Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Lokakafli í ritgerð Stefáns heitins Karlssonar (1989) um íslenskamálsögu nefnist „Ein tunga“ og þangað er sótt fyrirsögn þessapistils. Þar fjallar Stefán um tvö mikilvæg sérkenni íslensksmáls og málsögu. Annað er að munur á málfari eftir landshlutum hafi verið „fjarska lítilfjörlegur hér á landi miðað við það sem verið hefur í grannmálunum, og það kemur fljótt á litið á óvart, ekki síst vegna dreifðrar og víðáttumikillar byggðar í landinu“. Hitt er „hve lítill munur er á fornu máli og nýju að því er varðar beygingarkerfi og kjarna orðaforðans“. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að íslenska hljóðkerfið hefur breyst mjög mikið og að ís- lenskur nútímaframburður er afar frábrugðinn 12. aldar framburði. Hins vegar er það svo að ritmálið okkar í dag dylur á vissan hátt þennan mun af því að íslensk staf- setning er í aðalatriðum upp- runastafsetning, eins og sagt er. Hvað varðar beygingar og kjarna orða- forðans er munur eldri og yngri íslensku hins vegar miklu minni, eins og Stefán bendir á. Þótt vissar breytingar hafi raunar einnig orðið á þeim svið- um þá eru þær ekki þess eðlis að þær hindri aðgang nútímamanns að forn- um textum. Því er það svo að við getum með góðum rökum haldið því fram að fólk sem kann íslensku í dag geti með tiltölulega lítilli fyrirhöfn lesið og skilið texta á 12.-14. aldar íslensku og raunar kvæði og vísur sem eiga mun eldri rætur. Það er nokkur ábyrgðarhluti fyrir okkur sem tölum og skrifum ís- lensku á 21. öldinni að láta það ekki gleymast að hér er á ferðinni samhengi í íslenskri málmenningarsögu sem er í sjálfu sér dýrmætt. Í síðustu viku, 30. ágúst, var formlega gengið frá samningum um að reisa Hús íslenskunnar. Þar verður aðstaða til að varðveita og rannsaka hand- ritin okkar gömlu en jafnframt verða þar stundaðar rannsóknir og kennsla í íslensku nútímamáli. Húsið verður vettvangur fyrir nýyrða- og íðorða- starf, máltækni, málrækt, gerð rafrænna orðabóka og gagnasafna um mál og málnotkun fyrr og nú, söfn og miðlun upplýsinga um örnefni, þjóðfræði ýmiss konar, og svo má áfram telja – með orðum mennta- og menningar- málaráðherra í Morgunblaðinu 31. ágúst: „Þar munu tvinnast saman fortíð, samtíð og framtíð íslenskunnar.“ Íslensk tunga fyrr og nú, „ein tunga“, tengir saman menningu okkar frá upphafi og til framtíðar. Húsbyggingin er á vissan hátt táknræn árétting þeirrar stefnu að gæta skuli samhengisins í íslensku máli og málmenningu, og að íslenskan er ekki einfaldlega safngripur úr fortíð heldur jafnframt lif- andi í leik og starfi. Ein tunga Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Morgunblaðið/Hari Hús íslenskunnar „Þar verður aðstaða til að varðveita og rannsaka hand- ritin okkar gömlu en jafnframt verða þar stundaðar rannsóknir og kennsla í íslensku nútímamáli.“ Sennilega eru deilurnar um orkupakkann innanSjálfstæðisflokksins mestu átök, sem þar hafaorðið um málefni á seinni áratugum. Átökin umauðlindagjald á tíunda áratug síðustu aldar voru hörð en þau voru ekki svo mikil innan flokksins heldur á milli Morgunblaðsins og flokksforystunnar á þeim tíma. Hins vegar voru deilur á milli Gunnars Thoroddsens og annarra forystumanna Sjálfstæðisflokksins mun harð- ari en deilurnar um orkupakkann en þær snerust ekki um grundvallarmál, heldur meira um persónur og áttu raunar rætur að rekja til forsetakosninganna 1952 og má því segja að þær hafi staðið með hléum í um þrjá áratugi. Skýringar á því hvað orkupakkaumræðurnar hafa rist djúpt má í raun rekja aftur til stofnunar Sjálfstæðis- flokksins fyrir rúmum 90 árum. Í bók minni Uppreisnar- menn frjálshyggjunnar – byltingin sem aldrei varð, sem út kom fyrir tveimur árum, segir svo á bls. 167: „Þegar lesin er grein Jóns Þorlákssonar, fyrsta for- manns Sjálfstæðisflokksins … og birt var í Morgun- blaðinu daginn eftir stofnun flokksins og framhald raun- ar næsta dag á eftir, er alveg ljóst að endanleg slit á sambandi Íslands og Danmerkur voru grundvallarþáttur í þeirri flokksstofnun enda segir í yfirlýsingu þingmanna Íhalds- flokksins og Frjálslynda flokksins um hana: 1. Að vinna að því og undirbúa það að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambandslaganna er á enda. … Og það er augljóst að sjálfstæðismálið hefur átt mikinn þátt í að þeir flokkar og flokksbrot sem stóðu að stofnun Sjálfstæðisflokksins náðu saman um það verk- efni.“ Það er með tilvísun í þessa yfirlýsingu, sem andstæð- ingar orkupakkans geta með rökum sagt að þingflokkur sjálfstæðismanna hafi, með því að samþykkja pakkann, gengið gegn grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. “… og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina …“ Og með sama hætti geta þeir flokksmenn, sem verða fyrir aðkasti af hálfu samherja sinna á þeirri forsendu að þeir séu að gera flokknum erfitt fyrir með gagnrýni sinni, vísað til þessarar sömu yfirlýsingar. Þeir standi við stefnu flokksins, þingmennirnir hafi látið beygja sig. Í sjálfu sér má með sama hætti segja, að þegar þeir sjálfstæðismenn sem voru hlynntir aðild að Evrópusam- bandinu, klufu flokkinn og stofnuðu Viðreisn, hafi þeir gengið þvert gegn þeim málefnalega grundvelli sem Sjálfstæðisflokkurinn var byggður á fyrir 90 árum. En um þann ágreining voru í raun sáralitlar umræður innan Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma. Sennilega voru það mistök. Auðvitað á að ræða ágreining af þessu tagi áður en leiðir skilja. Nú má velta því fyrir sér, eins og áður hefur verið nefnt á þessum vettvangi, hvort nýjar átakalínur séu að verða til í íslenzkum stjórnmálum og þá um leið innan Sjálfstæðisflokksins. Andstaða þeirra þingmanna flokks- ins, sem greiddu atkvæði með orkupakkanum, við aðild að ESB verður ekki dregin í efa, en það verður að teljast ljóst að þeir eru tilbúnir að ganga lengra í að flækja Ís- land inn í regluverk sameiginlegs raforkumarkaðar ESB en samræmist upphaflegri stefnuyfirlýsingu flokksins um að landsins gæði skuli vera til afnota fyrir landsmenn eina. Þessar nýju átakalínur innan og utan flokks snúast augljóslega um hve langt megi ganga í afsali á yfirráðum þjóðarinnar í eigin málum í nafni alþjóðlegrar samvinnu. Eins og gjarnan vill verða, þegar ágreiningur kemur upp í stjórnmálaflokkum, eru þeir til sem vilja afgreiða málin á skjótan hátt með útgöngu og nýrri flokksstofnun. Slíkar raddir eru uppi nú. Augljóst er að ef Sjálfstæðis- flokkurinn klofnaði aftur mundu þau flokksbrot verða af svipaðri stærð og Viðreisn og áhrif flokks- ins á framgang þjóðmála þá orðin lítil. Þetta sjá auðvitað allir og þess vegna eru aðrir sem segja: látum fyrst reyna á hvort hægt er að rétta stefnuna af með umræðum innan flokks. Það eru umræður af þessu tagi sem eru framundan innan Sjálfstæðisflokksins. Og þá kemur til kasta hóps, sem gegnir mikilvægara hlutverki en flestir aðrir í slík- um umræðum en það er hin kjörna forystusveit flokks- ins. Hún á tveggja kosta völ og getur sagt: við erum búin að afgreiða málið á þingi og snúm okkur því að öðru. Sú leið kann ekki góðri lukku að stýra. Hin leiðin er sú að taka upp viðræður við andstæðinga orkupakkans og leita leiða til þess að sameina þessar fylkingar á ný. Þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína fyrir tæplega fjórum áratugum í andstöðu við meirihluta þingflokksins komu strax upp kröfur um brottrekstur. Einn maður stóð eins og klettur gegn slíkum kröfum. Það var Geir Hallgrímsson, þá formaður Sjálfstæðis- flokksins. Og vegna þeirrar afstöðu hans urðu eftirmálin af þeim átökum ekki meiri. Þessi þáttur í sögu Sjálfstæðisflokksins er umhugs- unarefni fyrir forystusveit Sjálfstæðisflokksins nú. Hún þarf að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og hefja viðræður við fulltrúa þeirra hópa í flokknum sem hafa sameinast í andstöðu við orkupakkann. Það er nokkuð ljóst að hin mikla andstaða sem reis á síðasta ári gegn orkupakka 3 átti rætur í grasrót Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það eitt og sér sýnir þann lífskraft sem í þessum 90 ára gamla flokki er. Ábyrgð forystusveitar Sjálfstæðisflokks “… og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina …“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ég kenndi nokkrum sinnum nám-skeiðið Bandarísk stjórnmál í félagsvísindadeild og hafði gaman af. Ég benti nemendum meðal annars á að Guðríður Þorbjarnardóttir hefði verið fyrsta kona af evrópskum ætt- um til að fæða barn þar vestra, Snorra Þorfinnsson haustið 1008. Fyrirmynd Mjallhvítar í Disney- myndinni frægu hefði verið íslensk, Kristín Sölvadóttir úr Skagafirði, en unnusti hennar var teiknari hjá Disn- ey. Eitt sinn kom Davíð Oddsson í kennslustund til okkar og sagði okkur frá þeim fjórum Bandaríkjaforsetum, sem hann hafði hitt, Ronald Reagan, Bush-feðgum og Bill Clinton, en góð vinátta tókst með þeim Davíð, Bush yngra og Clinton. Sagði hann margar skemmtilegar sögur af þeim. Ég lét hvern nemanda námskeiðsins halda þrjú framsöguerindi, eitt um einhvern forseta Bandaríkjanna (til dæmis Jefferson eða Lincoln), annað um kvik- mynd, sem sýndi ýmsar hliðar á stjórnmálum í Bandaríkjunum (til dæmis Mr. Smith goes to Washington eða JFK), hið þriðja um stef úr banda- rískri sögu og samtíð (til dæmis tekju- dreifingu, fjölmiðla og kvenfrelsi). Í þessu námskeiði kom hinn mikli fjölbreytileiki þessarar fjölmennu þjóðar vel í ljós og er hann líklega hvergi meiri. Þar er allt, frá hinu besta til hins versta, auður og örbirgð, siðavendni og gjálífi, hámenning og lágkúra og allt þar á milli, kristni, gyðingdómur, íslam og rammasta heiðni. Hvergi standa heldur raunvís- indi með meiri blóma. Aðalatriðið er þó ef til vill hreyfanleikinn, hin líf- ræna þróun, sem Alexis de Tocque- ville varð svo starsýnt á forðum. Bandaríkjamenn eru alltaf að leita nýrra leiða, greiða úr vandræðum. Bandaríkin hafa verið suðupottur. En þau hafa einnig verið segull á fólk úr öllum heimshornum, þar sem því hefur tekist að búa saman í sæmilegri sátt og skapa ríkasta land heims. Tugmilljónir örsnauðra innflytjenda brutust þar í bjargálnir. Bandaríski draumurinn rættist því að hann var draumur venjulegs alþýðufólks um betri hag, ekki krafa menntamanna um endursköpun skipulagsins eftir hugarórum þeirra sjálfra. „Bandarík- in eru sjálf mesti bragurinn,“ orti Walt Whitman. Það var því kynlegt að sjá á dögunum fulltrúa einsleitustu þjóðar heims, Íslendinga, ota táknum um fjölbreytileika að varaforseta Bandaríkjanna í stuttri heimsókn hans til landsins 4. september. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Bandaríkin ERU fjölbreytileiki ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.