Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 48
VALUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Anton Rúnarsson, leikmaður Vals í
handknattleik, hefur mjög góða til-
finningu fyrir komandi tímabili í úr-
valsdeild karla og segir möguleika
Valsliðsins mikla, þegar leik-
mannahópurinn verður fullmann-
aður og laus við meiðsli. Valsmenn
hafa ekki styrkt sig mikið í sumar en
liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar
á síðustu leiktíð og féll úr leik í und-
anúrslitum Íslandsmótsins eftir tap
gegn Selfossi. Þá fóru Valsmenn alla
leið í úrslit bikarkeppninnar þar sem
liðið tapaði fyrir FH en Val var spáð
öðru sæti í spá fyrirliða og þjálfara
deildarinnar.
„Þetta leggst virkilega vel í mig og
við erum allir fullir tilhlökkunar að
fara byrja þetta loksins. Undirbún-
ingstímabilið er loksins búið og
menn eru meira en tilbúnir í slaginn.
Þessar spár eru náttúrlega fyrst og
fremst til gamans gerðar og við er-
um sjálfir með okkar markmið sem
við ætlum okkur að ná. Leik-
mannahópurinn hefur verið saman
lengi og það hafa ekki orðið miklar
breytingar hjá okkur í sumar sem er
sterkt. Við erum alltaf að verða betri
og betri, þótt við höfum verið
óheppnir með meiðsli og það sé
ennþá smá óvissa í kringum nokkra
leikmenn, en tímabilið er langt og
þetta er ekki eitthvað sem ég hef
stórar áhyggjur af.“
Yngri leikmenn fá hlutverk
Valsmenn hafa aðeins bætt við sig
tveimur nýjum leikmönnum í sumar
en Orri Freyr Gíslason, sem verið
hefur fyrirliði liðsins undanfarin ár,
hefur lagt skóna á hilluna.
„Það er ekki hægt að segja neitt
annað en að maður sé bara ánægður
með þær breytingar sem hafa átt sér
stað í sumar. Finnur Ingi styrkir
okkur og Hreiðar Levý kemur inn
með mikla reynslu. Að sama skapi er
slæmt að missa Einar og Orra en
það þurfa aðrir að stíga upp í staðinn
og við sem lið þurfum að gera það
líka. Yngri leikmenn munu fá tæki-
færi í vetur og þeir munu standa sig
vel enda er unglingastarfið hjá félag-
inu mjög öflugt og við erum með
leikmenn í flestum yngri landsliðum
Íslands. Við erum með frábært lið
sem er á leið inn í sitt annað tímabil
sem er stór kostur.“
Þjálfarinn Snorri Steinn Guð-
jónsson mun stýra liðinu í vetur en
hann kom inn í þjálfarateymið 2017
og stýrði liðinu ásamt Guðlaugi Arn-
arssyni eftir að Valsmenn höfðu unn-
ið tvöfalt sama ár.
„Það er alltaf erfitt að koma inn í
lið sem hefur unnið nánast allt sem
hægt var að vinna, tímabilið áður.
Við urðum Íslands- og bikarmeist-
arar 2017 og fórum alla leið í undan-
úrslit Evrópukeppninnar. Snorri
hefur staðið sig mjög vel síðan hann
kom í þetta með Gulla og hann er
með flottar hugmyndir. Við lentum í
meiðslum undir lok síðasta tímabils
og rétt fyrir bikarúrslitin og það má
því segja að við höfum aldrei náð að
vera með okkar sterkasta lið, á síð-
ustu árum, þegar mest hefur reynt á.
Ef við náum öllum okkar mönnum til
baka úr meiðslum þá gæti tímabilið
orðið mjög spennandi á Hlíðarenda.“
Anton er einn af reyndustu leik-
mönnum liðsins og segir hann mark-
miðin á Hlíðarenda skýr fyrir kom-
andi tímabil.
„Ég er búinn að vera í Val í mörg
ár, ég veit hver krafan er á Hlíð-
arenda, og það er að sjálfsögðu að
berjast um alla þá titla sem í boði
eru. Þetta er langur vegur og eins og
maður hefur fengið að kynnast í
gegnum tíðina þá þarf allt að ganga
upp ef markmiðin eiga að nást. Ég
hef betri tilfinningu fyrir þessu tíma-
bili heldur en til dæmis tímabilinu í
fyrra og ég vona að við náum að spila
okkur vel í gang og það verður virki-
lega forvitnilegt að sjá, hvernig við
tæklum það sem lið, þegar við erum
með fullmannað lið.“
Alltaf sömu
kröfurnar á
Hlíðarenda
Morgunblaðið/Hari
Skytta Anton Rúnarsson var markahæsti leikmaður Valsmanna síðasta vet-
ur með 144 mörk í 27 leikjum í Olísdeildinni og úrslitakeppninni.
Anton segir möguleika Valsliðsins
gríðarlega mikla með fullmannað lið
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Magnús Óli Magnússon
Róbert Aron Hostert
Tryggvi Garðar Jónsson
Þjálfari: Snorri Steinn Guð-
jónsson.
Aðstoðarþjálfari: Óskar Bjarni
Óskarsson.
Árangur 2018-19: 3. sæti og und-
anúrslit.
Íslandsmeistari: 1940, 1941, 1942,
1944, 1947, 1948, 1951, 1955, 1973,
1977, 1978, 1979, 1988, 1989, 1991,
1993, 1994, 1995, 1996, 1998, 2007,
2017.
Bikarmeistari: 1974, 1988, 1990,
1993, 1998, 2008, 2009, 2011, 2016,
2017.
Valur tekur á móti Fram í
fyrstu umferð Olísdeildarinnar á
mánudagskvöldið kl. 19.30.
MARKVERÐIR:
Daníel Freyr Andrésson
Hreiðar Levý Guðmundsson
HORNAMENN:
Finnur Ingi Stefánsson
Stiven Tobar Valencia
Sveinn Aron Sveinsson
Vignir Stefánsson
LÍNUMENN:
Tjörvi Týr Gíslason
Ýmir Örn Gíslason
Þorgils Jón Svölu Baldursson
ÚTISPILARAR:
Agnar Smári Jónsson
Alexander Örn Júlíusson
Anton Rúnarsson
Arnór Snær Óskarsson
Ásgeir Snær Vignisson
Benedikt Gunnar Óskarsson
Lið Vals 2019-20
KOMNIR
Finnur Ingi Stefánsson frá
Aftureldingu
Hreiðar Levý Guðmundsson frá
Selfossi (lán, lék með Gróttu í
fyrra)
FARNIR
Einar Baldvin Baldvinsson
í Selfoss (lán)
Orri Freyr Gíslason,
hættur
Breytingar á liði Vals
Mjög sterkur leikmannahópur og titlabarátta á
öllum vígstöðvum ef allir verða heilir.
Ótrúleg einstaklingsgæði og góð hugmynda-
fræði í sóknarleiknum.
Liðið býr yfir miklum hraða og leikmenn eru
með gott líkamlegt atgervi.
Áhugavert: Hvernig tekst Snorra að vinna með
varnarleikinn án Guðlaugs?
Sebastian Alexandersson
um Valsmenn
Inkasso-deild karla
Þróttur R. – Fram.................................... 1:2
Róbert Hauksson 78. – Hilmar Freyr
Bjartþórsson 28., Jökull Steinn Ólafsson
84. Rautt spjald: Archange Nkumu (Þrótti)
63.
Staðan:
Fjölnir 19 11 5 3 41:19 38
Grótta 19 10 7 2 39:25 37
Leiknir R. 20 11 3 6 34:26 36
Þór 19 9 6 4 30:20 33
Keflavík 20 9 4 7 29:24 31
Fram 20 9 3 8 29:30 30
Víkingur Ó. 19 7 7 5 22:16 28
Þróttur R. 20 6 3 11 35:37 21
Haukar 20 4 7 9 28:36 19
Afturelding 19 5 4 10 25:36 19
Magni 19 4 4 11 22:47 16
Njarðvík 20 4 3 13 20:38 15
3. deild karla
KV – KH.................................................... 7:0
Staðan:
Kórdrengir 19 15 3 1 49:20 48
KF 19 14 2 3 50:22 44
KV 20 13 2 5 53:25 41
Vængir Júpiters 19 12 1 6 35:25 37
Reynir S. 19 10 5 4 37:32 35
Einherji 19 6 6 7 24:24 24
Höttur/Huginn 19 5 6 8 34:32 21
Sindri 19 6 3 10 38:52 21
Álftanes 19 5 4 10 34:36 19
KH 20 5 2 13 27:51 17
Augnablik 19 3 4 12 23:41 13
Skallagrímur 19 2 0 17 22:66 6
Kórdrengir hafa tryggt sér sæti í 2. deild
en Skallagrímur er fallinn í 4. deild.
Inkasso-deild kvenna
Þróttur R. – FH........................................ 2:0
Linda Líf Boama 4., Lauren Wade 9.
ÍR – Grindavík.......................................... 1:0
Anna Bára Másdóttir 74.(víti)
Haukar – Fjölnir...................................... 2:0
Augnablik – ÍA......................................... 2:0
Staðan:
Þróttur R. 16 14 0 2 64:10 42
FH 16 11 2 3 45:22 35
Haukar 16 10 0 6 30:19 30
Tindastóll 15 9 1 5 38:32 28
Afturelding 15 6 3 6 26:20 21
Augnablik 16 5 3 8 14:24 18
ÍA 16 4 4 8 16:26 16
Fjölnir 16 4 4 8 18:33 16
Grindavík 16 3 6 7 19:29 15
ÍR 16 1 1 14 4:59 4
Þróttur hefur tryggt sér sæti í úrvals-
deild en ÍR er fallið í 2. deild.
Svíþjóð
Kristianstad – Ystad ........................... 25:23
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 5
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson 2.
Sävehof – Guif...................................... 27:22
Ágúst Elí Björgvinsson varði 14 skot af
35 í marki Sävehof.
Ungverjaland
Pick Szeged – Komloi ......................... 37:21
Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki
með Pick Szeged.
Danmörk
Ribe-Esbjerg – Holstebro................... 30:26
Rúnar Kárason skoraði 2 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason eitt og
Gunnar Steinn Jónsson eitt.
Spánn
Barcelona – Anaitasuna ..................... 42:25
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Barcelona.
Þýskaland
B-deild:
Bietigheim – Essen.............................. 28:33
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Frakkland
Toulon – Metz ...................................... 28:35
Mariam Eradze skoraði 2 mörk fyrir
Toulon.
EHF-bikarinn
1. umferð, fyrri leikur:
Skuru – Valur ...................................... 22:23
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 4 mörk
fyrir Skuru.
HM karla í Kína
Milliriðill I:
Pólland – Rússland............................... 79:74
Argentína – Venesúela......................... 87:67
Argentína 8, Pólland 8, Rússland 6,
Venesúela 6.
Milliriðill J:
Serbía – Púertóríkó.............................. 90:47
Spánn – Ítalía........................................ 67:60
Serbía 8, Spánn 8, Ítalía 6, Púertóríkó 6.
Keppni um sæti 17-32:
Angóla – Íran ........................................ 62:71
Nígería – Fílabeinsströndin ................ 83:66
Kína – Suður-Kórea ............................. 77:73
Túnis – Filippseyjar ............................. 86:67
Þróttur úr Reykjavík tryggði sér í
gærkvöld meistaratitil 1. deildar
kvenna í knattspyrnu, Inkasso-
deildarinnar, með því að sigra FH,
2:0, í uppgjöri toppliðanna í Laug-
ardal. Linda Líf Boama og Lauren
Wade skoruðu mörkin á fyrstu níu
mínútum leiksins.
Þar með eru FH-konur ekki enn
öruggar um að fylgja Þrótturum
upp. Þær voru í vænlegri stöðu en
hafa nú tapað tveimur leikjum í
röð og bæði Tindastóll og Haukar
geta enn skákað þeim. FH nægir
þó einn sigur í tveimur síðustu
leikjunum og getur tryggt sér
úrvalsdeildarsætið með því að
sigra Augnablik á heimavelli í
næstsíðustu umferðinni næsta
föstudag. Í lokaumferðinni leikur
FH síðan gegn Aftureldingu á úti-
velli.
Haukar lögðu Fjölni 2:0 í gær-
kvöld og eru fimm stigum á eftir
FH. Tindastóll á leik til góða en
þarf að vinna Aftureldingu á morg-
un til að eiga áfram möguleika á
úrvalsdeildarsætinu. vs@mbl.is
Þróttarkonur eru meistarar
Morgunblaðið/Hari
Toppslagur Erna Magnúsdóttir fyrirliði FH og Linda Líf Boama úr Þrótti.