Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 1

Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Nýja flugfélagið kynnt. Michelle Roosevelt Edwards, einn- ig þekkt sem Michelle Ballarin, kynnti í gær áform sín um rekstur nýs flugfélags undir nafni og merkjum hins gjaldþrota WOW air. Hún kvaðst hafa keypt þær eignir flugfélagsins sem tilheyra vörumerkinu af skiptastjórum fé- lagsins. Hún hefði jafnframt tryggt 85 milljónir bandaríkjadala til rekstrarins. Fyrsta flugið yrði frá Dulles-flugvelli við Washington til Keflavíkur í október. Tvær flug- vélar yrðu til að byrja með í ferð- um milli Íslands og Bandaríkjanna en síðan fjölgaði þeim og yrðu orðnar fjórar næsta sumar og enn fleiri síðar. Hún kvað stefnt að því að bjóða upp á „næringarríkan“ mat um borð í vélunum og hefði hún fengið sér til halds og trausts við skipu- lagningu þess þriggja stjörnu Michelin-kokk. Hún hefði jafn- framt áhuga á að fá sérstaka setu- stofu fyrir farþega sína í Leifsstöð. „Eigum við ekki bara öll að gleðjast yfir því að það er áhugi á því að fljúga til Íslands og frá. Svo skulum við sjá hvaða hugmyndir fólk er með og hvort þær verða að veruleika áður en við förum kannski að tala mikið um þær,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, inntur eftir viðbrögðum í gærkvöldi. Hann hafði aðeins heyrt um áform Michelle Roosevelt Ed- wards í fjölmiðlum. jbe@mbl.is »22 Flug undir merki Wow í október  Bandarísk athafnakona hefur keypt eignir Wow air sem tengjast vörumerkinu BÖRN L A U G A R D A G U R 7. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  210. tölublað  107. árgangur  FÁTT SKEMMTILEGRA EN AÐ VINNA MEÐ BÖRNUM SEGIR BARNALÆKNIR BÖRN 32 SÍÐUR Tryggingargjald lækkar um 0,25% samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 2020 sem Bjarni Benediktsson kynnti í gær. Skattþrep verða framvegis þrjú með tilkomu lágtekjuþreps. Skattur sem leggst á laun undir 325 þúsund krón- um verður 31,44% árið 2021. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs á næsta ári 919 millj- arðar króna. Virðisaukaskattur verð- ur sem fyrr helsti tekjustofninn og á hann að skila 31,74% tekna ríkisins. Næststærsti tekjustofninn er tekju- skattur einstaklinga sem afla á 25,25% tekna ríkissjóðs. Þátttaka í flugfargjöldum Í frumvarpinu er gert ráð fyrir kostnaðarþátttöku ríkisins í flugfar- gjöldum íbúa landsbyggðarinnar. Eftir er að útfæra það nánar. Oddný G. Harðardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir fátt koma á óvart í frumvarpinu. Það byggist á mjög bjartsýnni spá og ríkisstjórnin sé rekin áfram af ósk- hyggju. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir þær skattalækkanir sem kynnt- ar voru ekki jafnmiklar og vonast hafi verið eftir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að fyrirhuguð skatta- lækkun tali vel inn í lífskjarasamning- inn sem samtök vinnumarkaðarins gerðu í vor með þátttöku stjórnvalda. „Þetta byggist á bjartsýni á hagvaxt- arforsendum, en skattalækkun sem metin er samkvæmt kynningu á 21 milljarð króna er auðvitað fagnaðar- efni,“ segir hann. Tryggingargjald lækkar  Fjárlagafrumvarpið 2020 kynnt í gær  Lækkun tekjuskatts einstaklinga flýtt  Kostar ríkissjóð 21 milljarð króna  Fellur vel að lífskjarasamningnum segir SA MSkattalækkanir boðaðar »6  Að undanförnu hafa fulltrúar stjórnvalda í Bandaríkjunum og Japan rætt við íslensk stjórnvöld um gerð fríverslunarsamnings. Fylgja þau í kjölfar Kína sem gerði fríverslunarsamning við Ísland í aprílmánuði 2013. Þá hefur Kína lagt fram minnisblað, eða samn- ingsdrög, til íslenskra stjórnvalda varðandi verkefnið Belti og braut. Hvorki kínverska sendiráðið né utanríkisráðuneytið vildu afhenda samningsdrögin. Sagði sendiráðið gögnin vera trúnaðarmál að sinni. Siglingaleiðir eru hluti af Belti og braut en með bráðnun íss gæti Ísland orðið í miðri slíkri leið. Það er þó óvissu háð. »14 og 16 Morgunblaðið/RAX Norðrið Ísbreiður hafa hopað síðustu ár. Stórveldin bjóða Íslandi samninga  Talsvert þurfti að hafa fyrir humarveiðum í sumar þó að afla- heimildir hafi verið í sögulegu lágmarki og gefa rannsóknir ekki fyrirheit um bjartsýni um að humarstofninn við landið sé að rétta úr kútnum. Jónas Páll Jónasson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að niðurstöður rannsókna og aflaráðgjöf fyrir næsta ár verði væntanlega kynntar fyrir áramót. Unnið sé að úrvinnslu gagna frá sumrinu. Rannsóknir hafa sýnt að nýliðunarbrestur var frá 2005 til 2014. Engar vísbendingar hafi komið fram um breytingar. »20 Líklega ekki að rétta úr kútnum Humar Lítið hefur veiðst af honum.  Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkj- unum hvetja fólk til að hætta að nota rafrettur á meðan verið er að rannsaka þriðja dauðsfallið sem rakið er til veiki af völdum raf- rettna. Talið er að 450 manns í Bandaríkjunum hafi orðið veikir vegna notkunar rafrettna. The Wall Street Journal greindi frá þessu. „Meðan á rannsókn stendur ætti fólk að íhuga alvarlega að hætta að nota rafrettur,“ sagði í frétta- tilkynningu frá samtökum gegn út- breiðslu sjúkdóma (e. Centers for Disease Control and Prevention). Talsmenn stofnunarinnar mæla einnig með því að fólk hætti að kaupa rafrettur af götusölum og reyni ekki að taka tækin í sundur til að reyna að breyta þeim á neinn hátt. Vilja að fólk hætti að nota rafrettur „Ég trúi á þig og ég treysti þér. Ég óska þér vel- farnaðar með öll þessi verkefni sem eru stór, við- kvæm og geta verið brothætt,“ sagði Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir þegar hún afhenti nýjum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigur- björnsdóttur, lyklana að dómsmálaráðuneytinu í gær. „Ég veit að þú munt vanda þig og ég vona að það verði gott fyrir þig og landsmenn að þú sitjir hér,“ bætti hún við. Hún færði Áslaugu Örnu plöntu sem innflutningsgjöf og sagðist vona að báðar tvær myndu vaxa og dafna á nýjum stað. Áslaug Arna sagðist þekkja vel hin stóru við- fangsefni ráðuneytisins og kvaðst mundu nálg- ast þau af auðmýkt. »10 Morgunblaðið/Hari Áslaug Arna tók við embætti í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.