Fréttablaðið - 22.10.2015, Page 72

Fréttablaðið - 22.10.2015, Page 72
Frumsýningar Mot NatureN Gaman- og dramamynd Aðalhlutverk: Ole Giæver, Rebekka Nystabakk, Marte Magnus dotter Solem og Sivert Giæver Solem. Frumsýnd: 23.10. 2015 IMDB 7.1/10  BurNt Gaman- og dramamynd Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Sienna Miller, Daniel Brühl og Riccardo Scamarcio. Frumsýnd 30.10. 2015 the Last Witch huNter Spennu- og ævintýramynd Aðalhlutverk: Vin Diesel, Rose Leslie, Elijah Wood, Ólafur Darri Ólafsson og Rena Owen. IMDB 7,7/10 Rotten Tomatoes 97% „Við fáum bara e-mail þar sem okkur er sagt frá hverjir leika í myndinni, hvert atriðið er, hvenær lagið er spilað og af hverju. Þessu er skellt í fimm eða sex setningar og við segjum já eða nei,“ segir Arnór Dan söngvari en lag þeirra Ólafs Arnalds kemur fyrir á tveimur stöðum í kvik- myndinni, sem frumsýnd verður hér á landi í næstu viku. Um er að ræða lagið Old Skin, af plötunni For Now I Am Winter, sem Ólafur sendi frá sér árið 2013. Er lagið spilað tvisvar í myndinni og á svokölluð soundtracki. „Við sögðum strax já við þessu, enda frekar hlutlaus bandarísk stjörnum prýdd kvikmynd, en engin pólitík eða eitthvað sem við viljum ekki tengja okkur við,“ útskýrir Arnór hæstánægður. Segir hann upphæðirn- ar sem fáist fyrir að eiga lag í stórum Hollywood-myndum ekki aðalat- riðið. „Ég spái í raun ekki mikið í það, þar sem upphæðin sem kemur fyrir í tölvupóstinum deilist svo niður í ótal áttir, og þegar hún á endanum kemur til mín, ef hún kemur yfirhöfuð, þá lít ég á þetta sem algjöran bónus en geri ekki sérstaklega ráð fyrir honum. Það að koma tónlistinni sinni áfram á svona viðamikinn snertiflöt, eru raun- verulegu launin.“ Ekki er þetta í fyrsta skipti sem músíkalskt samstarf þeirra Arnórs og Ólafs ratar í stórmynd, því í janúar á þessu ári mátti heyra lagið A Stutter, sem einmitt kom af sömu plötu og lagið í Burnt, óma í afar dramatískri senu í Taken þrjú. „Ég er býsna ánægð- ur með að nú sé senan aðeins öðru- vísi, en lagið er spilað undir þegar persóna Cooper er að rísa úr ösku- stónni,“ segir Arnór léttur í lund. En þegar spurt er hvernig standi á því að tónlist þeirra félaga ratar Íslenskir tónar í bandarísku kokkadrama Bradley cooper Ólafur og Arnór leiddu saman hesta sína og hefur sá ávöxtur sannarlega vakið athygli í Hollywood-hæðum. mynd/Aðsend arnór Dan og Ólafur arnalds eiga lagið Old Skin sem ómar í Burnt, nýjustu kvik- mynd Bradley Cooper sem væntanleg er í kvikmyndahús. svo iðulega í hendurnar á risa kvik- myndaframleiðendum segist Arnór seint stæra sig af að koma því í kring. „Ég hreinlega veit það ekki, stundum ramba leikstjórarnir á þetta en svo er Óli náttúrulega mjög duglegur við að koma tónlistinni að,“ bendir Arnór á, hógvær að vanda. Má með sanni segja að vart verði þverfótað fyrir stórstjörnum á hvíta tjaldinu þegar Burnt verður sýnd. Með aðalhlutverk fara Bradley Coop- er, Sienna Miller, Daniel Brühl, Omar Sy og þarna munu slæðast með engar aðrar en Emma Thompson og Uma Thurman. Leikstjórn er í höndum John Vells. Fjallar myndin í grófum dráttum um hrokafullan kokk, Adam Jones, sem hefur lengi átt góðu gengi að fagna, en svo gengur það ekki lengur og allt fer niður á við. Hafandi þrjár Michelin-stjörnur á bakinu reynir Jones að koma undir sig fótunum og fer aftur á ról með nýjan veitingastað. Má gera ráð fyrir býsna spennandi atburðarás í framhaldinu. Hafa gagnrýnendur gert að gamni sínu og sagt að söguþráðurinn eigi sumpart margt sameiginlegt með ferli Coopers sé horft yfir árið, en líkt og kvikmyndaunnendur vita var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í stórmyndinni American Sniper. Hann hreppti þó ekki hnossið og næsta sem bíógestir sáu var kvikmyndin Aloha. Sú ræma fékk sannkallaða falleinkunn, og náði hæst 5,5 á IMDB, að ónefndu aðkast- inu sem framleiðendur myndarinnar urðu fyrir, þar sem innfæddir voru hlunnfarnir með eindæmum við gerð myndarinnar. Nú segja fróðir menn hins vegar að Cooper gæti átt sér viðreisnar von, á nákvæmlega sama tíma og Jones, hönd í hönd við fagra tóna Old Skin. Verður myndin frumsýnd þann 30. október.  Ég spái Í rauN ekki Mikið Í það, þar seM upphæðiN seM keMur fyrir Í töLvupÓstiNuM DeiList svo Niður Í ÓtaL áttir, og þegar húN á eNDaNuM keMur tiL MÍN, ef húN keMur yfir- höfuð, þá LÍt Ég á þetta seM aLgjöraN BÓNus eN geri ekki sÉrstakLega ráð fyrir hoNuM. Stærsti fasteignavefur landsins fasteignir.is á Guðrún Ansnes gudrun@frettabladid.is 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r48 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð bíó

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.