á íslandi á 9. áratug síðustu aldar. Persónurnar eru það áhugaverðasta í myndinni og atorka þeirra, að sögn Höllu Kristínar. Fréttablaðið/anton Bækur Svo þú villist ekki í hverfinu hérna HHHHH Höfundur: Patrick Modiano JPV Ísafoldarprentsmiðja 176 bls. Kápuhönnun: Alexandra Buhl Jean Daragane er miðaldra rithöfund- ur sem ver dögum sínum í íbúð sinni í París í einhvers konar sjálfskipaðri útlegð eða einangrun frá umheimin- um. Einangrun Daragane frá umheim- inum og liðinni tíð sinna eigin daga er slík að hann strögglar við að muna innihald eigin verka. Þessar látlausu og að því er virðist einföldu aðstæður marka sviðið í upphafi skáldsögunnar Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, eftir Patrick Modiano. En dag einn breytist allt. Kyrrlátri og allt að því horfinni veröld í gleymsk- unnar dái er raskað þegar Daragane fær upphringingu frá smákrimm- anum Ottolini sem hefur fundið adressubók höfundarins á glámbekk. Veröld Daragane er raskað þegar nöfn og símanúmer úr fortíðinni brjóta sér leið inn í vitund höfundarins ein- angraða og vekja með honum löngu gleymda eða bælda atburði úr for- vitnilegri fortíð. Og rithöfundurinn Jean Daragane hefur leit að liðnum tíma í anda Proust. Skref fyrir skref. Minningabrot fyrir minningabrot rammvilltur í eigin lífi. Lífi sem er í senn einangrað, forvitnilegt og á ein- hvern óræðan hátt svo sammannlegt og heillandi. Það er engu líkt að ráfa um villtur í fortíð og lífi Jean Daragane. Patrick Modiano hlaut Nób- elsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári. Útnefningin kom sumum á óvart, öðrum ekki, eins og gengur en víst er höf- undarverk Modiano glæsi- legt. Rætur þess liggja djúpt í franskri bókmennta- hefð og er ekki síst í sterku samlífi við verk Stendhals og Proust en framan við nýjasta afrek Modiano, Svo þú villist ekki í hverf- inu hérna, sem kom út á síðasta ári er ein- mitt að finna þessa frægu til- vitnun í Stendahl: „Ég get ekki miðlað raunveruleika atburðanna, ég get bara komið til skila skuggamynd þeirra.“ Modiano gerir þessi orð Stendahls að sínu manifesto í Svo þú villist ekki í hverfinu hérna. Ferð aðalpersónunnar Jean Daragane um tíma og rúm minn- inganna er þó annað og meira en skuggamynd. Modiano skapar ótrú- lega heildstætt listaverk og persónu- lega sögu einstaklings sem tínir saman minningabrot úr lífi sínu á ferðalagi um fortíðina fyrir sitt á hvað fimm- tán eða fjörutíu árum. Textinn er á einhvern óræðan hátt svo fisléttur og flögrandi að það þarf óneitanlega að hafa dálítið fyrir því að fylgja eftir þessari sérstæðu aðalpersónu. Modi- ano er einstaklega næmur á að draga fram að því er virðist svo mikilvæga og viðburðaríka fortíð með smáatriðum sem mynda í sífellu óvænt hugrenn- ingatengsl og ný mynd í fortíðinni blasir við. Lesandanum er þó látið eftir að miklu leyti að púsla brot- unum saman enda er leit Daragane að for- tíðinni honum erfið og þrungin sterkum tilfinningum. Pe r s ó n u s kö p u n Modiano er ótrúlega skörp og skýr án þess að þurfa til þess langar lýsingar. Þvert á móti er þær stuttar, hnitmiðaðar og lesandinn dregur upp sína mynd af persónunum út frá hegðunarmunstri og jafnvel hugleiðingum aðal- persónunnar um hvaða mann þau hafi að geyma. Framvind- an er að sama skapi öll dregin áfram í gegnum hinn miðlæga Daragane og er í senn þrungin spennu og eftirvænt- ingu eftir því hvaða minning vaknar næst í þessum miðaldra manni. Þýðing Sigurðar Pálssonar á líka sinn stóra þátt í því hversu auðvelt er að villast í hverfi og fortíð Daragane og veröld Modiano. Hafi lesandinn einhvern tíma komið til Parísar og notið þess að ráfa stefnulaust um götur borgarinnar, hugsa um lífið og liðna tíð, þá gefst hér annað tækifæri undir leiðsögn Modiano í ljúfri þýð- ingu Sigurðar. Góða ferð. Magnús Guðmundsson NiðurStaða: Fádæma snjöll og vel skrifuð skáldsaga um leit að liðnum tíma og óttann við hvað kunni að vera þar að finna. Það er dásamlegt að villast í hverfinu hérna 2 2 . o k t ó B e r 2 0 1 5 F i M M t u D a G u r46 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.